Komin með nýtt útlit ..

þá er mín bara komin með nýtt útlit, fór í gær í klippingu og litun í gær og fékk barasta alveg nýtt útlit, dekkri lit og fullt af styttum í hárið. Er bara ferlega ánægð með með nýja útlitið ..

hvolpa og fermingarundirbúningur

á næstunni stendur til að para Bombu og Tuma vonandi heppnast það og núna er fermingarundirbúningur á háu stigi svo að það er nóg að hugarleikfimi ekki gerir mín mikið allavega er bara ekkert að skána af neinu viti er farin að vera máttlaus svo þetta er farið að skelfa mig dálítið en vonandi er það bara taugabólgur .. Við hjónin skruppum í sumarbústaðin í hvalfirðinum sem tengdó á  og vorum eina nótt, voða gott að fara í burtu aðeins og skella sér í pottinn og njóta umhverfissins(út um gluggannLoL)takk innilega fyrir lánið yndislegu tengdaforeldrar .. Af Þórhalli Inga ömmustrák er allt gott að frétta hann stækkar óðum.. Bjarni Freyr fermist 26 apríl og svo á Alma Glóð að fermast á næsta ári og Lilja Björt 2012 svo það er nóg af fermingum hjá okkur á næstunni en það er ekki nóg með að Bjarni Feyr eigi að fermast í apríl heldur verður frúin fertug líka og svo eiga 3 af okkar börnum afmæli líka í apríl svo verða þá væntanlegir hvolpar líka í apríl nóg að gera þá ... 

barnabarnið skoðað

Ég og Kiddi flugum til Egilstaða og vorum svo heppin að fá lánaðan bíl til þess að keyra svo yfir á Reiðarfjörð til þess að knúsa og skoða fyrsta barnabarnið, hann er voða vær og góður litla krúttið og hefur verið nefndur Þórhallur Ingi. vaggan sem Jóhannson fær að kúra í Fórum með vöggu sem ég og mín systkyni höfum öll sofið í og allir strákarnir mínir líka. Fórum líka með ýmislegt annað eins og sængurgjafir frá okkur(sleppti mér aðeins í barnafatadeild) og sængurgjafir frá systur minni í Garðinum og langömmu og afa í Keflavík svo áskotnaðist okkur ýmislegt annað óvænt til þess að fara með. Yndislegt að fara til Jóhanns hef ekki séð íbúðina áður sem hann leigir þar, líka yndislega að halda á og knúsa nýja krúttið sem hefur fengið nafnið Þórhallur Ingi .hjálpuðum þeim með nokkur mál sem þurfti að ganga í . svaka krúttFlugum svo aftur í bæinn seinnipartinn eftir yndislegan og skemmtilegan dag með Jóhanni,Báru Ingu Guðrúni og Þórhalli Inga, vonandi gengur allt vel hjá þeim í framtíðinni og vonandi sér amma feðgana sem oftast...

 

 

Setti meira af myndum inn í albúm sem heitir ömmukrútt

 

Margrét amma mætt á Reiðarfjörð að skoða ömmustrákinn


Jóhannson í heimin.

Jóhannsson kom í heimin í nótt, var örlítið að flýta sér engillinn en hann átti að koma c.a 18 jan. Hann var 2940gr og 51cm , hlakka bara til að fara austur og sjá litla ömmukrúttið.   

skelfing

Mikil skelfing greip um sig hjá Tívolí í gær, hún fór að skjálfa svona upp upp úr hádegi þegar sprengingarnar fóru að aukast, henni fannst gott að vera í fanginu á mér eða Kidda eða vera bara í búrinu sínu svo skalf hún megnið af deginum, við brugðum á það ráð að setja búrið inn í fataherbergið þar sem útifötin eru geymd, breiða yfir búrið til þess að hún gæti kúrt þar og þegar mestu sprengingarnar voru þá settum við þær báðar í búrið og settum við útvarp inn til þeirra, Bomba var ekkert hrædd við þetta frekar en í fyrra en hún var góð við tívolí og sleikti á henni eyrun á meðan Smile.

 kæru bloggvinir ég óska ykkur gleðilegs árs megi óskir ykkar á nýju ári rætast.


áramót

Matarboð hjá okkur á morgun, verðum 14 manns, bara æðislegur matur í boði, frúin ekkert að skána í bakinu eiginlega bara að versna .. Aumingja Tívolí skelfur ur hræðslu ef eitthvð er sprengt að flugeldum í nágreninu, veit ekki hvort að við ættum að reina að fá róandi fyrir hana því hér er dálítið mikið sprengt á hverju ári bræðurnir Kiddi og Ingi eru bara svolítið mikið fyrir sprengjurnar hér eru allat terturnar ..he he 

svona var það 2006 og 2007, verður eitthvað aðeins minna á þessu ári ( helmingi minna kannski) börnin ekki allveg sátt við að þetta verði minna he he.   


aðfangadagur.

Sit með kaffið í eldhúsinu og hlusta á vindinn gnauða og vona að Jóhann Helgi minn komist í flug á eftir frá Reyðarfirði þar sem hann starfar og býr, ekki gott örugglega að fljúga í þessum vindi en eingin seinkunn virðist vera samkvæmt heimasíðu á netinu hann á flug aftur á annan í jólum þar sem hann á að mæta á næturvakt það kvöld. Það er bara ferlegt að hugsa til þess að hann væri einn fyrir austan um jólin, hann ætlar að vera ásamt bræðrum sínum hjá pabba sínum þessi jól. Engin börn hjá okkur þessi jól,maður sakanr þeirra alltaf þegar þau eru ekki hér, þau eru öll hjá okkur önnur hver jól og önnur hver áramót nú verða þau um áramótin allavega yngri börnin. Við verðum semsagt tvö í kotinu ásamt Tívolí og Bombu eldum okkur humar í forrétt, svínahrygg með pöru í aðalrétt og heimatilbúin toblerone ís og fersk jarðarber í eftirrétt. Líklegt að hundastelpurnar fái smá nautakjöt í jólamatinn, svo njótum við þess að eiga hvert annað. Ég luma á góðri gjöf handa Kidda mínumInLove sem ég hlakka til að gefa .

Í gær fórum við til mömmu og pabba í keflavík í skötuboð sem tókst ljómandi vel , ummmm rosa gott og ómissandi fyrir hver jól núorðið.

kæru vinir megið þið njóta jólahátíðarinnar sem best , gleðileg jól  

jóla hundar  

Jóla hundar

 


snyrt og snyrt

Hundarnir voru orðnir ansi druslulegir enda ekki verið mikið snyrtar eftir slysið ég var nefnilega vön að vera það sjálf svo að Kiddi skóf þær voðalega vel og baðaði þær og svo fengu þær restina af snyrtingunni á hundasnyrtistofu, náttla ekki hægt að vera með druslulega hunda á jólunum  . Kidda gekk svo vel að skafa þær fyrir snyrtinguna að dömurnar á snyrtistofunni höfðu orð á því hversu vel þær væru undirbúnar þannig að hann er bara ferlega góður í þessu kannski að hann geti bara lært að snyrta þær frá toppi til táar svo duglegur þessi elska .Jólatréð (auðvitað lifandi tré) á sinn stað í dag og þá er bara allt tilbúið og hverjum er það að þakka , auðvitað elskulegum eiginmanninum mínum ekki hef ég gert mikið fyrir þessi jól, engin jólabakstur engin aukaþrif Frown en maður lærir bara að þakka fyrir það sem maður getur gert og þakka fyrir að geta staðið í lappirnar , ég er bara svo mikið þakklát fyrir það í dag og á sama tíma er ég sorgmædd yfir að vera ekki komin með meiri getu til þess að funkera eins og áður nú 10 vikum eftir slysið . Svo er ég líka svo heppinn að eiga þennann dásamlega eiginmannInLove sem vill allt fyrir mig gera, það er bara dálítið erfitt að læra að þiggja og þiggja aðstoðBlushen vera ekki sá sem gefur af sér.

heppin, líklega

Fékk niðurstöður úr segulómuninni í dag, blæðing inn á bein í vinstra hné, brjósklos spjaldhrygg og brot við ellefta brjósthryggjalið, við förum á morgun og fáum bakbelti fyrir mig, það er svo sem ekkert annað hægt að gera annað en að vera hjá sjúkraþjálfara og bara bíða og vona að ég verði betri, þetta er líklega erfiðara þar sem að öll liðbönd í mjaðmagrindinni tognuðu og eru ennþá ekki farin að halda við. Þegar maður fær upplýsingar um að maður sé hryggbrotin þá er ekki laust við að manni bregði og þakki fyrir að geta staðið í lappirnar ..   Stelpurnar eru ekki sáttar, því að áður slysið átti sér stað voru þær hæðst ánægðar og áttu von á systkini í byrjun sumars en litla lífið fór í kjölfar slyssins og ekki mikil von til þess að hægt sé að reina aftur í bráð.. Við getum þakkað fyrir að eiga hvort annað og samtals 5 heilbrigð börn ekki satt ... nú er bara að standa sig í að vera þæg og gera eins og manni er sagt ..


létta störfin

untitled

þar sem að Kiddi minn er að sjá um að skúra þessa dagana þá er ég að spá í að gefa honum svona til þess að létta honum störfin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband