það nýjasta
10.1.2008 | 15:32
þessar myndir voru teknar um síðustu helgi þegar nýjasti meðlimur fjölskyldunar var heimsóttur.. það fer nú að styttast heldur betur í að við fáum hana..
svo voru þessar teknar í sýningarþjálfun hjá mér og Bombu
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
listamaður svelti hund .
4.1.2008 | 16:18
jóla
30.12.2007 | 20:57
Jólin liðu eins og draumur með börnunum okkar, þau voru öll heima á aðfangadagskvöld það var yndislegt,þar sem að ekki eru allir sammála um hvað er besti jólamaturinn þá vorum við vorum með bæði hamborgarhrygg og ferskan svínahrygg sem heppnaðist svona líka glimrandi fórum svo í jólaboð til mömmu og pabba á jóladag sem var skemmtilegt að vanda og þá vorum við með árlegt jólaboð Kidda fjölskyldu heima hjá okkur það heppnaðist að sjálfsögðu bara ferlega vel kláruðum meira að segja að þrífa og skúra um kvöldið það er náttúrulega ekki nema von við erum svo ofboðslega duglegt og drífandi fólk sér í lagi Kiddi alltaf fyrstur að taka sér tusku í hönd ( haldið þið að þetta sé satt að Kiddi sé tusku óður )
Á morgun erum við búin að bjóða gestum í mat ( kalkún a-la Magga) og sprengju skemmtun ( áramóta sprengjur a-la Kiddi og Ingi ) svo verða gestirnir fleiri þegar dregur nær áramótum þá koma Ingi og Lauja með sín börn .. það verður spennandi að vita hversu miklu þeir bræður ná að skjóta upp sökum veðurfars ... vona að þið eigið slysalaus og ánægjuleg áramót .Takk fyrir góða bloggsamveru á árinu sem er að líða
skelli inn nokkrum myndum frá jólahaldi í albúm sem heitir "jól 2007"
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
nýr fjölskyldumeðlimur ..
23.12.2007 | 00:33
jamm það er að bætast við fjölskylduna okkar sem nú þegar saman stendur af okkur mér og Kidda mínum svo eru stjúpdætur mínar tvær, synirnir þrír og Bomba .og nú fer að bætast við .
Sögðum börnunum frá leindóinu í dag , og allir voru himinlifandi af gleði
.
Við nenntum nú ekki að fara að ganga í gegnum meðgöngu svo að við ákváðum að ættleiða .
Völdum af kostgæfni móðir og faðir sem okkur fannst henta .
Okkur fannst líka best að krílið yrði í umsjá móður fram í janúar eða þar til krílið yrði 8 vikna gamalt en fórum fyrir viku síðan,bara tvö ég og kiddi að heimsækja krílið og svo var nú komin tími í dag til að segja börnunum frá þessu og fórum við með þau í heimsókn til krílissins sem mun hljóta nafnið
Tivoli
myndir fyrir neðan
<
<
<
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Enþá í rúminu...
21.12.2007 | 13:47
Í athugasemdum var ég spurð hvort ég væri enþá í rúminu, því ekkert blogg hefði komið ,,svarið er - ja það liggur við að maður vilji endalaust vera bara í nýja góða rúminu . Hef ekki sofið svona vel leeeeeengi leeeengi ....þetta rúm er bara snnnnnilllllld
Annars hef ég bara ekkert nennt að blogga ..
það er smá leindó í gangi en það verður að öllum líkindum upplýst um helgina svo að þið fáið fréttir af því von bráðar ..
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vá marr
12.12.2007 | 09:25
Nú ætla ég að segja ykkur frá frábæra rúminu sem að við hjónin keyptum okkur í Betra Bak .
Rúmið kom í gær, það koma menn frá þeim með það og setja það upp, bara frábært hjá þeim að vera með þessa þjónustu, það eru ekki mörg fyrir tæki sem keyra vörurnar sínar sjálfir til fólks í dag..
Við sváfum í rúminu fyrstu nóttina í nótt og ég skal nú bara segja ykkur að ég svaf vel það er nokkuð sem hefur ekki gerst í nokkrar vikur að ég sofi vel, það er ekki það að hitt rúmið hafi verið slæmt, það bara hentaði ekki minni vefjagikt .Ég mæli semsagt hiklaust með "Tempur " það er bara frábært, keyptum okkur reindar líka hitajöfnunarsængur hjá þeim og þær eru frábærar líka, það er sem sagt hverrar krónu virði að versla sér rúm og allt sem tilheyrir í Betra Bak .. er ég farin að hljóma eins og auglýsing ... kannski ætti ég að fá sérstakan afslátt fyrir þessa frábæru auglýsingu
Ef ykkur vantar flott hjónarúm úr eik, þá er mitt til sölu með góðum springdýnum
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
furðlulegt
10.12.2007 | 16:12
![]() |
Skiluðu ættleiddu barni eftir 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
eftir umhugsun
9.12.2007 | 10:29
nei kommon .. hætti sko ekkert að röfla á síðunni þó svo að það sé að fara fyrir brjóstið á einhverjum hvað ég skrifa
....bara leiðinlegt að vita hvað saklaust blogg sem var kannski frekar á góðum nótum, með einni neikvæðri athugasemd sem getur svo sem átt við hvern sem er skuli sjokkera
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
þar sem
7.12.2007 | 10:57
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
það er komin bloggtími og jólin nálgast.
4.12.2007 | 09:27
það er verið að koma jólaseríum og og smá skrauti upp hjá okkur, bara orðið nokkuð jólalegt þó að það sé bara komið smá. Ég nýt þess að geta undirbúið jólin, fullviss um að jólin verða ánægjuleg, það er nokkuð sem er forréttindi, það er það trúið mér.. þetta er svo yndislegt .
Gutti er búin að vera í pössun hjá okkur í nokkra daga, hann er að verða 8 ára og er ekkert hrifin af því að Bomba sé alltaf að reina að fá hann til að leika, hann lét þó til leiðast einstaka sinnum og togaðist á við hana með bangsann en honum finnst svona helst til of mikil læti í Bombunni en svo voru þau bara farin að kúra saman á endanum.
þessar myndir voru teknar af þeim um helgina.
skelli líka inn myndum að Bombu síðan hún var bara pínum pons ..
Hér er Bomba með bræðrum sínum 4 vikna gömul. þetta eru nú meiri dúllurnar.
og hér er Bomba að leika sér rúmlega 5-6 vikna gömul
hér er Aska með með krílin. þarna eru þau vikugömul
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)