Vaglaskógur og ..
31.7.2008 | 14:01
um síðustu helgi vorum við á Blönduósi með skemmtilegu fólki og í yndislegu veðri, held að ég geti sagt að tjaldsvæðið á Blönduósi er eitt það besta á landinu helgina þar á undan vorum við í sveitasælu með samstarfsfólki Kidda allir í útilegu saman á bóndabæ eins starfsmannsins þar var hoppukastali fyrir börnin og partýtjald fyrir okkur hin og yndislega gaman.
Erum alveg að fara af stað í Vaglaskóg í dag það bíður eftir okkur pláss sem vel er passað vona ég verðum þar með sama fólki og við vorum með um síðustu helgi . Svo er stefnan tekin eftir helgi annað hvort á austfirði eða vestfirði hvoru megin sem betra veður verður. ´Nú er bara að vonast eftir góðu veðri til þess að eltast við Sjáumst
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
frí á næsta leiti
28.7.2008 | 12:30

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
hvenær verður þetta stoppað..
17.7.2008 | 08:36
Lífstíll | Breytt 18.7.2008 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
litli bróðir minn
16.7.2008 | 11:20

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
hverju orði sannara
15.7.2008 | 15:43
ég stal ég þessu hér fyrir neðan af síðu sem ég var að skoða vegna þess að mér finnst þetta vera hverju orði sannara, náttúrulega vegna þess að ég á 3 einmitt svona drengi .
Fyrir mæður drengja!!!
Drengir eru breytilegir að stærð, þyngd og lit.
Þeir eru alls staðar - uppi á öllu og niðri í öllu, klifrandi, hlaupandi og stökkvandi.
Mæður elska þá, eldri systur og bræður umbera þá,
fullorðnir virða þá ekki viðlits, og Drottinn verndar þá.
Drengur er Sannleikur með óhreinindi í andlitinu,
Viska með tuggugúmmí í hárinu og Von framtíðarinnar með ánamaðk í vasanum.
Drengur hefur matarlyst eins og hestur, meltingu eins og sverðagleypir,
orku eins og vasaatómsprengja, rödd eins og einræðisherra.
Hann er gæddur forvitni kattarins, ímyndunarafli skáldsins, feimni fjólunnar,
viðbragðsflýti veiðibogans, funa flugeldsins, og þegar hann býr eitthvað
til, hefur hann fimm þumalfingur á hvorri hendi.
Hann kann vel að meta rjómaís, hnífa, sagir, myndabækur, skóga, vatn
(í sínu náttúrulega umhverfi), stór dýr, pabba, bíla,
laugardagsmorgna og brunabíla.
Hann er lítið fyrir sunnudagaskóla, barnaskóla, myndalausar bækur,
spilatíma, hálsbindi, rakara, stelpur, frakka, fullorðna eða háttatíma.
Enginn er eins árrisull, og enginn eins síðbúinn til matar og hann.
Enginn nema hann getur troðið í einn vasa ryðguðum hníf, hálfétnu epli, þriggja
feta snærisspotta, þremur blossateinum, tuttuguogfimmeyringi, vatnsbyssu,
og dularfullu áhaldi, sem enginn þekkir nema hann.
Drengur er sannkölluð töfravera - þú getur lokað hann úti úr vinnustofunni
þinni, en þú getur ekki lokað hann út úr hjarta þínu. Þú getur fengið hann
burtu úr skrifstofunni þinn, en þú getur ekki fengið hann burtu úr huga
þér.
Það er eins gott að gefast upp strax - hann er fangavörður þinn, húsbóndi
og herra - freknóttur ólátabelgur. En þegar þú kemur heim á kvöldin með
allar borgir vona þinna og drauma hrundar, getur hann reist þær aftur með
tveim töfraorðum - "Halló mamma!"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
engin útilega
14.7.2008 | 11:09
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ömmur eru englar í dulargerfi
9.7.2008 | 08:58
Við ég og minn heittelskaði gerðum okkur lítið fyrir og þrifum og bónuðum báða bílana í gær (dugleg marr) það veitti sko ekki af það er dálítið langt síðan við nenntum að bóna, erum kannski pínu löt við að þrífa bílana, skelltum okkur svo í gönguferð á eftir, förum reyndar daglega í gönguferðir með hundana.. Það er að styttast í að við förum í smá sumarfrí, mikið rosalega hlakkar mig til að vera í fríi og elta bara veðrið(þar sem það er gott) og hafa það gott með börnunum ..
Ég var nú ekki búin að segja það hér en Jóhann Helgi minn ætlar að gera mig að ömmu snemma á næsta ári svo að þá verð ég komin í ömmur eru englar í dulargerfi hópinn þannig þá má ég gera barnið óþekkt og skila því svo he he ,, nei nei svoleiðis geri maður ekki en það sem meira er að þá verður Kiddi ská afi, ekki satt. Get ekki beint sagt að mér finnist ég vera nógu gömul til þess að verða amma en maður er ekki alltaf spurður að því hvað manni finnst
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
steik
8.7.2008 | 08:57
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
bara tvö..
4.7.2008 | 12:37


Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hellishólapakkið og Þórsmörk
30.6.2008 | 12:10
Við fórum með hjólhýsið á Hellishóla í fljótshlíð um helgina, þar sem við sáum um daginn að það væri líklega góður staður til þess að fara með krakkana á, við urðum heldur betur fyrir vonbrigðum þar sem þetta er ekki jafn gott og það lítur út fyrir að vera, við borguðum hæsta verð sem við höfum verið rukkuð um fyrir tjaldsvæði og sagt að það væri svo mikið innifalið, svo sem aðgangur í sturturnar og heitir pottar, við borguðum 5000kr fyrir okkur og 3 börn og svo 1000kr fyrir rafmagn í tvær nætur samtals 6000kr. Við komum húsinu fyrir og tengdum okkur í rafmagnið en ekki vorum við búin að vera lengi í paradís þegar rafmagnið sló út en kom inn og út svona restina af kvöldinu þar til það fór alveg og við höfðum ekki rafmagn restina af helgini . Ekki það að við þurfum endilega að vera í rafmagni en ef maður borgar fyrir rafmagn þá vill maður fá rafmagn eða fá endurgreitt, ekki var til í dæminu að endurgreiða rafmagnið hjá staðarhaldara kellan sagði að Kiddi væri með frekju og dónaskap þegar hann hringdi og bað um endurgreiðslu á rafmagninu kellan skellti á hann var alls ekki með dónaskap eða frekju það er bara sjálfsagt að fólk fái endurgreitt þegar það fær ekki það sem það borgar fyrir .Hvernig getur fólk rekið svona stað ef það er með svona attitude
það voru svona 2-3000 manns þarna og klósettaðstaðan sem er þarna er 3 klósett + 2 sturtur kvennamegin og 3 klósett+ 2 sturtur karlamegin, þetta annar engan vegin öllum þessum fjölda sem betur fer notum við klósettið í hjólhýsinu til þess að pissa í en ég vorkenni þeim sem ekki eru með svoleiðis aðstöðu því það var biðröð á klósettið sérstaklega á morgnana´, þá vorum mömmurnar í biðröð með börnin sín til þess að komast á klósett .
Ég hefði gjarnan viljað nýta mér sturtuna á laugardeginum en það var svo subbulegt þar og upptekið nánast allan daginn að ég gerði það ekki og hver vill fara í heitu pottana sem eru fullir af fólki allan daginn og nánast engin fer í sturtu áður oj oj oj ..Hér er sagan öll
Þarna er ekkert sagt við fólk sem er með hunda í lausagöngu sem skíta svo út um allt og svo er greinilega svoldið partýstand fram á nótt
Við komum ekki til með að fara aftur þarna og mælum alls ekki með þessum stað
Það sem var skemmtilegt við þessa helgi var að sjálfsögðu félagskapurinn Kiddi minn og krakkarnir og svo fórum við í Þórsmörk bæði í langadal og þar sem svo lítið var í Krossá þá fórum við í Húsadal líka erum vön að fara bara í langadal inn í Bása þar sem við grilluðum pylsur , verða að segja að mér finnst miklu fallegra í langadal
Lífstíll | Breytt 1.7.2008 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)