námskeiðið ...
27.9.2007 | 15:42

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
komin aftur..
26.9.2007 | 14:20
Í byrjun buðu Flugleiðir upp á frábæran morgunverð að venju feita-sveitta eggjahræru sem var ofan á skinkusneiðog með þessu voru sveittar steiktar kartöflur eins gott að við vorum búin að borða áður en við lögðum af stað
Ferðin til London var annars bara yndisleg, enda hef ég alltaf frábæran og yndislegan ferðafélaga. Við fengum lánaða íbúð í góðu hverfi hjá einum vini hans Kidda, sami vinur lét einkabílstjóra keyra okkur um á Rolls sem hann á það var ferlega gaman.
Veðrið var yndislegt svo við vorum léttklædd þegar við vorum á rölti um göturnar í London, sérstalega skemmtilegt að rölta um Covent garden með elskunni sinni í hlýju og góðu veðri.
Við fórum út að borða alla daga og einn daginn bauð Kiddi mér að borða hádegisverð á Harrods en þar borða þeir allra ríkustu í London, þar er spiluð falleg tónlist á flygil fyrir matargesti og þjónustan er sú besta sem völ er á. Mér fannst að ég hefði séð einn matargestinn einhvern tíman og kom upp úr kafinu að þarna var Mark Knopfler í Dire Straits á bak við svört sólgleraugu. Þarna er maturinn ótrúlega góður og eftirréttirnir hreinlega öskra á mann ég sem borða yfirleitt ekki eftirrétti hámaði í mig jarðarber með amarettosósu í eftirrétt ummm rosa gott.
Fórum meðal annars á frábæran Indverskan stað einn Franskan og einn Líbanskan og svo má auðvitað ekki gleyma þeim Argentínska sem við erum nú buin að fara nokkrum sinnum á .
Okkur var boðið á fótboltaleik Arsenal- Derby sem endaði með 5 mörkum Arsenal í vil, við erum ekki Arsenal fólk en þetta var samt gaman, það er alltaf þvílík stemming á svona leikjum, það var fagnað svo rosalega að ég fékk einn á lúðurinn alveg óvart( vona ég ) frá manninum sem sat við hliðina á mér ( ekki Kidda hann sat við hina hliðina á mér)en mér varð svo sem ekki meint af, fékk ofurlítið mar rétt neðan við augað sem betur fer fékk ég ekki glóðarauga
Við fórum á We will rock you sem var mjög gaman en við fórum síðast á ABBA og ég mæli frekar með því að fólk sjái ABBA eða Phantom of the opera.
Við komum heim eins og klippt út úr tískublaði því minn heitt elskaði hefur gaman af því að konan hans gangi í fallegum fötum og ég hef líka gaman af því að sjá manninn minn í fallegum fötum. Keyptum guðdómlega fallegan mjúkan leðurjakka á Kidda og undurfallega kápu á mig ásamt ýmsu öðru og auðvita var verslað á 3 yngstu börnin.
það munaði ekki miklu að við hefðum framlengt ferðina en sáum að það væri svo sem hægt að fara aftur þar sem við getum fengið lánaða íbúðina næstum því hvenær sem er
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ein af bestu vinkonum og London að skella á .
19.9.2007 | 13:01
Í gær kom til mín góð vinkona mín Sigrún Högnad. hún er í heimsókn hér á landi um þessar mundir, hún var með tvær af dætrum sínum með sér þær yngstu (á leikskóla aldri) hinar skvísurnar urðu að vera í skólanum heima í Danmörk ég bauð upp á kvöldmat sem var auðvitað frábær (hvað annað) og rauðvín. Það eru 2-3 ár síðan ég hitt Sigrúnu vinkonu síðast en við kynntumst þegar við vorum 16 ára gamlar og vorum að vinna saman á Tomma í Njarðvík við höfum haldið vinskap síðan..
Vorum einmitt að ræða í gær hversu fáa vini maður á í raun. Eftir að ég skildi við fyrrverandi þá virtust mikið að þeim sem að maður hélt að væru vinir hverfa af braut og gerðist það sama hjá henni þegar hún flutti til DK þá hurfu margir sem hún hélt að væru vinir.
það er það sama sem gerist hjá svo mörgum. maður finnur vel hverjir eru vinir í raun og veru þegar einhverjar breytingar verða á lífi manns, fólk flytur burt , andlát verður , skilnaðir verða ,þetta er partur að lífinu .
Í dag á ég örfáa en virkilega góða vini sem hafa verið vinir lengi eiginlega frá örófi alda, það er yndislegt að eiga vini sem gufa ekki upp ef eitthvað breytist í lífi manns og þeir eru til taks ef eitthvað bjátar á .
Yndislegt að sjá hvað Sigrún lítur vel út í dag..
