hvað er í gangi þarna ..,

Hvað er að gerast ,,  Ég skoðaði þetta myndband og táraðist og fylltist viðbjóði ,gat ekki hugsað um annað ef þetta hefði nú verið minn drengur sem var ráðist á( sem betur fer ekki) . Börn sem gera svona lagað hljóta að vera í miklum vanda, þvílík heift. Ætli þessum ungu mönnum hafi þótt þetta flott og fínt að geta sýnt þetta , þeir eru ekki að gera sér grein fyrir að það er ansi stutt á milli lífs og dauða og þetta myndi ég kalla tilraun til manndráps,en líklega er það ekki það sem þeir höfðu í huga eða gerðu sér grein fyrir að gæti gerst. Drengurinn sem var fyrir árásinni hlýtur að vera með skelfilega áverka þetta er óhugarlegt og af hverju stoppaði engin þetta, hverskonar þjóðfélag er þetta að verða ..


mbl.is Gerðu myndband af líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Foreldrar þessara drengja hafa ekki sinnt skyldum sínum og nært börnin sín andlega. Eðlileg börn gera ekki svona. Þessi manndrápstilraun var greinilega vel skipulögð hjá þessum ungu glæpamönnum, ég skil bara ekki hvernig það fór framhjá Njarðvíkurskóla þegar fórnarlambið var lokkað á vígvöllinn!

Óttaslegin (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:31

2 identicon

Ég legg einnig til að lögreglan, þá sérstaklega þarna á Suðurnesjum, skoði vel allar þessar bloggsíður unglinga eins og þessara þriggja þar sem auglýstir eru slagir. Reyni að fyrirbyggja þessa hluti með þvi að grípa fyrr í taumana, það er greinilegt að margir foreldrar (eins og þessara þriggja drengja) eru ekkert að spá í uppeldinu.

Óttaslegin (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:39

3 identicon

1 lagi, Þetta var ekki skipulagt , ekki á neinn hátt
2 lagi, Þeir eiga ekki "Bloggsíðu" Og slagir eru MJÖG sjaldan auglýstir í gegnum netið nema þá á "MSN,,

3 lagi , gaurin sem var lamin hótaði að lemja 10 ára krakka og var að fara gera það , þessi í röndóttu peysuni var eldri bróðir hans

Albert (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 02:08

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Þetta er hræðilegt. Þetta er orðin skelfilegur heimur sem krakkarnir okkar þurfa að takast á við. Allt of mikið ofbeldi. Hvernig getum við brugðist við?

Kristín Jóhannesdóttir, 21.11.2008 kl. 08:23

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Berjann, berjana þetta eru orð sem hrynja úr munnum barna og unglinga í dag....því miður þá gera margir  þau að veruleika.

Allir sem að unglingum koma þó fyrst og fremst foreldrar ættu að taka í taumana.

ÞAÐ ER EKKERT SEM AFSAKAR AÐGERÐARLEYSI Í SVONA MÁLUM.....auðvitað væri besta að einstaklingarnir sem þarna koma við sögu gerðu sér grein fyrir því sem þeir eru að gera.

Ég hef ekki séð myndbandið.

Solla Guðjóns, 21.11.2008 kl. 09:18

6 identicon

Þessi yngri bróðir er snarvitalaus og er örugglega ekki saklaus af einhverju þó hann kannksi eigi ekki skilið að vera lamin af sér eldri og eldri bróðirinn er einnig þekktur fáráðlingur og EKKERT  afsakar svona ofbeldi!!

Linda (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:27

7 Smámynd: Rebekka

Albert, er þá lausnin að fara og berja strákinn í klessu?  Mhm, einmitt, það ætti að kenna honum að ofbeldi borgar sig ekki....

Þetta vindur bara upp á sig í staðinn.

Rebekka, 21.11.2008 kl. 10:12

8 Smámynd: Margrét M

já sammála .. ofbeldi er ekki lausnin

Margrét M, 21.11.2008 kl. 10:24

9 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta er hrikalegt, ég vona bara að þessir drengir komi til með að fá viðeigandi aðstoð

Kristberg Snjólfsson, 21.11.2008 kl. 11:27

10 identicon

Það á að birta nöfn þessara drengja, það vill til að ég veit hverjir þarna voru að verki eins flesti hérna á suðurnesjum og þeir eiga ekki eftir að geta litið framan í nokkurn mann. Þeir eru ekki þekktir af góðu.

Linda (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:03

11 Smámynd: Margrét M

Linda ég held að það væri betra að drengirnir fái viðeigandi leiðsögn og hjálp þannig að þeir geti fengið séns til þess að breyta rétt

Margrét M, 21.11.2008 kl. 15:47

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós yfir til þín og megi það fylla vitund þína alla kæra margrét og alla aðra

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 20:30

13 identicon

Ég hafði ástæðu til þess að æsa mig eins og ég gerði á mínu bloggi Margrét mín, það vill svo til að einn af árásardrengjunum stjórnaði hópárás á son minn í sama skóla fyrir nákvæmlega ári síðan.  Það hefur greinilega ekkert verið unnið í hans málum og hann ekki fengið þessa leiðsögn sem þú talar um.  Þú veist ekki hvernig þér verður um nema að upplifa það sjálf.  Ég hágrét yfir myndbandinu og varð snögg vond en svo rann það af mér og ég tók út færsluna.  Er þá ekki komin tími til að þú hættir að nota mig sem dæmi um slæmt foreldri sem ég er ekki.  Hvernig væri að taka út færslu hjá þér líka svo við séum jafnar að málum.

Elenora (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:05

14 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er skelfilegt og ég spyr mig stundum hve mikinn þátt amerískar bíómyndir hafa þátt í svona löguðu. Börn halda að það sem gerist í þessum myndum sé til eftirbreytni. Ég hef séð hér ásakanir á foreldra barnana sem gerðu þetta. Fólk ætti að fara sér hægt í því að ásaka foreldrana. Hver veit hvaða foreldri verður næst fyrir ógæfu og það geta verið foreldri sem sinntu sinni skyldu vel. Já, ég held að fólk ætti að forðast fordóma, því það veit ekki hvað hefur gerst á þeim heimilum, þaðan sem börnin koma.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.11.2008 kl. 01:07

15 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Steinunn, ég hafði ekki séð það sem þú skrifaðir og ég er viss um að þú ert gott foreldri. Um mál drengjanna veit ég ekkert en ég þoli ekki að fólk dæmi foreldra strax.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.11.2008 kl. 01:10

16 Smámynd: Margrét M

kæra Elenora ég lagfærði bloggið eins og þú lagðir til , ég er viss um að þú ert gott foreldri og þetta sýnir líka að það geta aðrir orðið reiðir en þú... var ekki að nota þig sem dæmi um slæmt foreldri ég nafngreindi engan og var aðeins að vísa í að ef foreldrar yfirleitt tala svona þá eigum við ekki von á góðu frá börnum okkar en allavega ef ég hef sært þig Elenora eða einhvern annan þá biðst ég afsökunar á því .. 

Margrét M, 22.11.2008 kl. 10:34

17 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég ætlaði að beina orðum mínum til Elenor en ekki Steinunnar. Ég er viss um að hún er gott foreldri líka og eins og ég sagði það á ekki alltaf bara að kenna foreldrum um. Ég held að flestir foreldrar geri sitt besta.

Bestu kveðjur til þín Margrét mín og ég er ekki hissa þó þú hafir tárast. Sem betur fer hef ég ekki séð bandið.þ

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.11.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband