Takk

Takk fyrir afmæliskveðjurnar ... Kiddi minn skilaði öllum þeim afmælis knúsum og koss sem hann var beðin um að skila svo ég fékk fullt af slíku í dag sem og aðra daga. Fékk marga góða gesti í dag sem fengu ágætar veitingar í tilefni dagsins.. 

Börnin og matarboðin

yngri krakkarnir okkar hafa verið með matarboð fyrir okkur í vetur einu sinni hvert. Þau elduðu öll rétti úr bókinni Ítalskir réttir hagkaupa sem kom út fyrir síðustu jól og þetta heppnaðist með eindæmum vel hjá þeim öllum, þau fengu örlitla hjálp frá hjálparkokkunum ( okkur foreldrunum mér og Kidda ) eins og þið sjáið á myndunum þá er ekki annð að sjá en þetta séu upprennandi snillingar í eldhúsinu.

Lilja Björt byrjaði í febrúar og var með parmaskinku með geitaostasósu í forrétt, naut(átti að vera kálfakjöt en var ekki til) Milanese með spaghetti í tómatsósu í aðalrétt og heita súkkulaðiköku með vanilluís í eftirrétt

c_documents_and_settings_kiddi_magga_desktop_lilja_b_img_6540

c_documents_and_settings_kiddi_magga_desktop_lilja_b_img_6532

Alma Glóð var svo næst 4 vikum seinna hún bauð upp á parmaskinku með geitaostasósu í forrétt, grillað nautaribay (sem var auðvitað grillað lítið til þess að steikin væri rear) með grilluðum kartöflum og í eftir rétt var hún með heita súkkulaðiköku með vanilluís.

img_6644

img_6701

Bjarni Freyr eldaði svo núna um helgina hann bauð upp á Parmaskinku með geitaosti og rucola salati í forrétt og í aðalrétt var hann með grillaðar nautalundir með rucola salati dass af balsamic edik og ferskur parmesanosti yfir kjötið var kryddað með nautakjötskryddi Argentínu og grillað létt þannig að allir fengu steikina rear og í eftir rétt var hann líka með hina sívinsælu heitu súkkulaði köku en hann vildi bara vera með fersk jarðarber með .

img_7665

img_7708

þeim fannst þetta svo rosalega gaman að það er búið að ákveða að gera þetta aftur næsta vetur og okkur er nú bara farið að hlakka til öllum, gaman að fá svona góðan mat eldaðan af svona góðum kokkum .  hér eru linkar á myndir af matarboðunum Bjarni Freyr  Alma Glóð  Lilja Björt en þessar myndir eru á síðuni hans Kidda míns.

 


Fórum í bíltúr .

Fórum í bíltúr í góða veðrinu í dag, tókum yfir 400 myndir, set inn nokkrar í albúm sem heitir "vetrarmyndir í mars 2008"það vorum margar frábærar myndir . hér er smá sýnishorn

Bjarni Freyr og Kiddi á Þingvöllum

ég og Tívolí

 


jammarinn sko.

eða kannski bara lélegur djammari. Okkur var boðið út að borða og í leikhús með vinnunni minni á fimmtudagskvöldið, fórum á Rossopommodoro og svo á Sússi kristur súperstjarna, það kom mér á óvart hversu gott verk þetta er þar sem ég var búin að heyra annað, heyrði að Krummi getur sungið ( hef nefnilega bara heyrt hann öskra)en þetta var bara fínt. Í gærkvöld var okkur boðið af tengdaforeldrum mínum á árshátíð hjá Brigde ( er fjárfestingafélag sem við erum í ) hún var haldin í Gullhömrum. Maturinn var frábær, Gunni Helga var veislustjóri og fórst honum það vel úr hendi . Við stemmdum á að vera komin heim seint og ég sagði við Bjarna Frey að við yrðum örugglega ekki komin heim fyrr en í fyrta lagi svona un eitt eða tvö ..En þar sem við erum svo miklir djammarar þá vorum við komin heim um ellefuleitið Tounge dugleg við he he. jæja kannski verðum við duglegri í djamminu síðar.   

fyrsta snyrtinginn.

Við tókum Tívolí í fyrstu almennilegu snyrtinguna í gær,hún var skafin, reitt og rökuð eins og vera ber, þá breittist hún ansi mikið og er komin með dálítið schnauzer útlit , þetta tók okkur hjónin 2 klukkutíma,, set inn fyrir og eftir myndir .

Fyrir -Tívolí tæpl. 15 vikna gomul orðin dálítið mikið loðin .

 Tívolí

er að klára .

 

Eftir- Tívolí orðin fín og sæt , hún var það svo sem fyrir en komin með schnauzer útlit núna.


krútts

Bomba að sýna

Bomba

Tívolí

Tívolí

Tívolí

þetta eru nú meiri krúttin..


Brúðkaupsafmælið.

 

Ég og Krútti minn áttum brúðkaupsafmæli í dag . Það eru tvö yndisleg ár síðan við giftum okkur . við skeltum okkur á veitingahúsið Ítalía í tilefni dagsins og buðum stelpunum okkar með og áttum hreint alveg yndislegt kvöld , ég geri ráð fyrir að frekari hátíðahöld bíði betri tímaWizard. Það er ekki annað hægt en að gera eitthvað í tilefni dagsins þegar maður á svona yndislegan mann , takk ástin mín InLove þú ert einstakur.

 

  

 


sýninginn

Bomba fékk ekki eins góða dóma í dag eins og síðast, ræktandanum og fleirum fannst þetta afar undarlegt, þetta skiptir kanski ekki máli því fróðir segja að dómararnir séu afskaplega mismunandi og dæmi misjafnlega, margir fengu slaka dóma í dag hjá þessum dómara sýndist mér það er víst afar misjafnt hverju dómarar eru að leita eftir .

Við sýnum væntanlega ekki á júní sýninguni, getum auðvitað ekki tekið frí frá útilegum en mætum á október sýninguna með báðar tíkurnar..


stend á haus ..

nei ekki alveg, en í nýju vinnunni, fékk svo sem ekki of mikla kennslu., það hefur ekki verið farið í kaffi eða neitt slíkt í síðustu viku bara í hádegismat í c,a 15 mín semsagt límd við skrifborðið. Þetta er náttúrulega rugl og verður vonandi betra fljótlega .Get ekki gert að því að efast pínu um þennan vinnustað að svo komnu máli, mikið hefur verið um uppsagnir þar undanfarið svo að ekki er skrítið að maður efist pínuUndecided, það er greinilega meira um uppsagnir þar en ég hélt . Þetta kemur allt í ljós.

Bomba fer á hundasýninguna í dag, það verður gaman að vita hvað kemur út úr því en eins og sýðast kem ég til með að rölta með hana fyrir framan dómara . Skrifum kannski inn úrslit í kvöld  .

Hvað er með þennan snjó á að snjóa endalaust ? það er orðið ansi langt síðan svo mikið hefur snjóað .


kom á óvart

Fórum á tónleikana með Þursaflokknum í gær ,mikið djö.... voru þeir góðir , komu verulega á óvart LoL .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband