sýnigarþjálfun
18.9.2008 | 11:56
Fórum með loðnu dömurnar í sýningarþjálfun í gær .. Tívolí stóð sig bara vel og líka Kiddi . það er samt ekki hægt að fá Kidda til þess að sýna aðra hvora skil þetta ekki hann sem er svo flottur .. Ég kem þá líklega til með að sýna báðar og Kiddi verður þá aðstoðarmaður.. Ég get ekki neitað því að ég er forvitin að vita hvað hvernig dóma Tívolí fær, hún er svo allt öðruvísi en Bomba ..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
smá stress í gangi ...
17.9.2008 | 13:15
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
rok og rigning ...........
17.9.2008 | 08:41
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
það sem fólki dettur í hug ....
16.9.2008 | 15:31
Einhver fékk þá snilldar hugmynd að ég væri með ólæstan link inn á læsta síðu hjá manneskju sem mér þykir mjög vænt um og hvað þá meira að ég væri bloggvinur fyrrverandi maka viðkomandi sem er eitt og sér fráleitt bull ...það er hægt að sjá hverjir eru mínir bloggvinir hér á síðunni
þeim sem datt þetta í hug skrifaði þetta til þessarar manneskju sem er með læstu síðuna.. hvað er fólk að reina að búa til ??
skil eiginlega ekki hvað liggur að baki svona athugasemdum ég er eiginlega bara miður mín..
Bara svo að þið vitið ...það er ekki hægt að fara beint inn á " læst" blogg í gegnum aðrar bloggsíður nema að viðkomandi sé búin að logga sig inn áður...
en samt sem áður ætla ég að taka þennan link út til þess að valda viðkomandi sem þetta datt í hug ekki vonbrigðum ....
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
hundagott .
16.9.2008 | 08:20
Ég gerðist svakalega dugleg um helgina og bjó til þurrkaða lifur handa Tívolí og Bombu. Þegar búið var að sjóða lifrina var hún skorin niður í litla bita, sett á ofn plötu og þurrkuð í ofninum í 9 klukkutíma á 75°c . Þetta finnst þeim alveg svaka gott eiginlega betra en allt annað held ég . Uppskriftir af hundanammi er að finna á hundar.is ..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
hvað má þá...
13.9.2008 | 10:09
fórum hjónin til manns í Hafnarfirði sem getur hjálpað fólki sem er með ýmsa kvilla, hann er með aðstöðu í Heilsubúðinni hann fann út að Kiddi mætti ekki borða
Rúg, hveiti, hafra, bygg og spelt ,
ok ekki gott að taka allt þetta úr fæðunni þar sem þetta finnst í svo mörgu svo sem nánast öllu brauði og kökum , pasta og í unnum kjötvörum og í einhverju fleiru.
svo fór ég aðeins seinna sama dag og það sem hann fann var ekki lítið sem hann fann hjá mér, það var
Rúgur, hveiti, hafrar, bygg, spelt, lúða, lax,síld (og þar með öllum feitum fisk) E 102 og E104( bæði gult litarefni) E 122 ( rautt litarefni ) laukur, kartöflur ( nema sætar kartöflur) gulrætur, tómatar, bananar, paprika, gúrka, blómkál, rófur,
úff þetta er ekkert smáræði og vandasamt að ætla sér að lifa eftir þessu, annars vissi ég fyrir löngu að ég væri með óþol fyrir bönunum ég fæ allsvakalegt mygreni ef ég borða banana. Ég veit að þessi maður hefur hjálpað mörgum að lifa betra lífi, og hann getur líka snúið þessu við fyrir fólk svo að það geti borðað þær fæðutegundir sem það hefur ofnæmi fyrir en það náttúrulega kostar pening svo að það er yfirleitt fyrsta skrefið að prófa að taka þessar fæðutegundir út í smá tíma . hann snýr þess við með einhverskonar rafeina bulli .. væri gaman að vita hvort einhver sem les hefur prófað þetta, ég veit að hann hefur ekki náð góðum árangri með að laga þetta hjá fólki með mjólkuróþol en með hitt hefur náðst árangur .
ekki væri verra að losna við mygren, vefjagiktarverki, bjúgsöfnun og háan blóðþrísting ..
Maðurinn var farin að vorkenna mér með hversu mikið þetta var og var farin að segja mér hvað ég mætti borða af grænmeti .. ok ég má borða nánast allt sem er grænt nema papriku og svo má ég borða sætar kartöflur ..og er alls ekki með mjólkuróþol
úff ég sem er hálfgerður grænmetisfíkill....vinnufélugunum finnst ég vera með kanínufóður í hádeginu ...
Erum ekki að nenna að byrja á að prófa að taka þetta út úr fæðunni en ætli að maður verði ekki að prófa .
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
klukkuð ..
