Jóla

það er greinilegt að það eru að koma jól , það er barasta  ekkert að gerast í vinnuni  hjá mér, fínt að ég var í fríi til hádegis í dag og svo er lokað á morgun eftir hádegi.Ég náði að gera ýmislegt í morgun meðal annars að fara í Bónus, skúra,þrífa laga til og fara ruslaferð með pappakassa og svoleiðisGrin þá er bara eftir að skreyta smá meira,setja upp jólatréð  og fara í smáralindPinch vantar en smá viðbótarjólagjöf fyrir eldri strákana og þá geta jólin bara komið  .      

endalaust fyndin saga..

Vísir, 20. des. 2006 11:23

Óheppni bensínþjófurinn

Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna.

Þegar lögreglan kom á staðinn sat eigandi húsbílsins grátandi af hlátri á tröppunum. Fischer lá hinsvegar gubbandi og stynjandi á jörðinni. Hann var líka dálítið subbulegur í framan, eftir að hafa sogið upp í sig vænan skammt úr salernistanki húsbílsins.

korter í jól.

þá erum við alveg að verða búin að koma okkur fyrir og allt að verða fínt hjá okkur, við höfðum líka loksins rænu á að setja meiri hita á ofnana þannig að við getum hætt að skjálfa úr kulda á nóttinni Blush það endar kanski með því að ég láti nokkrar myndir af nýja húsinu mínu hér hver veit ?             ..Jóhann og Gissur vinur hans hafa verið hjá okkur núna í tvo daga,því að þeir eru að vinna i Hafnarfirði í jólafríinu,það er betra fyrir þá að þurfa ekki að keyra Reykjanesbrautina á hverjum degi, það kom mér töluvert á óvart í gær að þeir borðuðu  með bestu list ( eins og hestar í afmæli)tælenska matinn sem ég eldaði ,ekki það að ég sé slæmur kokkur GetLostég hélt kanski bara að þeir fíluðu ekki svona indónesískan mat Smilegaman af þessu ...

Núna er næsta skref að fara að koma jólaskrautinu upp svo að það verði gríðarlega fínt hjá okkur um jólin,en ætli útiskreitingar verði ekki látnar bíða þar til á næsta ári ,sýnist mér. Við fórum í leiðangur til að kaupa okkur jólatré í gær vorum víst heldur sein í því en fundum samt alveg ágætt tré, vona bara að það sé ekki fokið í burtu ,við geymdum það nefnilega úti í nótt   


brosi hringinn

fluttum í gær ,erum langt komin með að koma okkur fyrir og brosum hringinnGrin.hvernig komst dótið okkar fyrir í litlu íbúðinni ,ég bara spyr


jamm

Í dag er kaupsamningur og þá fer jeppinn okkar til nýs eiganda Crying ég kem til með að sakna hans, en við fáum okkur bara annan jeppa, hver veit nema að við fáum húsið afhent líka í dag Happy.

En önnur mál hvað er eiginlega í gangi ??? unglingar sem eru nýkomnir með bílpróf eru teknir í kippum fyrir of hraðan akstur ,er löggan að verða duglegri í eftirlitinu?? eða eru unglingar að halda að þeir séu ódauðlegri en áður?? Mér stendur ekki á sama ég á tvo unglinga, einn sem er 19 og hefur velt bílnum og lent í áreksti ( held að hann sé farin að slappa aðeins af í umferðinni núna ) og svo á ég einn sem fær prófið næsta sumar,vinur hans lést í umferðarslysi fyrir rúmu ári, og þessi eldri kom að því slysi, en það kendi þeim ekki nóg. 

Svo er ekkert mjög lagnt  þangað til hin 3 komast á þennan aldur líka Undecided maður er svo hræddur um ungana sína í umferðinni, maður vill helst pakka börnunum inn í bómul og passa þau sem best en það gengur víst ekki.

Veit ekki en alveg en ég er farin að hallast að því að hækka bílprófsaldurinn..  


áfram

LoL og það heldur áfram ..þ.e.a.s. að pakka bara og vesinast í kringum flutingana ..fáum líklega afhent á morgun ,,jibbý jibbý ,, þá er ekkert annað en að hrúga restinni ofan í kassa og bara flytja eða sko gerum það á föstudaginn he he ...hef eiginlega  ekkert annað að segja því að ég hugsa eiginlega ekki um neitt annað þessa dagana,,bara að pakka og pakka þrífa,elda og skutla stelpunum í fimleika .Eins gott að eiga bjór til að lokka að hjálparmenn á föstudaginn Devil

pakki pakk..

Erum að pakka okkur niður í rólegheitum og henda öllu sem má henda.íbúðin er að verða tómleg, allar myndir farnar ofan í kassa og allt að fyllast af kössum, sem betur fer eigum við minna af drasli en gengur og gerist en það verður víst ekki lengi, krakkarnir fengu að pakka niður í sínum herbergjum og þeim fanst það ekki lítið spennandi . Þar sem þetta er síðasta helgin okkar í þessari íbúð þá ákváum við að halda upp á það með því að fara í Gallerí kjöt og fá okkur góða nautasteik, merkilegt hvað er hægt að finna sem bara kallar á að fá sér góða steik og gott rauðvín með og ekki finst krökkunum það af verri endanum að fá góða nautasteik medium rear eldaða. Kiddi var að gefa þeim að smakka hrátt kjöt í gær og þau smöttuðu öll á því og vildu meiraWink.

Vitið þið bara hvað,við fórum um daginn og festum kaup á nýju leðursófasetti og nýju borðstofuborði svo ætlum við að kaupa okkur nýjan ískáp og uppþvottavélDevil fengum óvænt pening eftir að við keyptum húsið,við seldum hlutabréfin sem höfðu ávaxtað sig þokkalega svo það er smá bruðl í gangi og veitir ekki af,við eigum það skiliðHappyheld að það verði svolitið fínt hjá okkur.


oj.

þokkalegur dauðdagi að lenda í króksa. þetta fær mannfólkið í skiptum fyrir skóna og veskin úr krókódílaskinninu 
mbl.is Líkamsleifar fundust í krókódíl á Indónesíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

zzzzzzzzzzzzzzzzzzz

vá skoSleeping, mætti í vinnuna í morgun eiginlega ósofin eftir að vera að raða inn og kaupa ísskáp meirihlutan af nóttinni, og var auðvitað pirruð og fúl af syfjuSick þegar við fórum að gefa stelpunum morgunmat og koma þeim af stað í skólan, því þarf maður að vera að hugsa um hvernig er best að raða in í nýja húsið um miðja nótt ,væri ekki betra að sofa ,þvílíkur spenningur ,

fengum að skoða aftur í gær til að gera okkur betur grein fyrir hvernig ísskáp við ætluðum að kaupa og  hvernig þetta á allt að vera svo byrjuðum við að pakka niður í gærkvöld voða spennandi hjá okkur Grin.. 


allt á hreinu

þá er allt komið á hreint með flutninginn og við flytjum þá í seinasta lagi 15 des . garfield        ég er bara pínu spennt .það er ekkert leiðinlegt að komast í stærra húsnæði 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband