bíltúr .
2.5.2008 | 10:42
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
afmæli dagsins í dag ...
30.4.2008 | 08:27
Jæja þá er nú þessi afmælismánuður að líða undir lok en í dag á stjúpdóttir mín afmæli og er tólf ára skvísa í dag. hún var vakin með afmælissöng og pínu litlum pakka sem var fallega innpakkaður en í pakkanum var ekkert nema miði sem á stóð auðvitað er þetta ekki rétta gjöfin kíktu fram á gang og þar beið rétta gjöfin hún fékk nefnilega alveg eins og systir hennar fékk þegar hún átti afmæli þann 8 apríl en við ákváðum að láta hana halda að hún fengi eitthvað allt annað en þær fengu Helys hjóla skó... Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Alma Glóð mín ..
En ekki halda að þetta sé búið ó nei hún systir mín á afmæli í dag líka, Innilega til hamingju með afmælið elsku systir mín ...
en nú hlýtur að fara að koma að því að við getum farið að skottast með hjólhýsið út og suður þ.e.a.s ef olíuverðið fer ekki út fyrir hið óendanlega
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
veisla
28.4.2008 | 22:57
það var margt í heimili hjá okkur um helgina Jóhann Helgi og Bára kærastan hans voru hér,það er svo gaman þegar stærri strákarnir koma líka, auðvitað nýttum við okkur það og fengum þau til þess að bóna hjólhýsið sem þau gerðu með tilþrifum en þau fengu að þvælast um á okkar bíl í staðin ( Jóhanns bíll er pínu bilaður) .það vantaði bara Kristófer um helgina en hann mætti í afmælið svo hann kom allavega.
Tívolí svaf útí á lóðinni á bakinu í góða veðrinu um helgina
Áður en aðalundirbúningurinn fyrir afmælisveisluna fór fram settist ég niður með Bjarna Frey til þess að hjálpa honum með stærðfræðina og hvað haldið þið það var brotareikningur í boði ( ó mæ) það átti að stytta og lengja brot og leggja saman eða draga frá, hvurs lags ég man ekki eftir að hafa lært að stytta eða lengja brot hvað er í gangi maður kann varla að hjálpa..
Frúin í bakstri, þarna urðu til Pizza snúðar sem eru furðu vinsælir hjá börnunum.
Sunnudagurinn byrjaði ansi snemma eða kl 6.40 með smá uppákomu,sem betur fer fór allt vel, fer ekki nánar út í það hér við hefðum samt þurft að vakna 20 mínutum síðar því Lilja Björt var átti að fara að keppa á handboltamóti fyrir hádegi það byrjaði á frekar leiðinlegum tíma eða kl 8 stundvíslega.
Það var haldið þrefalt afmæli hjá okkur í gær fyrir Lilju Björt, Ölmu Glóð og Bjarna Frey. Ég var búin að baka nokkrar tertur og eitthvað fleira gúmmelaði.
Allir tróðu vel í sig held ég allavega var Bjarni Freyr að kvarta yfir að vera búin að borða yfir sig.Eftir afmælið fórum við hjónin í að ganga frá og þrífa, vorum búin að öllu um 8 leitið voðadugleg svo kom Jói Egils og hjálpaði okkur smá með að reina að klára meira af tertunum
Hér eru afmælisbörnin 3
Hér er hluti af afmælisgestunum
Jóhann Helgi og Bára hreiðra um sig í afmælinu..
Glatt á hjalla
þetta lítur ekki út fyrir að vera vont á bragðið..
mamma og pabbi
Lífstíll | Breytt 29.4.2008 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Geðilegt sumar.
24.4.2008 | 12:07
snyrt- og vikt
22.4.2008 | 15:26
Var aðeins að snyrta Bombuna mín í fyrrakvöld sem er svo sem ekkert nýtt en mér fannst eitthvað svo skrítnar augnabrúnirnar á henni, við nánari skoðun sá ég þá að það vantar í brúnirnar, líklega er þá prakkarinn hún Tívolí búin að rífa bita af henni en svo sem ekki mikill skaði skeður fyrst við erum ekki að fara á sýninguna í júní, ég var svo sem búin að hugsa um daginn ferlega eru druslulegar augnabrúnirnar á Bombu en spáði svo sem ekki meira í það fyrr en nú .
Ég viktaði þær Tívolí og Bombu í gær þær eru orðnar nákvæmlega jafnþungar 6,3 kg og Tívolí er rétt að verða 5 mánaða, Tívolí er líka svolítil bolla það þarf að passa að mæla það sem hún fær, getur étið endalaust og Bomba má ekki vera grennri það þarf að passa vel að hún borði svona er þessu misskipt hjá hundunum eins og okkur mannfólki..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
komið
10.4.2008 | 22:12


Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Rafmagn
10.4.2008 | 20:17

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
veisluhöld
9.4.2008 | 08:16
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sá Þriðji í röð
8.4.2008 | 08:15
jæja gott fólk sá þriðji í röð er í dag því í dag á yndisleg stjúpdóttir mín hún Lilja Björt 10 ára afmæli .
Til hamingju með daginn elsku Lilja Björt mín.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
í dag
7.4.2008 | 08:29
Bjarni Freyr minn á 13 ára afmæli í dag það munaði litlu að ég fengi hann í afmælisgjöf.
ég óska þér innilega til hamingju með afmælið elsku Bjarni Freyr .
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)