að lagast ..

mér sýnist veðrið vera að lagast eða sko veðurspáin þannig að kanski verður bara fínt ferðaveður Cool um helgina

yndislegt kvöld,

jæja sagði ég við kidda minn þegar ég kom heim úr vinnunni í gær ,eigum við að fara í gönguferð Winkmeð Bombu ( sem við reinum að gera á hverjum degi )já sagði Kiddi, eigum við ekki að keyra eitthvert til að geta leift henni að hlaupa frjálsri um  sem við gerum stundum  OK segi ég og við keyrum af stað, óvenju langt að þessu sinni fórum austur fyrir fjall Kiddi segir á leiðinni ,ég býð þér svo að borða einhverstaðar á leiðinni heim, mér leist vel á það og Kiddi tekur upp síman og pantar borð á Við fjöruborðið Smile kemur manni endalaust ó óvart þessi elska InLove. Við fórum og skoðuðum tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn og fórum í gönguferð þar rétt hjá í yndislegu veðri, örugglega ferlega fínt að vera með krakka þarna á tjaldsvæðinu við Úlfljótsvatn. Þegar við vorum búin að fara í göngu með Bombu var brunað á Eyrarbakka ( ég í skítugum íþróttaskómW00t) þar fengum við okkur frábæra máltíð , í forrétt fengum við okkur Nauta Carpaccio og í aðalrétt að sjálfsögðu humarGrin ( hvað annað)ferlega gott ummm, það eina sem ég get sett út á þennan stað er að humarinn hefði mátt vera hreinsaður og svolítið laus í skelinni  en hann var mjög bragðgóður. Það kom mér verulega á óvart að staðurinn var nánast pakkfullur af fólki og það á þriðjudagskvöldi.




Engin ferð ..

það er enginn útilega á döfinni um helginaCrying svona aðallega út af því að við erum að fara í tvöfalt fimmtugsafmæli á laugardagskvöldið Anna systir Kidda og maðurinn hennar eru bæði 50 á árinu svo að ekki dugar að stinga bara af í sveitina, Bjarni Freyr er nú svolítið svekktur því honum langaði að fara í nýja hjólhýsið ( hann hefur ekki prófað þetta nýja sko ) en það verður bara farið eitthvað um næstu helgi einn aukadagur þá Grin en Bjarni Freyr fer þá líklega ekki með fyrr en um þarnæstu helgi ( lítið hægt að gera í því ) ,hann er bara hjá okkur aðra hvora helgi (bömmer)  

Jóhann Helgi og Ragga eru að hugsa um að vera hjá okkur um helgina það er frábært Grin,það er svo langt síðan ég hef séð drenginn , hann slasaði sig um daginn í vinnunni þegar lyftari keyrði yfir fótinn á honum svo hann hefur ekki verið vinnufær í rúma viku en fer að vinna eftir helgina(Byko kef),heppin að ekki fór verr en fólk getur svo sem átt lengi í meiðslum þó svo að ekkert hafi brotnað  .Vonandi hitti ég Jóhann oftar þegar hann verður komin með bílpróf ,það er að styttast í 17 ára afmælið og prófið bara eins gott að drengurinn muni eftir að spenna beltið .

 Spennandi hvort að við náum að skipta um bíl fyrir helgi eða um helgina ,erum að vinna í því ,ætli Avensis verði ekki fyrir valinu. Ágætt að eiga þá Crúser og Avensis .. ég get allavega ekki sagt að ég hafi verið ánægð með Focusinn hann er of mikil dolla fyrir minn smekk ,en það er auðvitað bara mitt álit, við erum nú svolítið Toyota fólk 


bílakaup ..

Kiddi minn vill fara að skipta focusnum út og fá annan , mér líst  bara vel á það ég hef aldrei verið hrifin af hr focus .... en annars þá lít ég bara ferlega vel út eftir að ég fór með hákolluna í upplífgun ,,bara ánægð með etta.. 

sjáum til

skoðuðum nýja hjólhýsið hjá Matta og Maggý í gær  ,ferlega flott hjá þeim ...Til hamingju Matti og Maggý , seldum líka okkar gamla (tæplega ársgamalt ) í gær ,það var búið að standa hjá Ferðaval í  2 daga ,við fengum ásett verð möglunarlaust ,við getum ekki annað en verið ánægð ..

