laser
7.2.2007 | 13:25
Datt í hug bara svona af því að samstarfskona mín er að hugsa um að fara í laser aðgerð .Hún var að spyrja mig um hvort Sjónlag eða Lasersjón væri bera fyrirtæki, get ekki sagt til um það ég fór hjá Sjónlag en Kiddi fór hjá Lasersjón,held að bæði fyrirtækin séu betri .Ég fór í svona aðgerð fyrir rúmu ári síðan og er himinlifandi þvílíkur léttir að geta bara hent gleraugunum og Kiddi fór í slíka aðgerð fyrir tæpum tveimur árum, hann þarf að vísu lestrargleraugu í dag en það er bara minniháttar ..Get sagt ykkur að það er yndislegt að koma heim eftir aðgerð hvíla augun í 4 tíma og opna svo augun og vola enginn gleraugu og maður sér vel .Bara geðveikt að geta loksins fengið sér almennileg sólgleraugu og farið út í rigningu og þurfa ekki sífelt að vera að þurka af gleraugunum , við erum bæði mjög ánægð með árangurinn ,vorum bæði með gleraugu sem kostaðu um 100þús að endurnýja þannig að kostnaðurinn var eins og fyrir þrenn gleraugu ,
Athugasemdir
En gott að þið fenguð svona góðan árangur
Kolla, 7.2.2007 kl. 14:04
Þetta er frábært. Mamma mín sem er gömul og með alzheimer fékk svona aðgerð á bæði augu og sér mikið betur enhún kvartar undan sólarbirtunni. Ég held bara að þetta hefði þurft að gera fyrr fyrir hana. Ég samgleðst þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.2.2007 kl. 15:28
laser er málið næst á eftir gps....
Ólafur fannberg, 7.2.2007 kl. 22:24
Gott hjá ykkur
Sigrún Friðriksdóttir, 7.2.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.