annað orð
25.10.2006 | 09:34
Annað orð sem mér finnst að sé ofnotað það er ofvirk(ur) mér þykir ferlega leiðinlegt að heyra þegar foreldrar eru að tala um börnin sín ( eða börn annara ) og segja já hann/hún er örugglega ofvirkur þegar börnin eru bara að vera pínu óþekk eða eru á einhverjum þeytingi út um allt ,ég tek eftir því að þetta eru kanski eðlileg börn að öllu jöfnu en þau fá bara einhvern púka í sig annað slagið , sem er ofureðlilegt .. Ég á tvo ofvirka yndislega drengi ,og veit svo vel að það er svo allt annað að vera óþekkur eða að vera ofvikur ,en lítil fræðsla og fordómar í þjóðfélaginu eru væntanlega megin orsökin á því að fólk veit ekki hvað það er að tala um ... þetta á víst við um svo mörg orð sem eru notuð og ég er örugglega ekki barnana best í þessu en ver náttúrulega að röfla yfir því sem að ég geri ekki en aðrir gera ,ég er auðvitað bestust þið vitið
En allt í lagi ég skal ekki bögga ykkur með orðum sem ég er ekki sátt við meira í dag ... kanski seinna he he ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
orð dagsins..
24.10.2006 | 11:14
kanski er komin tími á blogg og viðra skoðanir sínar ,en athugið að þetta eru auðvitað bara mínar skoðanir ,veit svo sem ekki hvað öðrum finnst um þetta ..
Er búin að vera að hugsa um orð sem að mér finnst vera ofnotað það er að elska af hverju segir fólk t.d. ég elska súkkulaði er hægt að elska sælgæti eða mat eða er hægt að elska bíómynd eða elska bílinn sem þú átt, nei það finnst mér ekki, hvað finst börnum þessa fólks sem elskar alla skapaða hluti. Þegar foreldrarnir segja við barnið "ég elska þig barnið mitt" , já þá hugsar kanski barnið jibbý mamma elskar mig eins og hún elskar súkkulaði ,er barnið þá í sama flokki og súkkulaði ( hvernig á lítið barn að skilja munin) ,mér finst svo fáránlegt að fólk noti þetta orð svona mikið .Mér finnst gott að geta sagt við manninn minn og börnin mín að ég elski þau og þau vita þá hvað ég á við ég hreinlega elska þau ,ég elska ekki einhverja hluti ,bara börnin okkar ,Kidda minn og nána ættingja, eins og t.d foreldra og systkyni .
annars eru mörg önnur örð sem eru svolítið mikið ofnotuð en þetta er búið að vera mér í huga undanfarið .
svo er það spurning ....hvað kemur orðið elska oft fyrir í þessu bloggi ..? Er það kanski ofnotað í þessum stutta texta ?
Bloggar | Breytt 25.10.2006 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kaffi
19.10.2006 | 10:55
þegar maður er komin í vinnuna er auðvitað það fyrsta sem að maður gerir að hella upp á almennilegt kaffi " " það er algjört möst, við erum þrjár blómarósir hérna sem erum með svona sér kaffi komum með kaffi fyrir pressukönnuna og hellum á hana ,það er sko miklu betra kaffi ( það er nebblega ekkert gott kaffið hér ....og svo þegar bollin er búin er maður tilbúin að fara að tölvast eitthvað, gera reikninga ,ganga frá tölvupósti og stelast á bloggrúktinn ,he he
Kidd minn kemur heim í kvöld, hann skrapp til London í gær , var boðið..flug -uppihald- hótel -fótboltaleikur .... oooo ég er svo fegin að hann er að koma aftur ,það er svo erfitt að reina að sofna þegar hann er ekki heima .. en ég þarf ekki að hugsa um það meira, hann kemur aftur í köldþessi elska ...
Svo förum við í til London með Inga og Lauju 16-20 nov.. og þá förum við líklega á Arsenal og man ekki hitt liðið og svo auðvitað á ABBA söngleikinn ,,he he ég hlakka svo til
Bloggar | Breytt 26.10.2006 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Brandar-inn
18.10.2006 | 15:44
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
jamm
17.10.2006 | 14:57
var heima í dag fram yfir hádegi með Ölmu Glóð því að hún er búin að vera veik síðan í gær ,svo verður Kiddi heima seinnipartinn ,vonandi er hún að hressast og getur hún farið í skólan á morgun og þá er bara að vona að Lilja björt veikist ekki líka .
Kiddi kom mér aldeilis á óvart á sunnudaginn .Bjölluni var hringt og Lilja Björt svaraði en Kiddi sagði henni að láta mig fara til dyra ( ég var nú ekki alveg að skilja af hverju hann nennti ekki að fara bara sjálfur) og ég fór til dyra en vissi nú ekkert hver þetta var og horfði bara í kíkjugatið ( maður hleypir ekki hverjum sem er inn) en Kiddi vildi endilega að ég opnaði hurðina ,,humm,, sem ég gerði loksins þá kom maður upp með blómvönd í fanginu sem Kiddi hafði pantað handa mér og látið senda heim , hann er svo mikið krútt þessi maður sem ég á ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
brrrrr...
16.10.2006 | 10:47
brrrr... ég held bara svei mér þá að það sé að koma vetur það var 4°c þegar ég fór í vinnuna í morgun.
það var Bjarna helgi um helgina ,Kristófer kom með hann og sótti hann svo líka, fínt að koma í mat til mömmu (yndislegt ),Jóhann Helgi kom líka með Kristófer á föstudaginn og kærastann hans Jóhanns og Bjarni verður svo aftur næstu helgi .
Við fórum með börnin á þjóðminjasafnið á laugardaginn ,það kom mér á óvart hversu skemmtilegt er að fara og skoða þar, börnunum fannst það líka bara æði ,þar er líka hugsað um að það sé eitthvað sem börn hafa gaman af ..þegar ég benti Bjarna Frey á sauðskinnskó og barna skó úr selskinni þá spurði hann mig hvort að ég hefði verið í svona þegar ég var lítil ( þessum börnum finnast fullorðnir vera svo æfa gamlir )he he
Vildi að ég hefði meira að gera í vinnuni ,þetta eru svona skorpur stundum eins og undanfarna daga er bara ekkert að gera svo geta komið nokkrir dagar sem nóg er að gera ,en samt er ég eina manneskjan á þessum vinnustað sem verður að vera til staðar allan daginn alla daga stundum leiðinlegt t.d. þá þarf ég að tryggja það að einhver leysi mig af þegar ég fer til London í nóvember, en aðrir geta bara farið og komið þegar þeim hentar og unnið svo upp það sem er uppsafnað . þetta er stundum pirrandi
.
Það virðist vera einhver leiðinda flensa að ganga, Alma Glóð var send veik heim úr skólanum í dag og ég veit um fleiri sem eru lagstir í flensu,svona leiðinda flensa sem allir (vonandi ekki ) en virðist fara hratt yfir, ég er nú eitthvað drusluleg en það er kanski af því að ég hef sofið illa undanfarið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
jibbý ég vann
13.10.2006 | 10:56
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
bloggeríblogg
12.10.2006 | 11:41
er bara ekki í stuði til að skrifa neitt sérstakt ,en samt smá upplýsingar fyrir áhugasama lesendur. það er að styttast í London ferðina .sem er gott.
Kiddi minn er loksins búin að fá einhverskonar sjúkdómsgreiningu, það er allt allt allt of mikið járnmagn ( hann er svona járnkall) í blóðinu sem orsakar máttleisið ,slenið og vöðvakrampana sem hann hefur verið með , svo að hann verður að fara vikulega í blóðaftöppun og það er ( vonandi) lausnin á vandamálinu, ég allavega vona að það sé lausnin því að þá sleppur hann við að fá einhver lyf ..
IKEA var opnað í morgun .þetta er búð sem ég hef ekki mikin áhuga á að fara í ( allt of stór búð) en ég vara að spá í hvort að það væri ekki sniðugt að selja svona helgar ferðir þangað því að þetta er örugglega drauma viðverustaðurinn fyrir þá sem nenna að hanga lengi í búðum, Helgarferðin gæti verið svona pakkaferð með gistingu og mat innifalið ,he he. það er allt á staðnum til þess ..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hellú
9.10.2006 | 09:36
það var nú ekki mikið að gerast hjá mér um helgina ,stelpurnar komu á föstudaginn ,alltaf gott þegar börnin koma,á laugardaginn var ég að þrífa og reina að finna mér eitthvað annað að gera og á sunnudaginn komu mamma og pabbi í heimsókn til okkar,þau hafa nú ekki komið laaaaaaaaangalengi , ég gaf þeim nýbakaða skúffuköku og svo hummus sem ég bjó til ,annars er ekkert nýtt í gangi .
jú, bíðið við, eitt annað, í dag á að bera út pakkið sem á heima í einni íbúðinni niðri, þetta eru dílerar sem leigðu íbúð niðri ,þau voru að gera okkur gráhærð ,alltaf stöðugur straumur af fólki til þeirra og löggan vikulega að koma til þeirra að leita og svoleiðis, tvisvar búið að brjótast inn til þeirra og þvílíkt ónæði af þessu pakki ,sem betur fer erum við þá laus við þau fyrir fullt og allt ,þau hafa ekki verið í íbúðinni undanfarið ,fregnir herma að þau hafi sitið inni .en jibbý jibbý við erum laus við þau ..vona að það verði staðið við að þau verði borin út í dag. það verður tilefni til hátíðarhalda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
pælingarnar.
5.10.2006 | 13:12
"minnið"hafið þið pælt í því hvað maður getur munað ótrúlega mikið af t.d. leyniorðum, kennitölum ,símanúmerum o.þ.h. svo getur maður ekki munað einföld atriði eins og t.d. nafn á manneskju sem maður þekkir eða það sem verra er ,maður man stundum ekki hvaðan maður þekkir eitthvað fólk sem heilsar manni einhvernstaðar og maður heilsar bara kurteislegra á móti en kann ekki við að spyrja hvaðan þekki ég þig .
"lífið "hverig er það ,mér finst þetta vera frekar undarlegt fyrirbæri lífið bíður manni upp á ýmislegt og stundum er frá manni tekið það sem er boðið upp á og sálin skaðast ,þá líður tíminn hægt og manni líður illa, og það getur tekið langan tíma að laga það sem aflaga fór í sálinni ( sumt er einfaldlega ekki hægt að lagfæra), en þegar allt er í stakasta lagi þá líður tíminn svo hratt að það er engu líkara en að maður sé í rússíbana ferð maður gæti misst af mikilvægum hlutum ef maður er ekki vel með á nótunum.
Þetta eru nú eitthver hluti af mínum pælingum undanfarið ..Sumar svolítið þungar þessar pælingar ekki satt , undarleg ég ,já ég veit það ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)