 Er að fara í litun og klippingu á eftir, er nú bara vön að lita sjálf svo að það verður forvitnilegt að sjá hvernig tekst til Sjáum til á morgun .. 

Svo ef ykkur langar að vita það þá er ég búin að setja inn myndir frá síðustu helgi svo að hægt er að skoða nýja húsið þar .. 


humm

ef Kiddi fær svona hjól ( ég verð auðvitað hnakkaskrautið )

2006_eagle2

 

 

 

 

 

 

 

á ég þá ekki að fá svona til að  fara á í vinnuna  

2446 


á seinustu stundu ..

það var áveðið að fara með Matta og Maggý á Arnarstapa á snæfellsnesi en áður en við lögðum af stað á föstudaginn var áveðið að skipta um skoðun og fara á tjaldsvæðið á Laugalandi í Holtum ( bara næsti bær við Wink), fínt svæði og snyrtilegt: Við fengum þetta fína veður ,hlítt , vindlaust og stundum sól en rigningu á nóttinni svona rétt eins og þetta á að vera ,eitthvað klikkaði þó með vatnsmagnið sem fylgdi rigningunni því að það var svo mikið að marksíurnar hjá okkur sem ekki voru teknar niður eins og lög gera ráð fyrir duttu niður undan vatnsþunganum og skemmdust lítillega .

Nýja hjólhýsið varð auðvitað svakalega fínt og gott og mamma og pabbi skemmtu sér bara mjög vel enda ekki nema von með svona skemmtilegum ferðafélögum eins og okkur  Grin


föstudagur

Nú er verið að hugsa um hvert eigi að fara um helgina með nýja húsið í eftirdragi ,því veðurspáin segir að það sé rigning næstum alstaðar en "enginn er verri þó hann vökni" stendur einhverstaðar . Mamma og pabbi koma með okkur um helgina, þau eru nú ekki mikið útilegufólk svo að það verður spennandi að vita hvernig þeim líkar að vera í hjólhýsi, í gær var búið að ákveða að líklega væri best að bruna á Arnarstapa en hvað verður svo er ekki gott að segja 

alllt að gerast

Nýja hjólhýsið mætir í innkeyrsluna hjá okkur LoLað öllum líkindum á dag, þá verður hægt að fara að gera það klárt fyrir næstu helgi því auðvitað förum við eitthvað með það , eigum bara eftir að selja hitt sem er er ekki nema tæplega ársgamalt .

Kiddi minn er með mikla mótorhjóla dellu um þessar mundir og er staðráðin í að kaupa hjól næsta sumar ég gerist þá afar huggulegt hnakkaskraut hjá honum því ekki er ég með próf og hjólið sem hann vill er af stæðstu gerð svo að ekki gæti ég keyrt hjól að þeirri stærðargráðu ,

hann vill auðvitað að ég haldi bara utan um hann ,,he he. ef við kaupum svona hjól þá er auddað spurning um hvort að senna verði ekki að kaupa annað hjól og ég hendi mér í próf HA

þetta kallar auðvitað á það að byggja bílskúr því ekki vil ég að stærðarinnar hjóli verði plantað í stofuna  

það er hægt að sjá myndir að nýja hjólhýsinu og hjólinu sem minn heittelskaði er að missa sig yfir á síðunni hjá mínum yndislega eiginmanni ... 


Þórisstaðir ..

Vorum með hjólhýsið á Þórisstöðum um helgina, það var ágætt að vera þar, þetta er svona la la svæði, það var allavega sól og hiti en á aðfaranótt laugardags þá hvessti svo svakalega að fólk sem var í tjöldum var í vandræðum og var á ferðinni að festa betur til að reina að komast hjá því að allt fyki um koll , eitt tjald fauk alveg og gafst sá sem það átti upp og fór heim , svo var fínt veður um morgun. mikið rosalega er hjólhýsi frábær uppfinning maður finnur ekki mikið fyrir svona veðri ( smá hristingur ) en Kiddi fór samt út um miðja nótt til þess að staga sóltjadið niður , ekki vildum við að að fyki út í buskann ( ekki hún Ísabella)  

Litli bróðir minn á afmæli í dag til hamingju með daginn Viðar hann er  stærri en ég  og er samt litli bróðir Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband