korter í jól.
20.12.2006 | 09:49
þá erum við alveg að verða búin að koma okkur fyrir og allt að verða fínt hjá okkur, við höfðum líka loksins rænu á að setja meiri hita á ofnana þannig að við getum hætt að skjálfa úr kulda á nóttinni það endar kanski með því að ég láti nokkrar myndir af nýja húsinu mínu hér hver veit ? ..Jóhann og Gissur vinur hans hafa verið hjá okkur núna í tvo daga,því að þeir eru að vinna i Hafnarfirði í jólafríinu,það er betra fyrir þá að þurfa ekki að keyra Reykjanesbrautina á hverjum degi, það kom mér töluvert á óvart í gær að þeir borðuðu með bestu list ( eins og hestar í afmæli)tælenska matinn sem ég eldaði ,ekki það að ég sé slæmur kokkur
ég hélt kanski bara að þeir fíluðu ekki svona indónesískan mat
gaman af þessu ...
Núna er næsta skref að fara að koma jólaskrautinu upp svo að það verði gríðarlega fínt hjá okkur um jólin,en ætli útiskreitingar verði ekki látnar bíða þar til á næsta ári ,sýnist mér. Við fórum í leiðangur til að kaupa okkur jólatré í gær vorum víst heldur sein í því en fundum samt alveg ágætt tré, vona bara að það sé ekki fokið í burtu ,við geymdum það nefnilega úti í nótt
Athugasemdir
Það er nú ekki slæmt að hafa strákana hjá okkur Jóhann skúrar með buxnaskálmunum og þurrkar með rassinum eða því sem næst þar sem hann nánast stígur á rassvasana, ja þetta er tískan
Kristberg Snjólfsson, 20.12.2006 kl. 10:53
enda þakkaði ég Jóhanni fyrir að skúra í gær .heheh
Margrét M, 20.12.2006 kl. 10:55
Þetta er mjög smart, þið látið eins og gamalmenni sem hafa ekkert "töts" fyrir tísku.......
Hvað ætli börnin myndu segja ef við klæddum okkur svona
En annars, til lukku með nýja húsið. Sjáumst hress........ MogM
Margrét (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 11:11
við ættum kanski að prófa að klæða okkur svona til að vilta hvernig unglingunum okkar finnist þetta he he he
Margrét M, 20.12.2006 kl. 11:22
Myndir af þessu umtalaða húsi er bara ett måste!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.12.2006 kl. 12:05
já er það ekki
Margrét M, 20.12.2006 kl. 12:59
Til hamingju með nýja húsið Kiddi og Magga
sjáumst hress
Björn Zoéga (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 16:09
takk Bjössi minn
Margrét M, 21.12.2006 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.