jamm
13.12.2006 | 09:10
Í dag er kaupsamningur og þá fer jeppinn okkar til nýs eiganda ég kem til með að sakna hans, en við fáum okkur bara annan jeppa, hver veit nema að við fáum húsið afhent líka í dag
.
En önnur mál hvað er eiginlega í gangi ??? unglingar sem eru nýkomnir með bílpróf eru teknir í kippum fyrir of hraðan akstur ,er löggan að verða duglegri í eftirlitinu?? eða eru unglingar að halda að þeir séu ódauðlegri en áður?? Mér stendur ekki á sama ég á tvo unglinga, einn sem er 19 og hefur velt bílnum og lent í áreksti ( held að hann sé farin að slappa aðeins af í umferðinni núna ) og svo á ég einn sem fær prófið næsta sumar,vinur hans lést í umferðarslysi fyrir rúmu ári, og þessi eldri kom að því slysi, en það kendi þeim ekki nóg.
Svo er ekkert mjög lagnt þangað til hin 3 komast á þennan aldur líka maður er svo hræddur um ungana sína í umferðinni, maður vill helst pakka börnunum inn í bómul og passa þau sem best en það gengur víst ekki.
Veit ekki en alveg en ég er farin að hallast að því að hækka bílprófsaldurinn..
Athugasemdir
Mér finnst að maður eigi að byrja með bóklega kennslu í akstri um leið og börn byrja í skóla.... Síðan getur maður haft það verklega þegar börnin eru orðin 17 eða 18 ára.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.12.2006 kl. 10:06
Ég held að það væri ekki vitlaust að hafa hluta bílprófsins í skólakerfinu, sýna krökkunum hvað það er mikil ábyrgð að aka bíl. Gæti verið gott að fara með krakkana á grensásdeild og sýna þeim afleiðingar bílslysa. Ég hef verið svo heppinn að sleppa vel frá þessu en það var klárlega ekki mér að þakka að ég skildi sleppa sem unglingur var snarvitlaus á bíl en sem betur fer slapp ég en það gera ekki allir og ættum við því að hugsa til þeirra sem hafa ekki sloppið og haga akstri okkar í samræmi við það.
Kristberg Snjólfsson, 13.12.2006 kl. 10:43
já það gæti verið góð hugmynd að hafa þetta í skólakerfinu
Margrét M, 13.12.2006 kl. 11:40
góð hugmynd þetta að setja þetta í skólakerfið
Ólafur fannberg, 13.12.2006 kl. 12:28
Bara láta svona útsláttarrofa í bílana svo þeir komist ekki hraðar en 90. Og hækka bílprófsaldurinn. Annars held ég að fullorðnir séu ekki mikið betri. Þetta er líka einhverskonar agaleysi eins og einkennist í þessu þjóðfélagi. Vá ég hef ekki verið svona gáfuleg í margar vikur ;-)
Arna Ósk (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 19:39
sammála því að hækka prófaldurinn á Íslandi, og að setja þessa rofa í bílana svo þeir komist ekki upp fyrir hámarkshraða, en er samt svolítið hrædd um að það geti lika verið slysagyldra. T.d við framúrakstur. EN ég hef áætlanir um að keyra lengi með mínum áður en þau fá að taka próf. Þá sérðu sjálfur hvað þú getur kennt þeim í æfingaraksti.
Kveðja Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 14.12.2006 kl. 00:57
Frétti að húsið þitt væri flott með æðislegu útsýni
Vatnsberi Margrét, 15.12.2006 kl. 10:58
Nei....Magga mín....það voru fleir en vinur og skólabróðirs hans Dóra sem ekki höfðu og hafa lært af þessu þrátt fyrir að hafa næstum orðið vitni af þessu hræðilega atburði. Sjáðu bara hvernig t.d. slysið sem varð fyrr á þessu ári þar sem þeir voru að spyrna, þar lést einn. Nokkrum dögum seinna vildu þeir fá lögguna í lið með sér til þess að keyra hægt í "sorgarkeyrslu" til heiður drengnum og minna aðra á hvað hraðakstur getur kostað. En það var ekki liðin mánuður eftir það slys þegar löggan hirti tvo sem voru þar í forsvari. Það snerti þjóðina mikið þegar þeir óku þeim til heiður og fannst mér það mjög gott mál.......en þeir voru því miður fljótir að gleyma.
Ég skal ekki hætta að láta heyra í mér fyrr en ég er komin undir græna torfu....enda á ég marga góða vini þeirra Dóra og Sigga sem ég vil ekki horfa á eftir.....hvað þá mæta í þeirra jarðarför. Við erum ekki ósnertanleg.
Og yfir í annað....hvert er verið að flytja? Ertu búin að skrifa undir nýju íbúðar kaupin?.......Innilega til hamingju.
Bessý.... (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.