snyrt og snyrt

Hundarnir voru orðnir ansi druslulegir enda ekki verið mikið snyrtar eftir slysið ég var nefnilega vön að vera það sjálf svo að Kiddi skóf þær voðalega vel og baðaði þær og svo fengu þær restina af snyrtingunni á hundasnyrtistofu, náttla ekki hægt að vera með druslulega hunda á jólunum  . Kidda gekk svo vel að skafa þær fyrir snyrtinguna að dömurnar á snyrtistofunni höfðu orð á því hversu vel þær væru undirbúnar þannig að hann er bara ferlega góður í þessu kannski að hann geti bara lært að snyrta þær frá toppi til táar svo duglegur þessi elska .Jólatréð (auðvitað lifandi tré) á sinn stað í dag og þá er bara allt tilbúið og hverjum er það að þakka , auðvitað elskulegum eiginmanninum mínum ekki hef ég gert mikið fyrir þessi jól, engin jólabakstur engin aukaþrif Frown en maður lærir bara að þakka fyrir það sem maður getur gert og þakka fyrir að geta staðið í lappirnar , ég er bara svo mikið þakklát fyrir það í dag og á sama tíma er ég sorgmædd yfir að vera ekki komin með meiri getu til þess að funkera eins og áður nú 10 vikum eftir slysið . Svo er ég líka svo heppinn að eiga þennann dásamlega eiginmannInLove sem vill allt fyrir mig gera, það er bara dálítið erfitt að læra að þiggja og þiggja aðstoðBlushen vera ekki sá sem gefur af sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

ég ætti kannski að opna hundasnyrtistofu  ekki líkur á að það rætist úr fasteignasölunni á næstunni

Kristberg Snjólfsson, 21.12.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Góð hugmynd hjá þér Kiddi  Bjarga sér. Takk fyrir mig. Magga þú ert hetja.

Kristín Jóhannesdóttir, 21.12.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Æi hvað mér fannst leiðinlegt að lesa um hvað þið hjónin hafið verið að ganga í gegn um. Risa knús frá mér

Bestu jóla og nýárskveðjur frá mér til ykkar með vona um hamingjuríkt, hraust og gott nýtt ár !!!

Sigrún Friðriksdóttir, 22.12.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Þ Þorsteinsson

innlitskvitt

Þ Þorsteinsson, 22.12.2008 kl. 07:39

5 Smámynd: www.zordis.com

Að þiggja með hreinu hjarta er eins og að gefa með hreinu hjarta en það er eins og þú segir skrítið að þiggja og þiggja en það er jafn göfugt fyrir sálina! Þú gefur af þér á svo margan hátt annan en þann sem þú kanski vilt helst!

Knús og jólakossar til fjöslkyldunnar.

www.zordis.com, 22.12.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Gleðileg jól

Ólafur fannberg, 22.12.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Maður hefur gott af því að þurfa að læra að þiggja. Ég lenti einu sinni í því að mega ekki gera neitt í tvo mánuði og mig hreinlega klæjaði í puttana. Ég skil þig alveg en þú hefur ábyggilega líka gott af því að minnka þrifþröskuldinn aðeins. Mér hefur fundist þú vera svoddan súperhúsmóðir að þetta er kannski til að kenna þér að slaka aðeins á.... :) Verður maður ekki bara að reyna að sjá eitthvað jákvætt við svona reynslu??? Gangi ykkur annars allt í haginn um hátíðirnar og gleðileg jól.

Kristín Guðbjörg Snæland, 22.12.2008 kl. 14:50

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðileg jól.

<a href="http://s254.photobucket.com/albums/hh108/telpukona/?action=view&current=cards_big_jol019.jpg" target="_blank"><img src="http://i254.photobucket.com/albums/hh108/telpukona/cards_big_jol019.jpg" border="0" alt="Photobucket"></a>

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.12.2008 kl. 20:43

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ þetta átti að vera svona.Ég gleymdi mér.

Photobucket

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.12.2008 kl. 20:43

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Óska þér og þínum gleðilegra jóla.
Kær kveðja
Solla G (ollasak)

Solla Guðjóns, 23.12.2008 kl. 21:16

11 identicon

Gleðileg jól elsku Magga og Kiddi. Takk fyrir allt á árinu sem er að líða.

kv.

Ella og synir.

Ella. (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband