aðfangadagur.

Sit með kaffið í eldhúsinu og hlusta á vindinn gnauða og vona að Jóhann Helgi minn komist í flug á eftir frá Reyðarfirði þar sem hann starfar og býr, ekki gott örugglega að fljúga í þessum vindi en eingin seinkunn virðist vera samkvæmt heimasíðu á netinu hann á flug aftur á annan í jólum þar sem hann á að mæta á næturvakt það kvöld. Það er bara ferlegt að hugsa til þess að hann væri einn fyrir austan um jólin, hann ætlar að vera ásamt bræðrum sínum hjá pabba sínum þessi jól. Engin börn hjá okkur þessi jól,maður sakanr þeirra alltaf þegar þau eru ekki hér, þau eru öll hjá okkur önnur hver jól og önnur hver áramót nú verða þau um áramótin allavega yngri börnin. Við verðum semsagt tvö í kotinu ásamt Tívolí og Bombu eldum okkur humar í forrétt, svínahrygg með pöru í aðalrétt og heimatilbúin toblerone ís og fersk jarðarber í eftirrétt. Líklegt að hundastelpurnar fái smá nautakjöt í jólamatinn, svo njótum við þess að eiga hvert annað. Ég luma á góðri gjöf handa Kidda mínumInLove sem ég hlakka til að gefa .

Í gær fórum við til mömmu og pabba í keflavík í skötuboð sem tókst ljómandi vel , ummmm rosa gott og ómissandi fyrir hver jól núorðið.

kæru vinir megið þið njóta jólahátíðarinnar sem best , gleðileg jól  

jóla hundar  

Jóla hundar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Gleðileg jól og njótið hvors annars því það er ekki slæmt að hafa hvort annað. Þið eruð þau heppnu sem hafa fundið kærleikan í hvort öðru. Njótið og svo sjáumst við fljótlega. Dúkurinn fer vel við stóra tréið mitt

Kristín Jóhannesdóttir, 24.12.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Gleðileg jól og njótið þess að eiga rómantísk jól þetta árið :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 24.12.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðileg jól og njóttu kvöldsins í kvöld vel. Maturinn, ég fæ vatn í munninn að lesa lýsinguna af honum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.12.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gleðileg jól elsku vinkona :)

Vatnsberi Margrét, 24.12.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Solla Guðjóns

VÁ ekkert smá sæt Tóvolý og Bomba

Gleðileg jól.

Solla Guðjóns, 25.12.2008 kl. 01:34

6 Smámynd: www.zordis.com

Gleðileg jólin ... Mikið eru voffarnir sætir með jólasveinahúfurnar.

www.zordis.com, 25.12.2008 kl. 09:44

7 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Gleðilega hátíð  til ykkar og þakka það liðna

Þ Þorsteinsson, 25.12.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband