engin rödd
10.9.2007 | 10:45
Ingvar spurði hvort aldurstengt partýóþol væri að hrjá mig. Ingvar minn held að það sé ekkert aldurstengt ég er ekki og hef aldrei verið mikið partý animal .. held að þetta sé eitthvað annað og ekki er það að ég tali of mikið er það?
En allavega var Haustfagnaðurinn vel heppnaður maturinn heppnaðist með eindæmum vel , ekki við öðru að búast en þegar kom að því að reina kalla yfir mannskapinn að gjöra svo vel að fá sér að borða þá var auðvitað engin rödd þannig að ég náði athygli einhverra með því að veifa sem létu boð ganga um að allir ættu að halda k.j. þá gat ég hvíslað yfir liðið að gjöra svo vel að ráðast á kræsingarnar .. var svo djammað fram til c.a. 2,30 ferlega vel heppnað og skemmtilegt ..
Í dag er ég ennþá raddlaus, Kiddi minn segir að ég tali eins og andrés önd kommon, mér finnst ég miklu líkari andrésínu ..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
gat nú verið..
8.9.2007 | 10:21
Boð heima hjá okkur í kvöld og ég komin með hálsbólgu sem versnar og versnar sem gerir það að verkum að asmaköst koma eins og á færibandi .. djö marr .. Hélt í gær að hálsbólgan gæti ekki versnað mikið meira en nei nei þetta bara versnar, röddin er ekki upp á marga fiska stundum bara hvísl, þannig að það er eingin hætta á að ég kaffæri neinn með óþarfa blaðri í dag en það góða er að það er enþá smá rödd sem dugar kanski fyrir partýið
.
Það voru líka gestir í gærkvöld, Kristín og Gunni komu í kaffi og var margt spjallað, frábært að fá þau í heimsókn, við þurum líka að láta verða að því að kíkja til þeirra í Njarvíkina í kaffi
Ég ætlaði nú aldeilis að sofa út í morgun og sagði við minn yndislega eiginmann í gærkvöld að ég örunumbvonaðist eftir að geta sofið allavega alveg til kl 8 en ó nei ó nei ekki varð raunin sú börnin komin á fætur rúmlega 7 og þá get ég yfirleitt ekki sofið meir reindi að kúra samt, en gafst upp um níuleitið enda orðin of þreytt í skrokknum til að liggja lengur .. mikið öfunda ég stundum fólk sem getur bara sofið þrátt fyrir að allt sé á fullu á heimilinu, það eru nú ekki mikil læti í börnunum ... Ættlum að fá okkur rúm með tempur dýnum, ég hef heyrt að það sé það eina rétta fyrir fólk sem er með vefjagikt , spennandi að vita hvort að það sé rétt ...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Útilega ??? neibb
7.9.2007 | 16:14
Nei það er ekkert útileguveður það verður bara rigning og aftur rigning um helgina það stóð nú samt til að fara í útilegu sko..
Fyrst að það var enginn útilega þá var pantað eitt partý ( ég löngu búin að lofa heimboði einhverntíma) því venjubundnu haustgrillipartýi heima hjá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem ég vinn hjá var slegið af vegna rigningarinnar að undanförnu og í staðinn á að vera haustfagnaður heima hjá okkur Kidda á laugardagskvöldið ég kem til með að elda fyrir liðið góðan indverskan rétt handa liðinu 18-20 manns ein kemur með grafna nautalund í forrétt og svo kemur ein með eftir rétt svo verður bara djammað fram á rauða nótt ..eða eitthvað svoleiðis (fliss) ekki get ég nú sagt að ég sé neitt partýdýr en ég get kannski allavega reint he he þær tilraunir hjá mér og Kidda mínum hafa yfirleitt endað með því að við förum bara heim kannski klukkan svona eitt eða tvö .
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sýningarþjálfun og ZO ON
5.9.2007 | 09:47
Fórum í gær með Bombu í sýningarþjálfun hjá schauzerdeidinni sem gekk bara ágætlega ,hún fer á hundasýningu sem verður 6-7 október í Reiðhöll Fáks í Víðidal, það er líklega eins gott fyrir okkur að æfa okkur vel því að þetta er fyrsta sýningin hennar og okkar . Það er skrítið eins og það gengur vel það þjálfa Bombu þá gengu ekki vel að fanga athygli hennar þegar aðrir hundar eru nálægt, henni langar svo að leika bara við alla, vonandi gengur þetta samt vel á sýningunni .Í þjálfuninni í gær var schnauzer rakki sem var á miklu mótþróa skeiði og gerði ekkert sem hann átti að gera vildi ekki einu sinni nammi, hann hrækti því bara út eigandinn var að reina að láta hann ganga með sér er vinurinn lagðist bara niður og hreyfði sig hvergi ekki séns þrjóskan alvega að fara með hann , það var ótrúlega fyndið að horfa á hann en ekki svo fyndið að hugsa til þess að þessu getur maður lent í þegar maður er með hund á sýningu ..