Ég er auðvitað heima í dag, mér var bannað að fara til vinnu.
Fyrst ég er heima þá er ég að tína saman það sem fer með í tösku til London he he það tekur svo sem ekki langan tíma að finna til föt og snyrtidót .
Erum búin að panta borð á uppáhalds Argentínska veitingahúsinu okkar Gaucho Grill á laugardaginn eftir leikinn, jamm förum á Arsenal -Derby County það er bara frábær stemming að fara á leiki þarna .
Förum á Queen shovið á föstudagskvöld hef heyrt að það sé frábært .
Byrjum oftast á að trítla niður í Covent Garden að kíkja á mannlífið það er frábært þar, svo er bara svo gaman að koma til London þegar maður er farin að þekkja betur til ..
Borðum góðan mat alla daga og drekkum gott rauðvín og höfum það frábærlega gott .
Ég vona bara að ég verði ekki hóstandi alla dagana..
ABC barnahjálp ..
19.9.2007 | 09:38
ég ákvað að deila með ykkur bréfi sem ég fékk því að það er ekki vanþörf á
Kæri stuðningsaðili ABC barnahjálpar
Við hjá ABC barnahjálp höfum nú tekið inn í skólana okkar og heimili mikinn fjölda barna af biðlista sem voru í mikilli neyð. Nú er staðan sú að okkur vantar stuðningsaðila fyrir hátt á annað þúsund barna.
Þar sem við viljum ekki eyða fjármagni í dýrar auglýsingar, datt okkur í hug að leita til þín.
Vilt þú senda þennan póst með tengli inn á heimasíðu okkar til vinnufélaga, vina og vandamanna og biðja þá að senda þetta áfram?
"Vilt þú styðja barn í neyð? Ýttu þá á http://www.abc.is/ABChjalparstarf/Stydjabarn/
Með fyrirfram þakklætiABC barnahjálpLífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins ..
18.9.2007 | 10:18
Loksins komin til vinnu sem er líka eins gott því að það biðu 166 tölvupóstar eftir mér.
Fékk auðvitað astmakast á leiðinni í vinnuna sem er svona að verða búið ekki nema einn og hálfur tími , það er framför , hefði allavega getað farið heim aftur ef kastið hefði ekki hætt .
Það er tími í sýningarþjálfun fyrir Bombu í kvöld ég held að það sé best að sleppa því að fara þar sem svo margar tegundir hunda eru í þjálfun og ég með ofnæmi fyrir flestum hundum, vil nú ekki vera að leika mér að því að verða verri af þessum fjanda rétt fyrir ferðina.
Sem betur fer er ég ekki með ofnæmi fyrir Bombunni en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það getur gerst vonum bara ekki ..
Uppdate dagsins:
ekki gat ég nú verið lengi í vinnunni kastið hætti aldrei, minkaði bara og jókst svo aftur , ég fór heim um kl 11 og þegar þetta virtist ekki ætla að lagst um kl 1 þá hringdi ég og fékk að tala við hjukku sem vildi að ég kæmi í dag um fjögurleitið og talaði við lækni henni þótti líklegt að það yrði að auka lyfja flóruna hjá mér .
og í morgun voru 70 meil eftir sem verða svo örugglega orðin 170 þegar ég kemst til vinnu aftur semverður líklega ekki fyrr en eftir London ferðina ..
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
myndir
17.9.2007 | 12:00
þar sem að við erum nokkuð dugleg við að taka myndir sérstaklega eftir að við keyptum nýju vélina er þá ekki komin tími á nokkrar
hér er Bomba krútt þarna hafði hún komið sér fyrir inni eldhúsi, var búin að sitja þarna langa lengi
Stubbur kom í heimsókn um helgina með Jóhanni Helga og Röggu, Jóhann var að koma í fyrsta skipti sjálfur á sínum bíl eftir að hann fékk prófið ferlega spennandi .
Bomba er farin að koma sér fyrir hálfvegis út í glugga þegar hún leggur sig algjör dúlla
þetta eru stelpurnar mínar sem eru svo duglegar að læra Lilja Björt og pabbi og Alma Glóð .
Hér er hann Bjarni Freyr í sumar
Svo eru hér myndir frá því þegar Rakel sem er ræktandinn hennar Bombu kom og reytti Bombu fyrir okkur í sumar .
Þegar Bomba var búin að vera rosalega dugleg og var orðin fín og flott þá fékk hún að leika við Borat bróðir sinn en Rakel á hann . Þetta eru algjör krútt
Þetta er svo Aska mamma hennar Bombu .
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
..bara hóst..
