endalaust fyndin saga..
20.12.2006 | 13:46
Vísir, 20. des. 2006 11:23
Óheppni bensínþjófurinn
Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna.Þegar lögreglan kom á staðinn sat eigandi húsbílsins grátandi af hlátri á tröppunum. Fischer lá hinsvegar gubbandi og stynjandi á jörðinni. Hann var líka dálítið subbulegur í framan, eftir að hafa sogið upp í sig vænan skammt úr salernistanki húsbílsins.
Athugasemdir
Maður hefði kafnað úr hlátri ef maður hefði orðið vitni að þessu. Þetta sýnir að óheiðarleiki kemur manni ansi fljótt í skítinn.
Kristberg Snjólfsson, 20.12.2006 kl. 13:53
he eh
sammála ....
Margrét M, 20.12.2006 kl. 13:54
brandari dauðans heheheehe
Ólafur fannberg, 20.12.2006 kl. 15:31
Gott á þjófinn, en mér varð óglatt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.12.2006 kl. 16:01
tvímælalaust skemmtisaga ársins
Margrét M, 21.12.2006 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.