æl..
26.11.2007 | 11:10
Á laugardagmorguninn var ég að drepast í verkjum í öllum liðum og gat ómögulega legið í rúminu nema til 9 .. en ég var búin að baka 2 uppskriftir af sörum um hádegi engu að síður dugleg ég ekki satt . held að krakkarnir séu himinlifandi því fyrir síðustu jól bakaði ég ekki neitt því við vorum að flytja rétt fyrir jól..
Fórum svo í barna afmæli eftir hádegi Erla bróðurdóttir Kidda er að verða 5 ára þann 28 nov, þar var náttúrulega úðað í sig gúmmelaði svo ekki var tilefni til að elda kvöldmat á eftir ég poppaði bara fyrir krakkana um kvöldið gaf þeim sörur að smakka og var með snakk og osta, ekki fannst þeim það neitt leiðinlegt .
það er með ólíkindum hvað börn eru lengi að læra að ef þau þau þurfa að æla, að trítla þá inn á klósett og æla í klósettið, en eitthvað í þessari setningu er ekki að ná til þeirra fyrr en um síðir , eitt barnið vaknaði um 01 á aðfaranótt sunnudags ,gekk í svefni en var sent aftur upp í rúm en eftir smá stund heyrðum við aftur í sama barni sem var þá búið að ælaá gólfið í herberginu sínu og það var bara gersamlega allt í oj-bjakki, gólfið, rúmfötin, pífulakið, skrifborðið bara alles sko . og við hjónin þurftum að þrífa eða sko Kiddi(svo duglegur) tók það mesta( til þess að ég myndi ekki hreinlega æla yfir þetta líka) og svo skúraði ég, og skúraði svo aftur og aftur og aftur þetta helv. er ekkert það auðveldasta til að ná upp úr gólfinu ,svo var sett í þvottavél um nóttina allt á fullu á okkar bæ, ég sé okkur fyrir mér í nátt sloppunum að þrífa oj-bjakkið og skúra og svona ..Barnið ekki veikt kastaði bara upp svona allt í einu
.
Á sunnudaginn var aftur brunað í afmæli, María Rós systurdóttir mín varð fjögurra ára um daginn og aftur er náttúrulega úðað í sig gúmmelaði og ekkert eldað um kvöldið ...
ég er eiginlega að verða þurfandi fyrir almennilegan mat,
jólaseríur og terta með bananakremi
19.11.2007 | 09:19



stelpurnar á stöðinni
16.11.2007 | 13:56
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skvísan pósar og handbolti hjá stelpunum
13.11.2007 | 08:53
stelpurnar voru báðar að keppa í handbolta um síðust helgi Alma Glóð fyrir skólan á litlu móti sem var í skólanum gekk svona ágætlega miðað við að nánast engin í hennar liði æfir handolta.
Lilja björt var að keppa með sínu liði 7fl HK í Víkinni og unnu HK stelpurnar alla sína leiki
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20 ár
11.11.2007 | 09:45
Fyrir nákvæmlega 20árum síðan kom í heiminn þessi yndislegi drengur .
bara klikka á myndirnar þá verða þær skírari
Lífstíll | Breytt 13.11.2007 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kennarinn sagði að hann væri hálfviti
8.11.2007 | 09:34
Er þetta að skila sér hjá Ollasak..
Takk Solla þú hefur opnað umræðu um þessi mál
Einn af mínum strákum er lesblindur, það hafði mikil áhrfif á hann þegar hann var í skóla .Hann sagði mér núna nýlega hvernig sérkennarinn hans kom fram við hann, hún sagði við hann að hann væri hálviti og það mundi aldrei verða neitt úr honum. Þvílík ósvífni að koma svona fram við barn sem er með mjög slæma lesblindu og almenna námserfiðleika hann var og er með eðlilega greind, get rétt ýmindað mér hvernig honum hefður liðið í skólanum.Helvítis kellinginn, eiga ekki sérkennarar að vita betur en að láta svona við börn. Hann reindi síðan að fara í Fjölbrautarskóla suðurnesja ,kláraði eina önn en flosnaði svo upp . Það er ekkert gert fyrir lesblinda nemendur í FS nema að láta þá fá hljóðsnældur og láta þá sækja aukatíma... Ég vona svo innilega að það verði loksins gert eitthvað fyrir lesblinda nemendur þetta gengur ekki lengur svona.
![]() |
Lesblindir verði settir í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 9.11.2007 kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
voffa föt..
7.11.2007 | 08:55
Einhverntíman hefði mér fundist óþarfi að setja hunda í föt , eða kanski bara fáránlegt, fór nú samt til saumakonu í gær sem tók mál af Bombu minni, til þess að hægt sé að sauma á hana galla sem nær alveg niður á loppur . Gallan verður hún svo sett í þegar snjór er úti til þess að hún verði ekki eitt snjóstykki .. Aumingja Bomba þurfti að dúsa frammi í þvottarhúsi um daginn í dágóða stund á meðan það var að bráðna af henni greyið hélt að hún hefði gert eitthvað af sér . En þegar hún varð svona eins og þegar myndirnar ertu teknar hér að neðan þá var hún sett í sturtu til þess að bræða snjóin af ... Þá er kannski betra eð setja krúttið í föt svona rétt þegar snjór er ..
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
snjór..
30.10.2007 | 16:17
börnin voru aldeilis glöð í gær þegar það var hægt að leika sér í snjónum blautum og fínum, og ekki fannst Bombu það heldur leiðinlegt að leika úti með krökkunum hún var óð í að vera úti en við tókum hana inn eftir c.a. 40 min, þá var hún orðin blaut og köld, farin að skjálfa, var sett í volga sturtu til að bræða snjóinn sem hafði safnast í köggla í feldinum. Hún var ekki alveg ánægð þegar hún var svo skilin eftir þegar ég fór í gönguferð, gat bara ekki verið að fara með hana þegar hún var skjálfandi af kulda greyið .. set kanski inn myndir af henni snjóugri að eftir .
Börnin eru líklega ekki eins glöð núna allur snjórinn farinn
hér er bomba að leika í snjónum
svo er maður tekinn inn alveg ískalt og snjóug
Lífstíll | Breytt 13.11.2007 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
endalaust gott
28.10.2007 | 11:20
Það er svo yndislegt að vera í helgarfríi með börnunum .. Fórum í heimsókn með krakkana til ömmu Erlu og afa Snjólfs .. krakkarnir nutu þess í botn, það var svo langt síðan þau höfðu hitt ömmu og afa . Í gærkvöld buðum við svo góðum vinum og börnum þeirra í mat, áttum yndislega frábært kvöld með þeim. núna ætla ég svo að baka horn og pizzasnúða til þess að gefa gormunum mínum í hádeginu..
Eigið þið góðan dag öll
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
59
26.10.2007 | 16:16
sjáið þið þetta það eru 59 dagar til jóla ómæ ómæ
góða helgi allir nenni ekki að skrifa mikið frekar en fyrri daginn, ég ætla að njóta þess að vera með megnið af börnunm okkar heima um helgina þ.e.a.s. 3 af fimm
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)