hálkulaust þá má ég ...
22.11.2008 | 17:07
Jamm hálkulaust áðan og þá má ég fara út í smá gönguferð, fékk Bjarna Frey til að koma með mér því ég treysti mér ekki ennþá til að halda í báða hundana, fórum nú ekki langt vorum örugglega 20 mínútur sem er betra en ekkert vonandi kemst ég í lengri ferðir síðar .
Ætluðum niður á Austurvöll í dag en einhvernvegin varð ekkert úr því kannski líka best ég þoli svo illa kulda eftir slysið, fylgdust með í sjónvarpinu í staðin, ótrúlegt hvað fólk hefur mikla þörf fyrir að grýta alþingishúsið með allskyns drasli í hvert einasta skipti þegar þessi annars friðsömu og svo mjög þörfu mótmæli eru, mér finnst það til háborinnar skammar.
Athugasemdir
Það er gott að þú komst út að ganga í 20 mínútur. Það er örugglega framför og seinna getur þú meir. Ég var á Austurvelli og sá aðeins fólk sem sýndi samhug og hegðaði sér vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.11.2008 kl. 16:52
Það er því miður tilhneiging til að beina myndavélunum að fíflunum 3 sem alltaf leynast inn á milli.
Kristín Guðbjörg Snæland, 25.11.2008 kl. 14:47
Finnst þú vera dugleg að koma þér út og ganga. Allt er betra en ekkert. Farðu vel með þig stelpa!
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 25.11.2008 kl. 21:01
Fardu mjög gaetilega med zig kona. Haegt og sígandi verdur zú ordin spraek og hraust eftir bílslysid.
Svo eru bara ad skella á jólin ....
www.zordis.com, 26.11.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.