16.9.2007 | 17:45
Það ætlar ekkert að ganga að verða hress. Druslaðist til læknis í gær þegar ég var nú alveg búin að fá nóg af astma-hóstaköstum, þá kom í ljós að hálsbólgan er löngu búin en hún hafði kveikt ansi vel í astmanum þrátt fyrir að ég hefði notað astmalyfin og það hefur orsakað berkjubólgu og bólgu í raddböndum takk fyrir, það orsakaði svo rámu röddina og raddleysið. Jæja líta á björtu hliðarnar ég er þá ekki að smita allan heiminn af hálsbólgu. Fékk ný astmalyf, ég sagði lækninum að ég færi til útlanda í næstu viku og þá gaf hann mér líka sýklalyf því ég var komin með kinnholubólgu með þessu öllu sem er allavega farin í dag ..Allavega er ég örlítið skárri af hósta í dag og hver veit nema ég geti farið til vinnu á morgun, ætla nú samt að sjá til hvernig ég verð í kvöld eða í fyrramálið, heilsan er mikilvægari en vinnan.
Hér var mjög gestkvæmt í gær sem var fínt því að það er svo leiðinlegt að hanga svona heima hjá sér, það er auðvitað alltaf gaman annars.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
engin útilega
14.9.2007 | 10:14
Mín er heima í dag líka, þetta virðist ekkert vera að skána . Við hefðum líklega farið í útilegu um helgina ef ég væri ekki með þetta ooohh mig langaði í útilegu höfum ekkert farið síðan í ágústlok en það er víst betra að reina að ná þessum fjanda úr sér fyrir fimmtudaginn því að þá skellum við okkur til London
..Það er ekki hægt að segja annað en að nýtingin á hjólhýsinu okkar sé með eindæmum góð erum búin að vera 43 nætur í hjólhýsi í sumar og það er ekki hægt að segja annað en að það sé bara dásamlegt að geta flakkað um landið með hálfgerðan sumarbústað meðferðis ekkert vesen
þessi uppfinning er bara snilld. Þetta er ein besta fjárfesting sem við höfum gert .
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
heima í dag.
13.9.2007 | 11:57
jæja þá er ég búin að fá mig fullsadda af þessari hálsbólgu sem sýnir ekki á sér neitt farar snið, deam it, það er komin vika og ég hósta bara út í eitt orðið, fékk tveggja eða þriggja tíma hóstakast í gærkvöld og astmalyfin virkuðu ekki neitt,var enn hóstandi í morgun ákvað að vera heima í dag kannski á morgun líka og vita hvort að þetta lagist ég er komin með harðsperrur í magann út af hóstanum ..
Áðan drap ég könguló ég sjálf alein skiljið þið sem drep yfirleitt ekki svona dýr, hendi þeim frekar út en ég þorði ekki að reina að henda köngulónni út af ótta við að kannski myndi hún bara ráðast á mig og éta mig( kannski pínu ýkt ) en alla vega þa drap ég kvikindið þetta var svona stór hlussa ekki ósvipuð þessari sem var fyrir utan gluggann hans Bjarna Freys í sumar , það lak ógeðslegt gult jukk úr henni hrollur hvað þetta var mikið ógeðég var með gæsa húð lengi lengi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
bílprófið komið .
12.9.2007 | 13:01
röddin er ekki komin ennþá hummm, það sem að þetta ætlar að taka langan tíma svo er maður hóstandi allan daginn djö marr..
þar sem að Kiddi minn er að tala um slysin þá vakti hann mig til umhugsunar og upprifjunar
Jóhann Helgi var að klára að taka bílprófið áðan svo að maður fer þá að hafa sömu áhyggjur af honum eins og maður hafði af Kristófer Már þegar hann fékk prófið fyrst. Áhyggjurnar eru ekki ástæðu lausar það er allt of mikið af bana slysum í umferðinni , tala nú ekki umm ,félagi þeirra bræðra lést í umferðarslysi fyrir rúmlega tveimur árum síðan en ekki virðast félagarnir láta sé segjast því miður og þá er ég ekki bara að tala um mína stráka ...
Kristófer Már lenti í bílveltu ekki svo löngu eftir að hann fékk prófið það er ekki góð tilfinning þegar það er hringt í mann og manni sagt að barnið hafi lent í slysi og ekki vitað hvort eða hversu mikið slasaður hann er, bara á leiðinni á spítala í sjúkrabíl sem betur fer slasaðist Kristófer ekki mikið þá eitthvað mar og þess háttar, kannski ári síðar þá lenti hann í árekstri en slasaðist ekki sem betur fer.Hann er að verða tvítugur og virðist vera aðeins að slappa af í akstrinum og nú er Jóhann Helgi að fá prófið, jæja vonandi veður hann ekki með neinn glannaskap það má nú vona ha ha ..
en þrátt fyrir áhyggjur mínar þá samgleðst ég Jóhanni Helga með þetta .
Til hamingju með prófið Jóhann Helgi minn ...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)