útilega um helgina
13.7.2007 | 12:00
í þessari viku var Bomba snyrt vel og vandlega Rakel sem er ræktandinn gerði það svo ætla ég að halda því við . Bomba lítur sem sagt ekki út eins og hvolpur lengur , ég verð eiginlega að setja inn myndir fyrir og eftir snyrtingu ..
Um helgina ætlum við í útilegu ( við komum stöðugt á óvart ) , líklega verður stefnan tekin í uppsveitir suðvesturlands ,ekki búin að ákveða nákvæmlega hvert svo fáum við nýja hjólhýsið í næstu viku ( spennandi ) jamm
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
fossinn sem eg spurði
13.7.2007 | 10:46
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klukkuð ..æi
13.7.2007 | 10:13
var klukkuð af ólafi svo að nú verð ég að gera skildu mína.
1. ég er fædd og uppalin í keflavík.
2. ég er gift besta manni sem gengur á jörðinni se ber nafnið Kristberg.
3. ég á 3 dásmalega syni, Kristófer Már(19), Jóhann Helgi(16) og Bjarni Freyr(12).
4. ég á 2 yndislegar stjúpdætur ,Alma Glóð(11) og Lilja Björt(9).
5. mér finst æðislegt að ferðast bæði innanlands og utan .
6. mér finst æðislega gaman að elda og borða góðan mat .
7. ég á góða vini .( og bloggvini lika)
8. þar sem að það er föstudagur þá ætla ég að fara í útilegu í dag ..
nú verð ég að klukka nokka það verða, kiddi minn, ólína, bjössi, ingvar, kolla,viddi, Kristín, Lauja
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
stimpla sig inn eftir sumarfrí ..
11.7.2007 | 13:59
Jæja þá er sumarfríinu lokið ,var lokið 8 júlí og við taka helgarferðir hingað og þangað .ég setti inn helling af myndum úr ferðinn okkar um landið inn í sumarfrí 2007. við lögðum af stað 8 júní og byrjuðum á að fara á Blönduós þar sem er eitt að betri tjaldsvæðum landsins svo var ferðinni heitið í Vaglaskóg þar sem við vorum 2 nætur ,þá var farið í Ásbyrgi þar voru soðaðar náttúru perlur en bara stoppað eina nótt ( ekkert spes veður ) þá fórum við í atlavík og vorum þar í 9 nætur , þar er yndislegt að vera og veðrið æðislegt, börnin undu sér best í Atlavík skoðuðum meðal annars Mjóafjörð sem mér finst vera yndislega fallegur og enginn ætti að láta fram hjá sér fara svo var keyrt út um allt á Austfjörðum síðan lá leiðin á Kirkjubæjarklaustur þar leiddist okkur öllum ( undarlegt ) þá var reindar moldrokið mikla og maður var pakksaddur af mold allan daginn þá fórum við á tjaldsvæði rafiðnaðarmanna við Apavatn ( skemmtilegt svæði) í 3 nætur og vorum svo heima í 2 nætur og þá var farið af stað aftur og tekið strauið á hamingjudaga á Hólmavík í fallegur veðri svo þaðan í Húsafell en þar var veðrið svo gott að sumafríið var klárað þar fyrir utan eina nótt sem við þurftum að vera í bænum en skildum þá bara hjólhýsið eftir og vorum svo um helgina þar .. Sem sagt af þeim 4 vikum sem við vorum í fríi þá vorum við heima 3 nætur , ég er að segja ykkur það að þetta er yndislegt að geta verið með hjólhýsið í eftirdragi og komið sér fyrir nánast hvar sem er . við erum strax farin að hugsa um hvert á að fara um næstu helgi ..
eftir helgina fáum við svo nýja hjólhýsið okkar sem er nokkuð stærra en það sem við erum með í dag ég get ekki beðið . það er LMC favorit 720, gríðarstórt 2 öxla hús ( bara æðislegt )
fallegt sólsetrið í Húsafelli
áður en ég set inn hvað þessi foss heitir þá ætla ég að athuga hvort einhver þekkir hann
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
sumarfrí og afmæli..
8.6.2007 | 11:17
þá er komið að því að leggja af stað í sumarferðina um landið ..vona bara að við verðum það heppin að geta verið í góðu veðri . við byrjum líklega á því að fara eitthvað norður í dag ,hversu langt veit ég ekki .kannski bara í Dæli ???? en svo er bara að fylgjast með veðurspánni ..svo á Kiddi minn afmæli í dag ...til hamingju með daginn ástin mín ...
Við gerðum þetta líka sumarið 2005 þá eltumst við ,við góða veðrið gekk bara nokkuð vel að finna gott veður en það kostaði stundum 6-7 tíma keyrslu en það gekk upp af því að við eigum svo yndisleg börn .. núna erum við með betri græjur þ.e.a.s. Hjólhýsið í hittifyrra vorum við með fellihýsi þetta er ótrúlegur munur, enda ætlum við að stækka við okkur en meir. þetta er jú sumarbústaðurinn okkar (við bara tökum hann með okkur) he he svo erum við á ferðinni allt sumarið fram á haust .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
dugleg sko..
5.6.2007 | 08:34
jæja þá er mín búin að vera voða duglega búin að henda inn fullt að myndum frá París og svo eru þessar myndir af risasnauzer sem heitir Abú og snauzer( man ekki hvað hann heitir ) og dverg snauser sem er auðvitað Bomba sem ég tók um síðustu helgi í Húsafelli. Gaman að sjá stærðarmunin.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
er að hausta snemma á þessu sumri .
4.6.2007 | 09:48


Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
myndarlegt .
1.6.2007 | 09:44
Í gær kom Viðar bróðir minn með photo shop fyrir okkur og setti inn í tölvuna, kenndi síða systur sinni á þetta ég er auðvita svo skýr að ég kann þetta allt saman strax .Mikið rosalega er gaman að leika sér með þetta, það er með ólíkindum hvað er hægt að gera, ég kem örugglega til með að nota þetta heilan helling.
já svo er bannað að reykja alstaðar núna he he jibbý .. til hamingju með það ..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
hún var hetja í mínum augum .
31.5.2007 | 09:11
![]() |
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íslendingar ALLTAF bestir!
30.5.2007 | 16:09
Kínversk stjórnvöld segja að þetta sýni svo að ekki verði um villst að Kínverjar hafi verið búnir að finna upp símann fyrir 1.000 árum.
Daginn eftir bárust þær fréttir frá Þýskalandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið ljósleiðara.
Stjórnvöld þar í landi segja og Evrópusambandið líka að þetta sýni að þjóðir meginlandsins hafi fundið upp stafrænar símstöðvar fyrir 1000 árum
Í gær bárust þær fréttir frá Íslandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m ofan í jörðina og fundið ekkert .
Íslensk stjórnvöld fagna þessu mjög og segja hafið yfir allan vafa að það hafi verið íslenskir landnámsmenn sem fundu upp þráðlaust kerfi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)