Átti barasta ekki til eitt einasta.....

þessi YndislegiInLove einginmaður sem ég er nú ekkert að skafa utan af því, í gær var ég að elda svona tælenskan ( ógó góðan ) rétt og þá sagðist Kiddi minn aðeins þurfa að skeppa "að ná í teikningar"sem var auðvitað besta mál . Þegar hann kom til baka er ég nánast að leggja loka hönd á matinn, Kiddi kemur inn og smellir á mig einum léttum kossiHeart fer svo eitthvert fram og kemur að vörmu spori aftan að mér og ég sný mér við, þá stendur hann þar með risastóran rósavönd ( 13 stórar rauðar rósir ) ekki nóg með það þá var bók neðarlega á vendinum sem heitir "Yndislega konan mín" ekki var það nú allt því til að toppa þetta var lítil svört flauels askja áföst líka ,ég hugsa með mér hvað er maðurinn að gera, þegar ég hélt að þetta væri bara blómvöndur þá fannst mér það æði en , ég opnaði Öskjuna ofur varlega og ofaní henni var demantshringur já ég er að segja ykkur það, guðdómlega fallegur ekki einn hringur nei þrír sem eiga að vera saman á fingri,InLove þetta er ótrúlega fallegt fimm demantar og þar af einn ógó stór, maður bara verður orðlaus og bara tárfellir. Þetta var þá ekki "teikning" sem að hann var að ná í,geri samt ráð fyrir að þeir hafi teiknað þetta fyrst Wink hann var að  ná í hringinn til Óla í Gullsmiðju Óla, en þeir höfðu verið að hanna þetta í sameiningu, og Óli smíðaði, þetta er ekki fyrsta sinn sem að minn yndislegi kemur mér gjörsamlega á óvart en það er nú önnur saga nei eiginlega aðrar sögur. Bara yndislegur þessi maðurInLove , minn sko Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Þór Marísson

Gott að mágur minn sér um sína.  Enda er hann bestastur.

Viðar Þór Marísson, 17.10.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.10.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Ólafur fannberg

til lukku með demantinn

Ólafur fannberg, 17.10.2007 kl. 15:22

4 identicon

Æ hva hann er sætur...Bara til hamingju með hringinn eða á ég að segja hringana...

Knús Knús 

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:44

5 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Til lukku með þetta allt saman

Kristín Jóhannesdóttir, 17.10.2007 kl. 16:46

6 identicon

'OH MÝ GOD krúttulingurinn að koma þér svona æðislega á óvart.

Arna Ósk (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 18:38

7 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Æ svo sætt  Til hamingju med thetta allt saman...og njottu !

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 18.10.2007 kl. 06:33

8 Smámynd: Ingvar

Flottur á því karlinn hann leynir á sér

Ingvar, 18.10.2007 kl. 12:20

9 Smámynd: Kolla

Ohh, en sætt. 

Kolla, 19.10.2007 kl. 11:03

10 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Frábær og rómantískur maður sem þú átt :)

Til hamingju

Vatnsberi Margrét, 19.10.2007 kl. 11:21

11 Smámynd: Ólafur fannberg

aldrei fæ ég svona

Ólafur fannberg, 19.10.2007 kl. 16:44

12 Smámynd: www.zordis.com

þið eruð æði bæði tvö!  Ástin er svo yndisleg tala nú ekki um þegar báðir aðilar eru svona samstíga í ástinni.  Til hamingju með sjálfa þig og þennan Krúttlega rómantíska karlmann sem þú átt.

Hvað er betra en djúp og einlæg ást ....

www.zordis.com, 24.10.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband