bíltúr .

Skruppum í góðu veðri (í kópavogi) í bíltúr, fórum í Krísuvík stoppuðum smá stund við Kleifar vatn og þaðan út á Reykjanes en viti menn það var hífandi ROK, borðuðum nesti á bak við hól því þar var aðeins minna rok höfðum nefnilega með okkur afgang af afmælisköku skoðuðum svo útsýnið á Reykjanestánni en okkur fannst of mikið rok til þess að nenna að fara upp með stelpurnar til að leifa þeim að sjá rústirnar að gamla vitanum ( gerum það bara næst) , stoppuðum svo seinast til að leifa stelpunum að trítla á brúnni milli Evrópu og Ameríkuflekans sem þeim þótti töluvert merkilegt. Þegar við komum aftur heim þá var auðvitað ennþá logn í Kópavogi. Auðvitað var tekið töluvert magn af fínum myndum og aldrei að vita nema nokkrum verði skellt hér inn . 

afmæli dagsins í dag ...

Hvolpar Jæja þá er nú þessi afmælismánuður að líða undir lok en í dag á stjúpdóttir mín afmæli og er tólf ára skvísa í dag. hún var vakin með afmælissöng og pínu litlum pakka sem var fallega innpakkaður en í pakkanum var ekkert nema miði sem á stóð auðvitað er þetta ekki rétta gjöfin kíktu fram á gang og þar beið rétta gjöfin hún fékk nefnilega alveg eins og systir hennar fékk þegar hún átti afmæli þann 8 apríl en við ákváðum að láta hana halda að hún fengi eitthvað allt annað en þær fengu Helys hjóla skó... Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Alma Glóð mín ..

En ekki halda að þetta sé búið ó nei hún systir mín á afmæli í dag líka, Innilega til hamingju með afmælið elsku systir mín ...

en nú hlýtur að fara að koma að því að við getum farið að skottast með hjólhýsið út og suður þ.e.a.s ef olíuverðið fer ekki út fyrir hið óendanlega    


veisla

það var margt í heimili hjá okkur um helgina Jóhann Helgi og Bára kærastan hans voru hér,það er svo gaman þegar stærri strákarnir koma líka, auðvitað nýttum við okkur það og fengum þau til þess að bóna hjólhýsið sem þau gerðu með tilþrifum en þau fengu að þvælast um á okkar bíl í staðin ( Jóhanns bíll er pínu bilaður) .Jóhann Helgi og Bára það vantaði bara Kristófer um helgina en hann mætti í afmælið svo hann kom allavega. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tívolí lúllar úti

Tívolí svaf útí á lóðinni  á bakinu í góða veðrinu um helgina

 

 

 

 

 

 

Áður en aðalundirbúningurinn fyrir afmælisveisluna fór fram settist ég niður með Bjarna Frey til þess að hjálpa honum með stærðfræðina og hvað haldið þið það var brotareikningur í boði ( ó mæ) það átti að stytta og lengja brot og leggja saman eða draga frá, hvurs lags ég man ekki eftir að hafa lært að stytta eða lengja brot hvað er í gangi maður kann varla að hjálpa..    

bakstur

 

 Frúin í bakstri, þarna urðu til Pizza snúðar sem eru furðu vinsælir hjá börnunum.

 

 

 

 

 

 Sunnudagurinn byrjaði ansi snemma eða kl 6.40 með smá uppákomu,sem betur fer fór allt vel, fer ekki nánar út í það hér við  hefðum samt þurft að vakna 20 mínutum síðar því Lilja Björt var átti að fara að keppa á handboltamóti fyrir hádegi það byrjaði á frekar leiðinlegum tíma eða kl 8 stundvíslegaSleeping

nammÞað var haldið þrefalt afmæli hjá okkur í gær fyrir Lilju Björt, Ölmu Glóð og Bjarna Frey. Ég var búin að baka nokkrar tertur og eitthvað fleira gúmmelaði.

 

 

 

 

Allir tróðu vel í sig held ég allavega var Bjarni Freyr að kvarta yfir að vera búin að borða yfir sig.Eftir afmælið fórum við hjónin í að ganga frá og þrífa, vorum búin að öllu um 8 leitið voðadugleg svo kom Jói Egils og hjálpaði okkur smá með að reina að klára meira af tertunum 

afmælisbörnin

 

 

 

Hér eru afmælisbörnin 3

 

 

 

 

 

IMG 7875

 

 

 Hér er hluti af afmælisgestunum

 

 

 

 

 

 

Jói og Bára

 

 

Jóhann Helgi og Bára hreiðra um sig í afmælinu..

