Matur..namm
4.12.2006 | 11:20
Síðasta helgi var eiginlega svona jólahlaðborðshelgi, á föstudaginn fórum við á jólahlaðborð með fasteignasöluni okkar, fórum á hótel Rangá, fengum frábæran mat meðal annars smakkaði ég strútakjöt og Kiddi fékk sér dúfu( ég lagði nú ekki í dúfuna) og skemmtum okkur með skemmtilegu fólki og gistum á hótelinu, mjög snyrtilegt og sætt hótel.
Svo á laugardaginn þá var jólahlaðborð með vinnunni minni, heima hjá Hólmfríði ,pöntuðum hlaðborð frá Gaflinum ,og ég bara verð að segja að þeir hjá Gaflinum stóðu sig með príði, góður matur og nóg af öllu og kokkur fylgdi með og sá um allt saman.
Ekkert verra að afgangurinn af matnum er í hádeginu hjá okkur í vinnuni í dag .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Takk.
4.12.2006 | 09:50
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þá er það upplýst ..
30.11.2006 | 13:24
það sem ég var að skrifa um hér í fyrradag, þá ætla ég að segja ykkur í dag hvað er að gerast hjá okkur ,við vorum að kaupa okkur hús á Digranesvegi , skrifuðum undir á þriðjudaginn loksins fáum við pláss, og það ekkert smá pláss, 132 fm stærra en íbúðin sem við erum í,tókuð þið eftir ég sagði 132fm stærra he he
. Við fáum afhent 15 des, þannig að við getum flutt fyrir jól,oooo ég er svo spennt
. Jeppin okkar fallegi var settur sem greiðsla upp í húsið þannig að nú verðum við að fara að leita okkur að pínulítið ódýrari jeppa,
Nú megið þið óska okkur til hamingju með nýja húsið .
kíkið á síðuna hjá Viðari, þar eru mjög svo þarflegar upplýsingar um jólasveininn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
;)
28.11.2006 | 13:59
það er eiginlega heilmikið að gerast í kring um okkur núna ,en best að vera ekkert að tjá sig neitt meira um það á þessu stigi málsins voða duló
.Annars fyrir utan það þá hef ég eiginlega ekkert að segja þessa dagna ,held að ég hafi skrifað yfir mig þegar ég skrifaði ferðasöguna he he, . nei nei bara grín ,sjáum til seinna í dag kanski fer skrifpúkinn af stað ..
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ferðin .
23.11.2006 | 11:53
Fimmtudagur :lögðum af stað úr bænum um kl 9 fórum í loftið frá flugstöðinni um 12.20 ,komum til London á háannatíma og vorum ekki komin á hótelið fyrr en um kl 18 ,held að þetta sé ein lengsta ferð til London sem er möguleg hægt að fara,höfum ekki verið svona lengi á leiðinni áður , en hvað um það Ingi bróðir hans Kidda hafði séð um að panta leigubíl á flugvöllinn ,bílstjórinn beið eftir okkur með spjald með nafninu sem Ingi gaf upp ( sjá mynd ) he he , ég hélt fyrst að Kiddi hefði planað þetta því að í fyrra lét ég skrifa á spjald hjá leigubílstjóra "Kiddi krútt "
. Vá hótelið The Wesbury var sko í fyrsta flokki sannarlega 5 stjörnu en samt í góðu göngu færi við allt .Fyrsta kvöldið fórum við og fengum okkur ferlega góða pizzu á Ítölskum veitingastað fórum svo á eitthvað pöbbarölt .
Föstudagur : daginn byrjuðum við á morgunverðarhlaðborði á hótelinu ( vorum í morgunmat þar alla daga ,ferlega gott) og svo var farið í verslunarleiðangur og reindum að versla sem flestar jólagjafir sem gekk bara mjög vel mikið verslað í GAP kids og Next bæði í jólagjafir og á krakkana okkar . kl 17, fórum við svo á Mamma Mía söngleikinn sem er allveg ferlega góður mæli með þessum söngleik við skemmtum okkur ofsalega vel ,eftir söngleikinn fórum við á Gaucho grill besta steikhús sem hægt er að hugsa sér þar sem við fengum okkur nautasteikur, ummm namm namm rosa gott bræðurnir fengu sér báðir 600gr steikur
Ingi kláraði sína en Kiddi gat ekki alveg klárað ,gerðum þjónin alveg forviða þegar bræðurnir spurðu hvort að þeir gætu fengið annan skammt hann sagði með undrunarsvip
þið hljótið að vera að djóka þetta varð tilefni að miklu hláturskasti
fórum svo á barinn á hótelinu sem er ferlega flottur bar og fengum okkur smávegis að drekka
Laugardagur: byrjað á morgunmat kl 9,30 , svo fórum við í Covent Garden og röltum þar um alltaf ferlega gaman að skoða þar ,götulistamenn og mikið að gerast ,fórum svo á Ítalskan veitingastað um í hádeginu ,ætluðum svo að fara í vinsmökkunartúr í Vinapolis en þá var uppselt ( það gerir svosem ekki mikið til við Kiddi fórum í fyrra ) skoðuðum bara smá og versluðum í búðinni sem er þar og fórum á barinn þarna til þess að fá kokteilinn sem við smökkuðum í fyrra, kokteillinn heitir "Mojito" ferlega góður hjá Vinapolis en ógeðslega vondur á barnum á hótelinu .Um kvoldið fórum við svo á Noura líbanskan veitingastað sem er ferlega góður og pöntuðum samsettan matseðil af líbönskum réttum rosalega góður matur , eftir matinn vildum við fá líbanskt kaffi (fengum svoleiðis í fyrra) en þjónnin sagðist ekki hafa vilja láta okkur hafa kaffi en í staðin lét hann okkur hafa white coffe sem er heitt vatn með einhverjum blómadropum út í og við vorum svo hissa að við höfðum ekki rænu á að kvarta ,ferlegir aular þetta hvíta kaffi var ferlega vont í þokkabót , svo var það bara hótelbarinn og fengið sér KAFFI og eitthvað annað gott að drekka ..
Sunnudagur : fórum ekki í morgunmat fyrr en kl 10 og svo í smá verslunarleiðangur og leiðangur í Covent Garden og um kvöldið fórum við að borða á besta Indveska stað sem ég hef farið á Char Bizarre ummm rosalega gott pöntuðum okkur nokkra Inveska rétti svona smakk af öllu því besta
svo var það auðvita barin í sma stund .
Mánudagur :vöknuðum kl 4 um nóttina til þess að koma okku á flugvöllinn..pínu snemmt en svo sem í lagi eftir svona yndislega helgi .Gátum nú ekki gert allt það sem var á áætlun en þar sem við vorum með þessum yndislega góðu ferðafélögum þá er bara allt í lagi þó svo að við höfum ekki ná að gera allt ..
Að lokum við ég segja Ingi og Lauja og auðvitað Kiddi minn takk fyrir yndislega helgi þetta var frábært ein besta helgarferð sem ég hef farið í ...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
myndir
21.11.2006 | 14:18
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Alveg að fara ...................
15.11.2006 | 11:42
Það er heldur betur að styttast í helgarferðina hjá okkur til London ,förum á morgun og komum heim á mánudag, Ingi og Lauja koma með okkur.Við ætlum að fara á Abba söngleikinn og gera ýmislegt annað skemmtilegt en það var ákveðið að sleppa því í þetta sinn að fara á fótboltaleik sem er kanski í lagi
,förum bara næst þegar við förum út .
Ég var að kíkja á veðurspána fyrir London um helgina ,það er spáð 7-14. gráðu hita og smá rigningu .ekki slæmt það .Maður er að drepast úr kulda í dag 6. gráðu frost hér heima ,þannig að það verður gott að fara í aðeins meiri hita .
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Krúttlegt ..
13.11.2006 | 12:52
Lífstíll | Breytt 15.11.2006 kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19
11.11.2006 | 10:26
fyrir 19 árum síðan fæddist hann Kristófer Már minn .Ferlega skrítin tilfinning þegar börnin manns eldast endalaust .Kristófer er orðin eldri en ég var þegar hann fæddist .Ég hef auðvitað ekki eldst neitt
sko...
En allavega TIL HAMINGJU með daginn elsku Kristófer minn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
allt og ekkert
10.11.2006 | 13:58
Það er útlit fyrir að öll börnin verði í mat hjá okkur í kvöld ef að veðrið verður ekki voðalega leiðinlegt .Annars vorum við að hugsa um að fara í sumarbústað um helgina en veður útlit er ekki sem best nema á um miðjan dag á morgun ,þannig að þá er bara ekkert gaman fyrir börnin að fara í leiðinda veðri ,þau vilja komast í pottinn og svoleiðis, þannig að liklega verðum við bara heimavið.
Kristófer minn á afmæli á morgun verður 19 ára, það er ekkert smá aldur á drengnum, hvernig getur staðist að það sé svona langt síðan hann fæddist ...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)