10.9.2008 | 10:15
haldið þið ekki að hún Telma hafi klukkað mig svo að ég þori ekki annað en að svara samviskusamlega -- en ég ætla líka að klukka bróðir minn og nokkra aðra
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
Saltfiskur ( Nesfiskur )
Leonard ( flugstöð)
Intersport (smáralind)
Gerðaskóli Garði ( sá um mötuneyti kennara)
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá
Forrest Gump
E.T.
man ekkert eftir fleiri myndum sem ég held upp á
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Keflavík ( þar ólst ég upp)
Njarðvík ( þegar ég flutti að heiman )
Garður ( 18 ár )
Kópavogur ( síðustu 4-5 ár )
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
hells kitchen
Fréttir á stöð 2
fréttir á stöð 1
trúðurinn
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Ísland ( ekkert eftir nema vestfirðir )
Frakkland (parís )
USA ( florida)
Spánn ( laMarina)
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan að blogga
mbl.is
visir.is
dv.is
eimskip.is( vegna vinnunnar)
Fernt sem ég held uppá matarkyns
Nautakjöt rear (helst grillað af fag grillaranum Kidda)
Inderskur matur (a la ég )
austurlenskur matur( a la ég)
kalkúnn að mínum hætti
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
uppskriftabækur eru einu bækurnar sem ég les oft
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
sumarfríið- og myndir
27.8.2008 | 11:34
um verslunarmannahelgina vorum við í frábæru veðri í systragili við Vaglaskógi góðra vina hópi og skelltum okkur á halló Akureyri á laugardagskvöldinu, sáum þar flottustu flugeldasýningu sem við höfum augum litið . Fórum í Atlavík eftir verslunarmannahelgina og vorum þar í 3 nætur fórum þá aftur í Systragilið við Vaglaskóg og keyrðum þaðan á Dalvík á fiskidaginn mikla á föstudagskvöldið og aftur á laugardeginum . Ég get ekki annað sagt en að fiskidagurinn mikli er frábær og súpukvöldið er yndislegt Bjarni Freyr sagðist sko ekki borða fiskisúpu en borðaði svo manna mest því súpan var svo góð Alma Glóð var ekki viss en fannst svo súpan frábær Lilja Björt er sælkeri þegar kemur að mat svo henni fannst þetta bara frábært , vorum aðeins að veða í Ljósavatni en fengum ekkert nema titti sem var sleppt aftur út í .Skelltum okkur líka í gönguferð upp á Vaðlaheiði vorum í tvo og hálfan tíma í þeirri ferð, mikið ofsalega er fallegt útsýni þar uppi..... Fórum á tjaldsvæðið Hlíð við Mývatn skoðuðum þar Kröflustöð, Dimmuborgir, hverasvæðið, og gömlu jarðböðin o.f.l. mikið er fallegt þar ég hef aldrei skoðað neitt við Mývatn áður þar er bara undurfallegt Jóhann Helgi og Bára komu í heimsókn á Mývatn með Ingu Guðrúni svo gisti Ella vinkona okkar eina nótt hjá okkur . Keyrðum loks á rétt aðeins inn að vestfjarðakjálkann og plöntuðum okkur við Bjarkarlund, tíndum 4-5 lítra af aðalbláberjum og reyndum svolitla veiði, veiðin bar ekki árangur en berin voru rosalega góð við gáfum tengdamömmu helminginn af berjunum .. Við drifum okkur heim aðeins fyrr en áætlað var og áttum góða helgi heima ég bakaði tertu og pizzasnúða sem eru mjög vinsælir hjá börnunum og mamma og pabbi komu á sunnudeginum og ég bakaði bláberjapæ svo buðum stóru strákunum í mat á sunnudeginum þannig að við vorum þá með alla krakkana hjá okkur og Báru kærasta Jóhanns Helga og Ingu Guðrúnu sem er (ská) barnabarnið okkar .. Jóhann Helgi minn átti 18 ára afmæli laugardaginn 23 ágúst -- til hamingju með það elsku drengurinn minn ... skelli svo líklega myndum inn fljótlega en við tókum tæplega 800 myndir í ferðinni .... fleyri myndir í myndaalbúmi sumarfrí 2008 Hér eru tæplega 40 myndir ..
Lífstíll | Breytt 29.8.2008 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
þessi er snilld
25.8.2008 | 11:45
Ég reisti henni mömmu myndarlegt hús, sagði sá fyrsti.
Ég sendi henni eitt stykki Mercedes Benz með bílstjóra, sagði annar.
Ég gerði enn betur, sagði sá þriðji. Þið munið hvað mamma hafði mikla unun af að lesa Biblíuna og að hún er farin að missa sjón. Þess vegna sendi ég henni stóran, brúnan páfagauk sem kann hana alla utan að. Það tók tuttugu presta tólf ár að kenna páfagauknum þetta. Verkefnið kostaði milljón dollara á ári, en það var þess virði. Mamma þarf ekki annað en að nefna rit, kafla og vers og þá fer páfagaukurinn með textann.
Skömmu síðar sendi móðirin sonum sínum þakkarbréf.
Til fyrsta sonarins skrifaði hún:
Kæri sonur! Húsið sem þú byggðir er risastórt. Ég bý aðeins í einu herbergjanna en þarf að þrífa allt húsið.
Sonur númer tvö fékk eftirfarandi bréf:
Elskaði sonur! Ég er orðin alltof gömul til að ferðast. Ég er alltaf heima og nota Bensinn aldrei. Bílstjórinn er óttalegur dóni.
Þriðja syninum sendi móðirin þessi skilaboð:
Yndislega afkvæmi! Þú varst eini sonurinn sem gerðir þér grein fyrir hvernig ætti að gleðja hana móður þína. Kjúklingurinn var hreinasta hnossgæti!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
komin aftur
21.8.2008 | 23:04
Hæjjjj...
þá erum við ferðalangarnir komnir aftur heim fórum með hjólhýsið á eftirtalda staði Vaglaskógur- Atlavík- Vaglaskógur- Mývatn- Bjarkalundur og svo heim þremur dögum fyrr en áætlað var, nenntum bara ekki að vera í allri rigninguni svona seinustu dagana en við vorum samt í þrjár vikur á ferðinni, við erum búin að vera í góðu veðri nánast allan tíman .. skrifa meira síðar og set kannski inn myndir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)