vildi svo gjarnan
6.11.2008 | 12:27
Vildi svo gjarnan að batinn gengi hraðar ( sem er náttla óþolinmæði)- fer í sjúkraþjálfun samviskusamlega og er farin að fara á göngubretti og má núna fara út í göngutúr á meðan það er ekki hálka, þori samt ekki ennþá að fara nema að minn heittelskaði komi líka með held að ekki væri að svo komnu máli ráðlegt að vera ein með báða hundana. Kiddi skellti sér í að læra (undir minni leiðsögn) að skafa undirfeldin á hundunum svo að þær yrðu ekki ferlega feldmiklar þá verður þetta svo mikil vinna þegar ég get loksins gert þetta sjálf hann stóð sig að sjálfsögðu vel í þessu eins og öllu öðru sem að hann gerir þessi elska .
Jóhann Helgi er að spjara sig vel í álverinu en kærastan er flogin með barnið hún er ekki viss um lífið og tilveruna var farin á fyrstu viku . Ég er stolt af drengnum hvernig hann hefur tekið á málunum hann er að standa sig svo ferlega vel...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
komnar 3 vikur ..
31.10.2008 | 16:19
það eru liðnar þrjár vikur frá slysinu í gær sko og allt að skríða samanég er bara í fríi og fer bara í sjúkraþjálfun og lítið annað, get orðið sitið í sófanum og hallað mér aftur ef ég er með púða á bakvið mig það er mikill munur að þurfa ekki að sitja alltaf eins og hæna á priki . Læknirinn segir allavega 3 vikur til viðbótar og kannski þá að fara vinna hálfan daginn ,ætli það sé ekki bara best að hlíða að mestu allavega og éta bara verkjatöflur . Kiddi minn er komin í sjúkraþjálfun líka á sama stað og ég er á, mjög góður sjúkraþjálfari sem við erum hjá hann heitir Gísli og er bara fínn stofan hans heitir Klínik ( ég mæli með honum ).. Ég er rosalega þæg sko og geri næstum ekki neitt er svo hrædd um að skemma eitthvað því að þetta er frekar viðkvæmt enþá langar rosalega að gera helling en Kiddi minn þessi elska sér um að gera það helsta ég get eldað og eitthvað svona létt, engin heimilisstörf segir sjúkraþjálfarinn við mig og ég hef ekki komið nálægt skúringafötuni allan tíman læt mér nægja að horfa á hana og bið Kidda svo um að nota hana annað slagið ásamt þveglinum, er ekkert að biðja hann um að skúra eins oft og ég myndi gera það flestum myndi finnast að aðeins of oft he he
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
takk
23.10.2008 | 12:36
Takk fyrir öll faðmlögin kæru bloggvinir. Hér er allt á hægum batavegi ,það verður víst að gefa þessu tíma til að lagast, sjúkraþjálfarinn er farin að geta unnið að eins með mig og ég er farin að gera svona smá heima en ekki mikið svo sem en það sem ég get eða það sem ég má helst sem minnst segir þjálfarinn en það er bara ekkert hægt að gera ekki neitt ef maður getur gert eitthvað ..Vonast til að geta farið í stutta göngutúra með hundana fljótlega ég sakna þess að fara ekki út að labba.
það fylgdi í kjölfar á slysinu annað áfall sem gerir þetta örlítið erfiðara en þetta kemur allt saman samt sem áður og við hjónin stöndum saman og það gerir þetta allt svo miklu auðveldara.
Lífstíll | Breytt 12.11.2008 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
allt í rólegheitum
20.10.2008 | 09:01
Þetta mjakast allt, meiðslin komin betur í ljós sjúkraþjálfarinn er búin að finna að þetta eru meiðsli frá hálsi og niður á læri, allt búið að vera of aumt til þess að þjálfarinn hafi getað gert mikið hingað til en þetta er allt að koma og ég stefni að því að reina að fara smá í vinnuna í þessari viku kannski tvo tíma á dag sé svo bara til hvert framhaldið verður. Kiddi þessi elska stendur sig eins og hetja og sér um heimilið frá A til Ö og ég reini að vera þolinmóð yfir því að meiga nánast ekkert gera og mér finnst persónulega að mér takist það bara með príði. Kiddi er búin að vera heima síðan slysið varð þar til í dag það var voða gott og ákaflega vel þegið þar sem að ég þurfti hjálp við nánast allt fyrstu dagana en núna get ég allavega klætt mig og farið í sturtu án hjálpar svo að þetta er orðið þokkalegt. En bara svo að þið vitið það þá er Kiddi minn besti eiginmaður í heimi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
prinsessan á bauninni ..
14.10.2008 | 13:47
það eru hvolpar á döfinni ...........
9.10.2008 | 13:44
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
hvað er betra...........................................
7.10.2008 | 14:39
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
hundasýning..
30.9.2008 | 11:59
Ég sýndi báða hundana um helgina, Kiddi minn var mér til aðstoðar, þær fengu báðar 1 einkunn og excellent, en hvorug komst áfram dómarinn hjá okkur schnauzer fólki var dálítið spar á verðlaunaborða, einnig hef ég heyrt að dómarinn hjá fleyrii tegundum hafi líka verið nokkuð spar á þetta en hvað um það þær stóðu sig vel báðar með fyrstu einkunn og ætti maður að vera ánægður með það, þetta eru fallegar tíkur og báðar með góða umsögn. Einn bróðir hennar Tívolí fékk þriðju einkunn sem er náttla ferlegt .
Í gær fór svo litla fjölskyldan af stað austur á Reyðarfjörð, Jóhann Helgi á að byrja á námskeiði á morgun, dótið þeirra fer reindar ekki af stað fyrr en á fimmtudaginn svo þau hafa ekkert þangað til dótið kemur en vinkona Báru á heima á Eskifirði og hún bauð þeim að vera hjá sér, kannski betra fyrir þau að vera þar þangað til að dótið skilar sér . Við fengum allt gefins fyrir þau, við hjálpuðumst að ég og Kiddi og pabbi Jóhanns Helga og þau fengu hjónarúm eldhúsborð og stóla, ísskáp, sófa ,þurkara, hillusamstæðu , sjónvarp , sjónvarpsskáp og ég og Kiddi komum svo til með að að gefa þeim þvottavél sem við fáum keypta notaða. svo þau eru komin með allt sem þau vantar. Bára átti svo fyrir allt það nauðsynlegast í eldhús .. ég er viss um að það verður bara fínt hjá þeim ...
hér er blómarósin þeirra hún Inga Guðrún.
Lífstíll | Breytt 2.10.2008 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
álverið
23.9.2008 | 08:49
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
mynningarbrot..
22.9.2008 | 08:39
Auglýsing frá Tengi rifjaði upp minningarbrot .. Það var þar sem ég átti heima fyrstu ár æfi minnar. Leiguíbúð hvítmáluð sem þótti eitt og sér vera alveg ferlegt minnti á fjós var sagt ,,og baðherbergið var flísað í hólf og gólf með svörtum flísum með hvítum fúa þetta þótti hræðilega ljótt . Þetta sá ég í auglýsingunni frá Tengi, baðherbergi flísað með svörtum flísum með hvítum fúa og er hátíska í dag og hvíta málningin er líka í tísku í dag .. Man heldur ekki betur en að það hafi verið rautt teppi á stofunni sem er líklega í tísku í dag ..
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)