undarlegt
5.1.2007 | 09:17
eru bankarnir hér farnir að gefa út Visa kort án þess að maður hafi sótt um .. ég var skikkuð til að vera í viðskiptum við Spkef til að geta fengið yfirtöku á lánum á húsinu mínu og allt í einu átti ég að borga árgjald fyrir visa kort sem ég hafði ekki beðið um ég afþakkaði og sagðist ekki kæra mig um það og það var ekkert mál kortinu verður bara eitt .Ég er bara ferlega hissa á að það sé reint að koma á fólk kreditkorti eins og það sé bara eitthvað sem á að vera sjálfsagt. Ég hélt líka að þetta væri bannað að skikka fólk í viðskipti, en svoleiðis er það samt
Athugasemdir
Æðislegar myndirnar af húsinu ykkar
væri alveg til í svona útsýni
Vatnsberi Margrét, 5.1.2007 kl. 10:22
Það er með ólíkindum hvað sumar "stofnanir" setja í skilyrðapakkann sinn. En við höfum að sjálfsögðu alltaf valið. Kvitt fyrir mig.
www.zordis.com, 5.1.2007 kl. 12:33
Skrítið kerfi...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2007 kl. 15:06
Zordis. Ég kalla nú ekki mikið val að getað ekki valið um neitt nema selja sál sína og líf. Ef við ættum val hér á landi hvað varðar bankaviðskipti þá væru hér erlendir bankar og óverðtryggð húsnæðislán í boði.
Ég óska eftir slíku...strax í dag.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 16:38
algengt erlendis þar sem ég hef verið Maður fær allt i einu kort i hendurnar eða eitthvað annað án þess að biðja nokkuð um það....
Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 22:48
Ömmu var boðin hærri heimild, það er nebbla svo svakaleg samkeppni....það lá við að hún hefði fírað tólin á sko.....
kvitt og knús!
Bessý.... (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 01:02
Af hverju kem ég alltaf inn sem óskráður (Bessý....)
Bessý.... (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 01:05
Og ekki nefna ógrátandi þessar blessuðu uppáskriftir hjá fólki. Sparisjóðurinn í kef, sendi mér gullkort fyrir ca 8 árum af því ég átt svoldin aur í bankanum og svo fékk ég sendan vixil sem ég átti að láta öryrkjana foreldra mína skrifa undir til ábyrgðar. Ég rölti mig niðureftir með visakortið og vixilinn, en þá vildu þeir endilega að ég héldi kortinu og gæti rifið vixilinn
Hérna tíðkast þetta ekki með undirskriftir annara, annað hvort er ég hæf til að fá lán eða ekki !!! Og ég neita að taka lán nema fyrir húsakaupum.
Kveðja Sigrún
Sigrún Friðriksdóttir, 8.1.2007 kl. 18:31
já þeir hafa lagið á því að koma fólki í skuldasúpu! Það er bara spurning hvenær þeir byrja að senda 18 ára unglingum kort, það tíðkast víst í Bandaríkjunum.
Annars er ég pínu forvitin... hvað var Siggi bróðir þinn að gera í Grimstad? Komstu einhverntíma í heimsókn þangað? Við búum ca 1 tíma frá Grimstad og fjölskyldan hans Rogers býr þar, svo er hjólhýsið okkar þar rétt fyrir utan
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 8.1.2007 kl. 21:47
Til hamingju með nýja húsið..Virkilega flott og ekki verra með svona útsýni..
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.