pakki pakk..
10.12.2006 | 10:15
Erum að pakka okkur niður í rólegheitum og henda öllu sem má henda.íbúðin er að verða tómleg, allar myndir farnar ofan í kassa og allt að fyllast af kössum, sem betur fer eigum við minna af drasli en gengur og gerist en það verður víst ekki lengi, krakkarnir fengu að pakka niður í sínum herbergjum og þeim fanst það ekki lítið spennandi . Þar sem þetta er síðasta helgin okkar í þessari íbúð þá ákváum við að halda upp á það með því að fara í Gallerí kjöt og fá okkur góða nautasteik, merkilegt hvað er hægt að finna sem bara kallar á að fá sér góða steik og gott rauðvín með og ekki finst krökkunum það af verri endanum að fá góða nautasteik medium rear eldaða. Kiddi var að gefa þeim að smakka hrátt kjöt í gær og þau smöttuðu öll á því og vildu meira.
Vitið þið bara hvað,við fórum um daginn og festum kaup á nýju leðursófasetti og nýju borðstofuborði svo ætlum við að kaupa okkur nýjan ískáp og uppþvottavél fengum óvænt pening eftir að við keyptum húsið,við seldum hlutabréfin sem höfðu ávaxtað sig þokkalega svo það er smá bruðl í gangi og veitir ekki af,við eigum það skiliðheld að það verði svolitið fínt hjá okkur.
Athugasemdir
kvitt kvitt
Ólafur fannberg, 10.12.2006 kl. 10:20
Vá frábært að fá smá eyðslu fé og geta með ánægju fengið margt nýtt í nýju húsi hlakka mikið til að kíkja í heimsókn á nýja staðin þú sendir mér póst með heimilisfangi og þess háttar þegar þið getið farið að taka á móti gestum stórt knús á þig skvís
Vatnsberi Margrét, 10.12.2006 kl. 11:52
Alltaf gaman að eyða peningum. Gangi ykkur vel í flutningum. Knús og koss.
Arna Ósk (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 16:04
Alltaf gaman að fá óvæntan pening.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.12.2006 kl. 16:05
Mmmm vildi gjarnan fá óvæntan pening, en unni þér þess vel Magga mín að kaupa nýtt í nýja húsið. Það er líka svo stórt að þú þarft meira
Sigrún Friðriksdóttir, 10.12.2006 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.