Fórum um síðustu helgi á verksmiðjusölu ZO ON og keyptum útivistarföt á alla nema stóru strákana mína ... krakkana vantaði úlpur og þau völdu öll dún úlpur sær kostuðu 4990 kr hver áður á um 20,000 svo keyptum við vatnsheldar vindbuxur á okkur öll þær kostuðu 2990 á börnin en 3990 á okkur snjóbuxur á Bjarna Frey 3990 og svo keypti ég á mig 3 laga vatnsheldan jakka með öndun á 11,000 hann var áður á um 30,000 ... þetta er ekkert smá gott verð, og fín föt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skólafiðringurinn tekin traustari tökum ...
30.8.2007 | 11:08

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Listinn og haustfiðringur .
29.8.2007 | 13:29
Er búin að skrifa á minnismiða hverju má alls ekki gleyma, eru svona hlutir sem ég man stundum eftir þegar ég er komin heim úr vinnu ( þá er það of seint) eða hlutir sem að ég trassa, ekkert endilega sem liggur á en gott að klára jæja en kláraði allavega eitt í dag sem að var á listanum
en bætti við 2 atriðum í staðin sem ég mundi þá eftir ..
Fæ alltaf svona fiðring á haustinn ,að fara að fara í skóla og læra eitthvað eða taka eitthvað námskeið en það líður alltaf hjá þannig að ég hef ekkert þurft að gera neitt í því ,,ha ha
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
því í ósköpunum .
28.8.2007 | 08:26
Fórum í gönguferð með Bombu í gær eins og við gerum daglega, nema hvað þegar við göngum fram hjá göngustíg sem er staðsettur í brekkunni við Digraneskirkju ( man ekki hvað þessi gata heitir) þá er löggan þar í felum í bílnum að hraðamæla og þeir teppa göngustíginn , hvað er eiginlega í gangi , hefur löggan einhvern rétt til að teppa göngustíga til þess að vera í felum þegar hún er að mæla ..
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
haldið þið að það hafi verið útilega ?
27.8.2007 | 09:32
fórum í útilegu um helgina (hvað annað) datt einhverjum annað í hug? . Fórum með Kristínu og Gunna að Laugabakka í Holtum sonur Gunna var með líka. Fengum öskrandi rigningu á föstudagskvöldið sérstaklega á meðan þau tjölduðu tjaldvagninum sínum, mikið rosalega er gott að vera með svona góðar græjur og ekkert tjöldunarvesen
.. en annars var þetta fínt fyrir utan rigninguna , spiluðum trival,fórum í sund og grilluðum góðar steikur ..
brunuðum svo heim í gær og buðum Maggý, Matta og Karó í mat, eldaði Mangó cutney kjúlla hann er alltaf svo góður ....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
endurheimtur.
24.8.2007 | 09:59
Endurheimti eiginmanninn yndislega í gær þegar hann kom úr 3ja daga veiðitúr og það var svo gott að fá hann heim aftur og geta kúrt hjá honum, það er bara svo gott. Erum að hugsa um hvort við eigum að leggja land undir fót að skella okkur í útilegu um helgina ( í rigningunni ) eða hvort að við eigum að vera heima bara ( í rigningunni ) humm
veit hreinlega ekki ..það átti að rigna um síðustu helgi þar sem við vorum en við fengum þetta fína veður logn og hlýtt ( engin rigning) þá vorum við í Húsafelli..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jóhann Helgi .
23.8.2007 | 08:13
hann Jóhann Helgi minn er 17 ára í dag . Til hamingju elsku drengurinn minn
ég bauð strákunum mínum og kærustunni hans Jóhanns út að borða í gærkvöldi í tilefni af afmæli Jóhanns helga , við fórum á Duus í keflavík, maturinn hefði getað verið góður, EN mikið rosalega var vond lykt sem var þar sem við fengum sæti og versnaði eftir því sem einhver fór á wc þetta kom semsagt frá salerninu, ógeðslegt .Ég kvartaði og mér var ekki einu sinni boðin afsláttur ... djö marr .. mun ekki hafa áhuga á að fara þarna aftur í bráð
dundaði við að setja inn myndir frá útilegu um síðustu helgi í Húsafelli
hittum Kristínu og Gunna á leiðinni í Húsafell .
Bjarni að gæða sér á ís
Bomba er auðvitað yfirkrúttið
svo er það útilegan um verslunarmannahelgina á úlfljótsvatni þar sem Alma Glóð og Lilja Björt skemmtusér vel í þrautabrautinni .
þar eru hanar og hænur ,hanarnir byrja að gala kl 6
þar eru hanar og hænur ,hanarnir byrja að gala kl 6
jæja það er hellingu af myndum í albúmi sem heitir 2ág - 19 ág 2007 fyrir þá sem hafa áhuga á því
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)