 

 

 

 

 

IMG 7857

 

 

Glatt á hjalla

 

 

 

 

 

 

IMG 7878

 

þetta lítur ekki út fyrir að vera vont á bragðið..

 

 

 

 

 

 

IMG 7870

 

 

mamma og pabbi 

 

 

 

 

 


Geðilegt sumar.

Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn kæru vinir .

snyrt- og vikt

Var aðeins að snyrta Bombuna mín í fyrrakvöld sem er svo sem ekkert nýtt en mér fannst eitthvað svo skrítnar augnabrúnirnar á henni, við nánari skoðun sá ég þá að það vantar í brúnirnar, líklega er þá prakkarinn hún Tívolí búin að rífa bita af henni en svo sem ekki mikill skaði skeður fyrst við erum ekki að fara á sýninguna í júní, ég var svo sem búin að hugsa um daginn ferlega eru druslulegar augnabrúnirnar á Bombu en spáði svo sem ekki meira í það fyrr en nú .

Ég viktaði þær Tívolí og Bombu í gær þær eru orðnar nákvæmlega jafnþungar 6,3 kg og Tívolí er rétt að verða 5 mánaða, Tívolí er líka svolítil bolla það þarf að passa að mæla það sem hún fær, getur étið endalaust og Bomba má ekki vera grennri það þarf að passa vel að hún borði svona er þessu misskipt hjá hundunum eins og okkur mannfólki..  


komið

jamm rafvirkinn var að bögglast við þetta lengi lengi en allt í einu datt honum það snjallræði í hug að taka öll öryggin úr og vita hvað gerðist og viti menn bilunin fundinn á einhverju allt öðru öryggi, og þá fann hann líka út að öryggin eru ekki rétt merkt þannig að öryggi fyrir eldhúsið heitir herbergiog öryggið fyrir þvottahúsið heitir eldhús. þess má geta að þetta er æva gömul öryggistafla sem stendur til að endurnýja en ekki er hægt að sjá hvort öryggin eru í lagi eða ekki, bæði Kiddi og rafvirkinn voru búnir að skoða og sáu ekki annað en að öryggin væru í lagi við getum því sofið róleg í nótt án þess að vera með áhyggjur af því hvort að einhver vír væri í sundur á milli hæða sem neistaði rafmagni. Þar er sem sagt allt í góðu lagi núna en búið að eiða löngum tíma í spekuleringar og rífa í sundur rafmagnsdósirnar á öllum tenglum og ljósum í eldhúsinu og í þvottahúsinu svo var þetta bara öryggi LoL. Næsta verkefni fyrir rafvirkjann hjá okkur verður að skipta um rafmagnstöflu þegar við komum til með að leggjast í breytingar á neðri hæðinni, kannski á þessu ári ef við verðum heppin, hann veit allavega hvert vírarnir liggja hérWink  

Rafmagn

það varð allt í einu rafmagnslaust í eldhúsinu hjá okkur og ekkert finnst að, rafvirkinn er komin og klórar sér bara í hausnum . Eldavélin ísskápurinn örbylgjuofninn uppþvottavélin og allt annað sem er í eldhúsinu er rafmagnslaust síðan um miðjan dag og í rúmar klukkutíma var ekkert rafmagn heldur í þvottahúsinu sem er við eldhúsið (þar er frystikistan)Frown. það er vonandi að það finnist út úr þessu í kvöld

veisluhöld

nei það er ekkert lát á veisluhöldum. Við erum að fara í fimmtugsafmæli á föstudaginn og 4 ára afmæli á Laugardaginn svo eiga Alma Glóð og Inga systir afmæli þann 30 apríl .. það er nóg að gera í essu sko ..

Sá Þriðji í röð

jæja gott fólk sá þriðji í röð er í dag því  í dag á yndisleg stjúpdóttir mín hún Lilja Björt 10 ára afmæli c_documents_and_settings_kiddi_magga_desktop_lilja_b_img_6541.         

Til hamingju með daginn elsku Lilja Björt mín.


í dag

Bjarni Freyr minn á 13 ára afmæli í dag img_7665það munaði litlu að ég fengi hann í afmælisgjöf.                                        

ég óska þér innilega til hamingju með afmælið elsku Bjarni Freyr .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband