Naut..

Hvað er betra á föstudegi en að fá sér góða nautasteik og gott rauðvín með, stefnum á það í kvöld,tókum lund úr frystinum í gær,  Kiddi minn grillar auðvitað og hver veit nema að ég geri rauðvínssósu hússins sem er gerð úr

1 rauðlauk sem er svissaður, 1 dl rauðvíni, og 1 dl vatni bætt við og ef til vill smá sveppum sem búið er að steikja , skvetta af balsamik ediki og nautakraftur sem er ekki með msg(svona heilsukraftur), maldon salt og nýmalaður pipar , þetta er soðið niður í hálfa klukkustund og úr verður hin besta sósa, smakka til með rauðvíni, pínu sósujafnari til að þykkja, ekki of mikið samt gott að hafa þessa sósu þunna hún er svo bragðmikil,nammi namm.

 stelpunum leiðist heldur ekkert að fá góða nauta steik grillaða af besta pabba í heimi, æðislegt að grilla líka lauk og tómata vera svo með ferskan parmessan til þess að strá yfir steikina, ferskt klettasalat setur svo punktinn yfir steikina þetta kemur til með að líta einhvern vegin svona út, þessi mynd var tekin ekki fyrir löngu þegar við dekruðum við okkur með álíka kræsingum.

naut

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór til þjálfarans í dag  að venju og allt er fast ennþá í efri hluta baksins, ákváðum í sameiningu að ekkert minna en 3 sinnum í viku hjá þjálfaranum myndi duga og hina dagana á göngubrettið þannig að 5 sinnum í viku er þá núna .. Var áður 3 sinnum aðra vikuna og 2 sinnum hina vikuna .. Þíðir ekkert annað en að fara að gera eitthvað sem kannski virkar, vonum það allavega, rétt að reina að koma sér á ról fyrir jól.    

uppdate á matinn .. hann var dásamlega góður ..hvað annað ...........   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

bara gott

Kristberg Snjólfsson, 14.11.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ummm ég fæ vatn í munninn að sjá þetta. Vonandi verður þú komin á ról fyir jól.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.11.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

"ról fyrir jól " var ansk.. ánægður með þig þarna.

Verði ykkur að góðu !

Hvað um að hanga og hanga í orðsins fyllstu merkingu.

Þ Þorsteinsson, 14.11.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: www.zordis.com

Elsku kerlingin, vona ad zú verdir vel rólfaer um jólin. Besti pabbi í heimi fer létt med ad galdra gódan mat í frúnna og myndin er hrein sönnun um zad sem zid hafid notid.

Minn kvöldmatur var 2 tómatar, túnfiskur, fetaostur og graent sem heitir canonigos (eins og 4urra blada smári) ... "í kjólinn fyrir jólin prógramm" ...

www.zordis.com, 14.11.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Margrét M

jamm Steini er svo svakalega mikill rímari en ekki er víst að hang sé í boði fyrir mig þessa dagana, en allavega er maður farin að sjá fyrir sé að jólaundirbúiningu verður ekki með eðlilegum hætti ..

Margrét M, 15.11.2008 kl. 09:26

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvenær er mér boðið í mat?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.11.2008 kl. 20:40

7 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Verði ykkur að góðu  og Magga vertu hlíðin og gerðu það sem þjálfarinn segir þér  Knús

Kristín Jóhannesdóttir, 16.11.2008 kl. 16:37

8 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Þetta hljómar mjög girnilega. Ég elda sjálf aldrei nautakjöt því ég á mann sem vill hafa það brunarúst á meðan ég vil það medium rear. Við höfum frekar folaldakjöt sem er ekki minna djúsí og það fáum við mun ódýrara. Ég nenni bara sjaldan svona tvískiptingu í eldamennsku svo við endum mjög oft á lambakjöti enda er það nú oftast eldað í gegn.

Kristín Guðbjörg Snæland, 17.11.2008 kl. 18:35

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Umm það fara bara að gaula í manni garnirnar þegar maður les þetta og sér myndina

Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.11.2008 kl. 08:19

10 Smámynd: Solla Guðjóns

hÉR FLÆÐIR MUNNVATN Í PAKKSADDRI KERLINGU....

Á POTÞÉTT EFTIR AÐ PRÓFA ÞESSA SÓSU.

oFGERÐU ÞÉR NÚ EKKI Í EDURHÆFINGUNNI

Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband