orð dagsins..

kanski er komin tími á blogg og viðra skoðanir sínar ,en athugið að þetta eru auðvitað bara mínar skoðanir ,veit svo sem ekki hvað öðrum finnst um þetta ..

Er búin að vera að hugsa um orð sem að mér finnst vera ofnotað það er að elska af hverju segir fólk t.d. ég elska súkkulaði er hægt að elska sælgæti eða mat eða er hægt að elska bíómynd eða elska bílinn sem þú átt,   nei það finnst mér ekki, hvað finst börnum þessa fólks sem elskar alla skapaða hluti. Þegar foreldrarnir segja við barnið "ég elska þig barnið mitt" , já þá hugsar kanski barnið jibbý mamma elskar mig eins og hún elskar súkkulaði ,er barnið þá í sama flokki og súkkulaði ( hvernig á lítið barn að skilja munin) ,mér finst svo fáránlegt að fólk noti þetta orð svona mikið .Mér finnst gott að geta sagt við manninn minn og börnin mín að ég elski þau og þau vita þá hvað ég á við ég hreinlega elska þau ,ég elska ekki einhverja hluti ,bara börnin okkar ,Kidda minn og nána ættingja, eins og t.d foreldra og systkyni .

annars eru mörg önnur örð sem eru svolítið mikið ofnotuð en þetta er búið að vera mér í huga undanfarið . 

svo er það spurning ....hvað kemur orðið elska oft fyrir í þessu bloggi ..? Er það kanski ofnotað í þessum stutta texta ?Glottandi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magga mín, Þú ert bestust ;)

Ella (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 11:49

2 Smámynd: Margrét M

Veitað ég er bestust, það stendur á síðunni he he ..

Margrét M, 24.10.2006 kl. 12:58

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég bara elskaði að lesa þitt blogg og ég skil nákvæmlega hvað þú ert að meina... Lesi lesi kvitt kvitt ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.10.2006 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband