er að hausta snemma á þessu sumri .
4.6.2007 | 09:48
vorum eiginlega alveg orðin lasin á föstudaginn, ekkert ferðaveður
en eftir kvöldmat lægði og við gátum tekið gleði okkar á ný
og farið í Húsafell ,með ólíkindum hvað var mikið af fólki, það var rok en þurrt og hlýtt og lægði svo og var alveg logn á laugardagskvöldið svona rétt fyrir grilltíma drifum okkur svo af stað heim fyrir hádegi í gær til að sleppa heim með hjólhýsið áður en veðrið væri orðið of vont því spáin var svo slæm . Rákumst á snauzer eigendur sem voru með risa snauser og millistærð, náðum að taka mynd að þessum þremur stærðum saman (skemmtilegur stærðarmunur), skelli mynd inn þegar ég má vera að því . Spurning hvernig byrjunin á sumarfríinu okkar verður Rok og rigning eða verður hægt að finna sér hlítt og gott veður einhversstaðar á landinu okkar . Stefnan er að flytja í hjólhýsið í 3-4 vikur strax næstu helgi og ferðast um landið okkar. Hvert við förum ræðst af veðri og vindum ...
Athugasemdir
Það verður gaman að sjá stærðar munin. Það er flottur risa snauzer hér í næstu götu,eigandinn kemur og spjallar við okkur og mínir ofy geltandi í gegnum girðinguna en hinn liggur bara rólegur hinum megin og skilur ekkert í þessum bjánum
Vatnsberi Margrét, 4.6.2007 kl. 10:20
Lieðinlgegt verðrið hér fyrir sunnan en á að vera gott norðaustan lands er mér sagt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.6.2007 kl. 14:41
Þetta var fín ferð komum á sunnudag með húsið heilt heim
Kristberg Snjólfsson, 4.6.2007 kl. 17:39
Guðmundur við fórum ekkert heim fyrr en á sunnudaginn..við prófuðum fossatún í fyrra ..gerum það örugglega aftur á þessu ári
Margrét M, 4.6.2007 kl. 22:08
sætir þessir hundar !
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 06:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.