Woods eða svoleiðis

Við hjónakrúsidúllurnar fórum í golf í gær og í fyrradag, Kiddi er bara strax að verða brilljant golfari hann átti sérstaklega góðan dag á mánudaginn ( ferlega góður í gær líka ) og mér er nú að fara svolítið fram líka ,við erum búin að vera í þessu í tvo mánuði og eru greinilega að ná góðum tökum á þessu þó svo að við séum ekki sátt við frammistöðuna stundum,vorum nefnilega að tala við eitthvað fólk í gær á vellinum( litla korpuvellinum)og þau eru búin að vera í þessu síðan í hittifyrra og þau eru greinilega með álíka höggafjölda og ég en snillingurinn hann Kiddi minn er komin langt fram ur þeim ,ef hann hefði byrjað þegar hann var yngri þá hefði hann kanski orðið Kristberg Woods Hlæjandi . En það er eins gott að það er að koma vetur það er svo dýrt að vera alltaf á golfvellinum ..     Við erum búin að kaupa okkur ferð til London í nóvember það verður örugglega gaman ,förum auðvitað á fótboltaleik það má ekki fara til London og fara ekki á leik he he ,svo ætlum við að fara á Abba söngleikinn ,ætuðum að fara á hann í fyrra en það varð ekkert úr því þegar við vorum ó London ,veit ekki afhverju ,bætum úr því núna þá ,það er vonandi að það verði farið að slaka svolítið á öryggisreglum þegra við förum ,ég hef heyrt að það sé ekkert sérlega skemmtilegt að fara á flugvellina þarna núna .           Datt alveg óvart inn á bloggsíðu hjá einni af gömlu vinkonunum mínum henni Ólínu er búin að bæta henni í bloggara hjá mér,skemmtilegt hvað er hægt að detta inn á alveg óvart þegar maður er eitthvað að skoða blogg hjá einhverjum sem maður þekkir og dettur inn á einhvern sem maður vissi ekki af á blogginu 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ertu að meina að ég sé ekki Kiddi woods ? þú varst nú alltaf að kalla mig það í gær, maður getur nú orðið fúll :(

Kristberg Snjólfsson, 27.9.2006 kl. 10:29

2 Smámynd: Margrét M

ég varð nú ástfangin af Kristbergi Snjólfssyni en ekki Woods

Margrét M, 27.9.2006 kl. 10:51

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Mikið væri ég til í London, helling hægt að skoða þar.

Frábært hvað vel gengur í golfinu hjá ykkur.

Vatnsberi Margrét, 27.9.2006 kl. 16:19

4 identicon

já eins og ég datt óvart inn á þína bloggsíðu ( sá hana á msninu þínu). Skemmtilegt blogg, á örugglega eftir að kíkja oftar. Kveðja Syrrý

Syrrý (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 09:22

5 identicon

Já ég skil ekki afhverju það er öfug innkoman á bloggið ......verð að reyna laga þetta. En núna fór ég í gegnum Bookmarks hjá mér...knús!
Kv Bessý

Bessý (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 12:16

6 identicon

Sendi þér draumráðninguna í e-mail...knús
Bessý

Bessý (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband