heppin, líklega

Fékk niðurstöður úr segulómuninni í dag, blæðing inn á bein í vinstra hné, brjósklos spjaldhrygg og brot við ellefta brjósthryggjalið, við förum á morgun og fáum bakbelti fyrir mig, það er svo sem ekkert annað hægt að gera annað en að vera hjá sjúkraþjálfara og bara bíða og vona að ég verði betri, þetta er líklega erfiðara þar sem að öll liðbönd í mjaðmagrindinni tognuðu og eru ennþá ekki farin að halda við. Þegar maður fær upplýsingar um að maður sé hryggbrotin þá er ekki laust við að manni bregði og þakki fyrir að geta staðið í lappirnar ..   Stelpurnar eru ekki sáttar, því að áður slysið átti sér stað voru þær hæðst ánægðar og áttu von á systkini í byrjun sumars en litla lífið fór í kjölfar slyssins og ekki mikil von til þess að hægt sé að reina aftur í bráð.. Við getum þakkað fyrir að eiga hvort annað og samtals 5 heilbrigð börn ekki satt ... nú er bara að standa sig í að vera þæg og gera eins og manni er sagt ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Já ég þakka guði fyrir að ekki fór þó verr en þetta, við eigum þó allavega hvort annað og börnin

Kristberg Snjólfsson, 15.12.2008 kl. 22:56

2 identicon

Æ knúsý mús, ekki gott að heyra! Farðu bara varlega og láttu hann frænda stjana við þig, hann kann það alveg heyrist mér  

Telma (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Guð hvað mér þykir þetta leiðinlegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.12.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Elskan mín þetta hefur verið sárt fyrir sálina líka.

Solla Guðjóns, 16.12.2008 kl. 07:36

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

 

Vatnsberi Margrét, 16.12.2008 kl. 11:24

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Æi þetta er leiðinlegt að heyra ég vona að þú náir þér fljótt svo hægt sé að fara aftur að búa til börn  en þið getið nú allavega æft ykkur þangað til

Láttu þér batna fljótt og vel

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.12.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: www.zordis.com

Leitt að heyra ... svo innilega sárt þegar lífsneistinn er tekinn. Knús og baráttukveðjur með von um að heilsan skríði saman fljótt og vel.

www.zordis.com, 16.12.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Sorglegt ad heyra, en eg se ad thu ert svoddan Pollyanna :) dugleg stelpa! Bestu kvedjur med von um godan bata a likama og sal

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 17.12.2008 kl. 08:31

9 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Leiðinlegt að heyra þetta en þú hefur rétta hugarfarið og horfir bjartsýn fram á við. Þetta kemur bara seinna.

Kristín Guðbjörg Snæland, 17.12.2008 kl. 09:28

10 identicon

var á bloggrúntinum og datt þá inn á þessa síðu,Og mér finnst sorglegt að heyra með hvernig þú ert eftir slysið og litla ófædda barnið :( En gangi þér allt í haginn.

Íris (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:49

11 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús

Vatnsberi Margrét, 18.12.2008 kl. 00:13

12 Smámynd: Þ Þorsteinsson

gott er að vita

gott er að geta

gott er að skilja

gott er að stefna

gott er að lifa

en umfram allt gott er að þekkja Möggu

Þ Þorsteinsson, 20.12.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband