ok

þá eru komnar fullt af nýjum myndum ..bætti aðeins í "nýja húsið" svo er "desember 2006" þar er mynd af magninu af flugeldum sem kiddi og Ingi græjuðu fyrir áramótin 

passa sig

það er eins gott að nágrannar passi hvern annan

mbl.is Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

verða að segja

það hefði mátt vera svona jólasnjór fyrir jólin .. Whistling

þá

þá erum við búin að selja gömlu íbúðina ,ekki tók það nú langan tíma sem betur fer Wink . Hann mágur minn kom svo til okkar um helgina og flísalagði vaskahúsið og var snöggur að því, þetta er allt annað það var bara ber steinn og flísarnar fylgdu með húsinu ,þessar líka fínu flísar, þær eru miklu skemtilegri en þær sem eru á eldhúsinu og sjónvarpsholinu ,þar er greinilega gert ráð fyrir að maður sé með moppuna á ferðinni allan daginn ( það sést bókstaflega allt á þessu Pinch )kanski er gott þá að ég er töluvert tuskuglöð ,ekki viss um að allir meðlimir fjölskyldunar séu ánægðir með þessa tuskugleði ,     

undarlegt

 eru bankarnir hér farnir að gefa út Visa kort án þess að maður hafi sótt um .. ég var skikkuð til að vera í viðskiptum við Spkef til að geta fengið yfirtöku á lánum á húsinu mínu og allt í einu átti ég að borga árgjald fyrir visa kort sem ég hafði ekki beðið um ég afþakkaði og sagðist ekki kæra mig um það og það var ekkert mál  kortinu verður bara eitt .Ég er bara ferlega hissa á að það sé reint að koma á fólk kreditkorti eins og það sé bara eitthvað sem á að vera sjálfsagt. Ég hélt líka að þetta væri bannað að skikka fólk í viðskipti, en svoleiðis er það samt 

þá er það komið.......

jæja þá er ég loksins búin að setja smávegis af myndum af húsinu mínu, reini að setja myndir að jólum og  áramótum fljótlega .Ég tók nefnilega mynd af staflanum af flugeldum sem Kiddi og Ingi fengu sér fyrir áramótin og náði einhvejum myndum af flugeldunum , þeir fengu sendibíl til að flytja þetta allt saman heim til Inga og Lauju þar sem herlegheitunum var skotið upp, gríðalegar tertur aðalega og hreint út sagt frábært að fylgjast með þeim bræðrum þegar flugeldar eru annarsvegar he heLoL þeir eru eins og litlir strákar hreinlega að "springa" af ánægju ,ekki get ég heldur sagt að mér leiðist þetta, hef ferlega gaman af þessu og börnin eru ferlega ánægð með þetta  

eitt enn farið inn á  http://frostid.is/ og kaupið diskinn til styrktar fjölskyldu Svandísar Þulu, kostar ekki mikið  .. 


miklu betra ár

Gleðilegt nýtt ár Wizard allir sem ég þekki eða þekki ekki. Vonandi verður þetta ár jafn gott og síðasta eða kanski enn betra ,ég stefni allavega að því að þetta ár verði ekki síðra en síðasta Wink . Það er allavega hækkandi sól með lengri daga i farteskinu,það segir manni að það er að styttast í að það verði hægt að fara láta sér hlakka til komandi sumars á hjólhýsa ferðalagi, Á síðasta ári var markverðast að ég byrjaði í janúar í vinnuni sem ég er í núna, ég giftist Kidda mínum í mars(þar eignaðist ég besta eiginmann sem er hægt að hugsa sér ),fórum með krakkana til Florida í júni, fengum okkur hjólhýsi í ágúst, fórum til London í nóvember og við keyptum okkur fyrsta húsnæðið saman í desember  ..2006 byrjaði ég líka að blogga og eignaðist nýja bloggvini og fann auk þess tínda vini með blogginu. LoL Get ekki annað sagt en að síðasta ár hafi verið yndislegt ár. 

meira frí takk

Mígrenið alveg að drepa mig þessa dagana ,merkilegt hvað maður getur verið lengi að losna við skötuna, hangikjötið og hamborgarhrygginn úr líkamanum og þá fær maður mígreni og háþrýsting oj oj ekki gott .

Ég næ í Bjarna Frey í dag eftir vinnu og verð svo í fríi á morgun ferlega notalegt, ekkert að gera hvort sem er í vinnuni  ...  Í  gær  fór ég að  skoða vinnubrögðin hjá manneskjuni sem við borguðum fyrir að að þrífa gömlu íbúðina og ég var ekki alveg ánægð ( veit alltaf best að þrífa sjálf ) ég spurði konuna hvort að hún mundi ekki örugglega þrífa upp á eldhúskápunum og hún sagðist gera það ,í gær skoðaði ég svo og viti menn ,hún hafði ekki þrifið ofan af skápunum og enþá var mynsla í skúffum og smá sykur þar sem sykurinn hafði verið geymdur Pinch..Ég ekkert voða ánægð,samt voða kurteis lét hana vita og hún (kann greinilega enganvegin að taka gagngríni) hún er alveg bráluð og sagðist hafa þrifið allt en ekki hafa komist upp á innréttinguna svo að ég var að benda henni á að það hafi verið stólar inni í íbúðinni sem hún hefði getað farið upp á ef að hún hefði ekki komist öðruvísi .. Ef maður borgar fólki fyrir að gera eitthvað þá vill maður að það sé almennilega gert er það ekki ?, kommon hún vinnur við þetta manneskjan  Angryen viti menn hún er eins og naut , alveg bráluð yfir því að ég skildi voga mér að gagngrína he he..fyrr má nú ,,

viðbót á þetta .vá hún segir að ég sé að ljúga í þokkabót ,,hvað er að fólki ,kanski pínu lasið ..

 


bessuð jólin

erum búin að vera að borða í 3 daga. endalaus jólaboð o.þ.h. eins gott að ég er ekki týpan sem borðar yfir sig þá væri ég örugglega hnöttótt ..Ekkert að gera í vinnuni á milli jóla og nýárs ,veit eiginlega ekki afhverju það er opið þessa dagana ..

Ég fór með stelpurnar með til að kaupa jólagjöf sem átti að vera frá krökkunum til Kidda ,og við fórum í Herragarðinn og vorum að velja hálsbindi og þá spurði Alma Glóð þann sem var að afgreiða okkur "eru bindin vinsæl " já sagði maðurinn, þá spurði hún " af hverju ert þú þá ekki með bindi " svo setur hún upp hneykslunarsvipShocking og heldur áfram ,"varstu ekki að segja að bindinn væru vinsæl ,svo ertu ekki með neitt bindi sjálfur " maðurinn verður frekar vandræðalegur Undecided og segir að hann eigi bara eftir að gera það ... mér fanst  þetta nú bara frekar fyndið he he ..Wizard 


til ykkar

Bestu óskir um gleðileg jól ...........

.........................


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband