Helgarfléttan

fórum að borða á Italíu á föstudaginn það var bara mjög gott ,það er alltaf svo skemmtilegt að breyta til og fara eitthvað út ,fórum á vínbarinn á eftir en vorum komin heim bara eldsnemma kl 23.00,þetta er auðvitað ekki nokkur frammistaða hjá okkur en okkur þykir þetta bara yndislegt að skreppa bara svona í smá svona  .. Á laugardaginn fórum við hjónin í golf ,fórum á litla völlinn á Korpúlfstöðum og fórum tvo hringi sem gera þá 18 holur fórum völlin á svolítið meira en pari eh hemm ..Óákveðinn Á sunnudaginn fórum við svo í smá jeppatúr ,lögðum af stað kl 9 á þremur bílum þegar við vörum komin  á Hvolsvöll þá var hætt við að fara í Þórsmörk fórum þess í stað fórum við í leiðangur  keyrðum hungurfitjaleið komum við í Markarfjótsgjlúfur sem er svakalega fallegur staður  svo fórum við Krakatindaleið og svo að Heklu fórum upp á heklu og vá þvílíkt útsýni þar .það koma nýjar myndir af þessu fljótlega tókum u.þ.b 100 myndir í þessum túr ,erum nú að spá í að fara kanski í Þórsmörk þá um næstu helgi   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Hefur verið skemmtileg jeppaferð, hlakka til að sjá myndir

Vatnsberi Margrét, 25.9.2006 kl. 12:10

2 identicon

Ohhhhh hvað ég ofunda þig að hafa farið út að borða. Kemst ekki fyrr en 7.okt því þá er Erla ekki að vinna. Ég bara slefa yfir þessu öllu.
Og annað sem ég verð að koma frá mér.........ÞÚ SKRIFAÐIR YNDISLEGA FALLEG ORÐ TIL MÍN UM DAGINN á blogginu, og nú vil ég þakka þér fyrir þau orð.....Þú ert líka yndisleg persóna. Ekki GLEYMA því. Kveðja þin Bessý.

Bessý...... (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 13:32

3 identicon

Svo það sé engin misskilningur...þá var þetta comment sem þú skrifaðir á blogginu mínu....það sem ég var að skrifa áðan kemur út eins og þú hafir skrifað falleg til mín á þínu bloggi. En þú veist hvað ég er að fara. RISAKNÚS!
Kv....Bessý

Bessý...... (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 13:35

4 Smámynd: Margrét M

Bessý mín það er sko enginn misskilningur á ferðinni sko sko he he

Margrét M, 25.9.2006 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband