þá er komið að því ..
23.2.2008 | 10:43
þá er komið að því að byrja á fullu í nýju vinnunni, var seinasta daginn í gömlu vinnunni í gær. Eins og þar er siður var ég leist út með kveðjugjöf, það var lítið fallegt málverk sem hefur fengið sinn stað heima hjá mér. Á mánudaginn tekur alvaran við á nýjum vinnustað og ég verð að standa á eigin fótum þar á þriðjudaginn en það verður vonandi í lagi. Það er ágætt að skipta svona algerlega um starfsvettvang. Á nýja staðnum er ég að fara að sjá um tollafgreiðslu og gjaldkerastarf fyrirtækisins, ég hefði svo sem alveg viljað minka við mig niður í 80% starf, en þetta varð fyrir valinu og þar við situr, er allavega laus kl 4 á daginn ..
Var að horfa á þáttinn Bandið hans Bubba í gærkvöldi sem var alveg ágætur þáttur, kannski einum of mikil stæling á Rockstar Súpernova sem Magni kom fram í en hvað um það , mikið skelfilega er ljótt að sjá menn eins og Björn Jörund með skyrtuna hneppta niður á miðja bringu bjakk ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað hann minnir mig á svona klæddur. hefði kannski verið í lagi ef hann væri 18 ára en maðurinn er dulítið mera en 18 .
Kiddi minn fór með Tívolí til læknis og líklega ekkert er að dömunni annað en órói í maganum, það er nú gott að vita að þetta sé bara í lagi .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
vikublogg
16.2.2008 | 10:54
ætlaði að dorma upp í rúmi en Tívolí og Bomba voru með svo mikil læti að ég gafst upp og þegar ég kom niður aftur þá lagðist Tívolí við fæturna á mér og sofnaði notaði inniskóinn minn fyrir kodda, svo mikið krútt . Tívolí virðist ekki alveg vera í lagi þ.e.a.s það er líklegt að hún sé með eitthvað ofnæmi sem lýsir sér í þannig að hún andar eins og henni sé ofur heitt og hóstar annað slagið á meðan núna í vikuni var þetta svona í c.a hálfan sólarhring okkur fannst þetta heldur óeðlilegt svo ég hringdi í dýralækni í gær til að vita hvort að þetta gæti mögulega talist eðlilegt, dýralæknirinn sagði svo ekki vera og taldi líklegt að hér væri ofnæmi á ferðinni sem gæti verið erfitt að meðhöndla, vildi bara fá að skoða hana áður en meira væri sagt, ég vona bara að þetta sé í lagi og við förum auðvitað með loðna barnið til læknis.
Á valentínusardaginn þegar kom ég heim úr vinnunni beið eftir mér stærðarinnar blómvöndur frá mínum yndislega eiginmanni hann er svo yndislegur þessi elska að það er með ólíkindum, unaðslegt að eiga þennan mann hann er svo mikið krútt.
Núna er ég búin að fara yfir það sem þarf með starfsmanni sem tekur við af mér í gömlu vinnuni minni og er farin að gera ekki neitt nema að finna mér lausa tölvu skoða blogg og fréttir og láta mér leiðast og láta daginn líða, þannig að það hlítur að fara að líða að því að ég geti farið að byrja að fullum krafti í nýju vinnuni, enda verður maður frekar áhugalaus í gamla starfinu um leið og maður er búin að segja upp .
Ekki mikill tími fyrir bloggið.
10.2.2008 | 10:40
Það hefur ekki verið mikill tími fyrir blogg eða bloggrúnta þessa dagana svona rétt á meðan ég er að kenna mitt gamla starf og læra það nýja, slökkt á msn-inu þar til ég tek alveg við því nýja ..
Forvitnin rak okkur hjónakrúttin til Njarðvíkur í gær til góðra vina okkar sem urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að hjólhýsið þeirra(sem þau keyptu í haust) fauk á nýja jeppann þeirra úff .hjólhýsið þeirra ónýtt og jeppinn stórskemmdur en sem betur fer urðu eingin meiðsl á fólki það er fyrir mestu og tryggingarnar bæta væntanlega tjónið en ofboðslega svekkjandi að lenda í þessu . Þau buðu upp á nýbakaðar pönnukökur með rjóma umm rosa gott , takk fyrir mig .
Ekki stoppuðum við lengi þar sem að minn heittelskaði hafði pantað borð fyrir okkur snemma í vikunni á góðum stað sem hann vildi ekki uppljóstra, svo við gerðum okkur fín og sæt ( eru það svo sem alltaf ) og leigubíll sótti okkur og keyrði okkur í Perluna þar sem við snæddum af matseðlinum "allt í steik" það var parmaskinka í forrétt svo humarsúpa svo nauta fille og loks súkkulaði frauð þessu var skolað niður með ágætu rauðvíni sem þjónninn mælti með loks fórum við á barinn og fengum okkur kaffi .. þetta var hin besta máltíð þjónninn hefði getað gert betur með vínið en það var samt alveg ágætt , gaman að vera boðið svona út af elskunni sinni af og til ,lífgar svo upp á tilveruna sem er svo æðisleg annars eftir að ég kynntist þessari elsku sem er eiginmaðurinn minn.
Tívolí stækkar með ógnar hraða og er farið að trítla upp og niður stigana þó svo að hún sé aðeins tæplega 11 vikna gömul, bætir við sig tæplega hálfu kílói á viku algjört krútt. En því miður kom hún með flösumaur með sér þegar hún kom til okkar blessunin og smitaði Bombu líka, það hefur verið meðhöndlað af dýralækni núna og er bara í lagi í dag. Flösumaurinn kom í gotið með hvolpi sem kom úr en öðru goti en ræktandinn var svo elskuleg að taka hann inn í sitt got þar sem að hann var að verslast upp en braggaðist fljótt með fóstur systkinum sínum en bar því miður með sér flösumaur sem smitaðist í hina hvolpana en uppgötvaðist ekki fyrr en eftir að þeir fóru á ný heimili svo að ekki er við ræktandann að sakast, þetta er ferlegt sjokk fyrir ræktandann held ég að komast að þessu þegar búið er að láta hvolpanna frá sér líka vegna þess að þetta er tiltölulega auðvelt að meðhöndla en því miður smitast þetta á milli dýrana svo að það varð líklega fullt af hundum sem smitaðist allt vega þess að sá sem átti hvolpinn sem var tekin aukalega í gotið lét ekki vita um leið og þetta fannst hjá honum, dulítið fúlt og svekkjandi .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
er hér sko
5.2.2008 | 20:56
svo krúttlegt
27.1.2008 | 16:36
Kiddi lá með Tívolí í fanginum á laugardaginn Bomba var ekki alveg á því að þetta nægði og skellti sér líka í að kúra hjá pabba,
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tivoli og Bombu fréttir
23.1.2008 | 21:21
Tívoli stækkar hratt þessa dagana við vigtuðum hana í kvöld og hún var búin að bæta við sig 35o grömmum á 6 dögum .
Bomba er voða góð við Tívolí og passar hana vel, það er ferlega gaman að fylgjast með þeim þegar þær eru að leika sér, svo borða þær saman líka og Bomba þvær Tívolí í framan þega þær eru búnar. Bomba lætur vita ef maturinn er búin úr skálinni eða ef Tívolí gerir stykki sín á gólfið svo passar hún voða vel að Tívolí detti ekki fram úr sófanum ef hún sefur þar, annars er stubbalína farin að hoppa niður úr sófanum sjálf og reina fara niður stigan í stofuna.
ekki seinna vænna að fara að kenna Tívolí að standa , hún verður nú líklega ekki sýnd fyrr en í október en Bomba verður sýnd aftur í mars ég skráði hana áðan verðum náttúrulega að fara aftur fyrst hún fékk meistarastig
Lífstíll | Breytt 24.1.2008 kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hundasýning- meistaraefni.
19.1.2008 | 17:57
Deildarsýning schnauzerdeildar hundaræktunarfélassins fór fram í dag. Ég sýndi Bombu í ungliðaflokki , hún fékk fyrstu einkunn, varð í fyrsta sæti í tíkar-flokki og það sem meira er hún fékk fyrsta meistarastigið sitt. Þetta er ekkert smá gott fyrir svo ungan hund sem er þar að auki sýndur af manneskju sem er að sýna í fyrsta skipti. Hálfbróðir Bombu varð besti hundur sýningar, það er ekkert smá gott líka þar sem hann er í sama aldursflokki og Bomba . Það er ljóst að rakkinn sem er pabbi þeirra er að gefa af sér undurfagra hvolpa, hann var fengin að láni erlendis frá og var hér í eitt ár held ég ..
fleyri myndi af sýninguni í albúmi hér
svo er hér tvær sætar af nýjasta meðlim fjölskyldunar, henni Tívoli sofandi á hvolfi.
Undarlegt hvernig hvolpar sofa stundum.
Lífstíll | Breytt 20.1.2008 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Vantar þig ódýrt flug frá Egilstöðum ..
18.1.2008 | 16:26
![]() |
Sæti losnaði í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tivoli
17.1.2008 | 22:50
Tívoli er komin heim ,algjör dúlla. Bomba var nú voða góð við hana .Við byrjuðum á því að setja hana í búrið hjá Bombu og allir fóru að sofa en við vöknuðum við gelt í annari hvorri erum hreint ekki viss í hvorri það var en þar sem það nægði ekki að sussa á þær þá settum við Tívoli í annað búr og Tívoli svaf svo í alla nótt, heyrðist ekki múkk í henni þannig að við höfum þær líklega saman næstu nótt enda verða þær búnar að kynnast betur þá .Það er greinilegt að þau hjá Svartskeggsræktun umhverfisvenja hvolpana mjög vel.
Lífstíll | Breytt 18.1.2008 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
snjó- Bomba
16.1.2008 | 21:18
Bomba fór út að leika með stelpunum í dag , það var ekkert smá snjór sem festist á henni ..myndirnar segja allt sem segja þarf ..
Lífstíll | Breytt 17.1.2008 kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)