bakslag.
10.12.2008 | 18:38
fór í segulómun á mánudaginn.. myndatakan tók rúmlega klukkustund og það hafði þær afleiðingar að ég er komin á byrjunarreit nánast, þurfti að liggja kyrr allan tíman á bakinu ofsalega erfitt skal ég segja ykkur, búin að fara til sjúkraþjálfarans í gær og aftur í dag, hann segir að þetta getir gerst ef maður gerir eitthvað þá kemur það aftan að manni, bakið er stokkbólgið og ég er með mikla verki væl væl, virkaði ekkert að taka verkjatöflur í gær en það virkar sem betur fer eitthvað í dag. Vonandi fæ ég að vita eitthvað út úr myndunum fljótlega. Kiddi minner auðvitað yndislegur og gerir mér þetta auðveldara , ég hef t.d. ekki snert á skúringargræjunum eða ryksugunni í tvo mánuði pælið í því en nú eru komnir tveir mánuðir og maður er orðin ansi þreyttur á þessu...
Athugasemdir
Elsku kjéddlingin, ekki gaman að heyra! Vonandi að þetta fari nú að smella í betri heilsu. Gangi þér vel að hemja þig á moppunni.
www.zordis.com, 10.12.2008 kl. 20:19
Æji greyjid, thetta er leidinlegt ad heyra. Vona ad thetta fari ad skana hja ther! imynda mer ad thad se heldur ekki lett fyrir thig ad halda ther fra skuringarføtunni :)
Godan bata!
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 11.12.2008 kl. 09:22
Slæmt slæmt þú sem varst farin að lagast aðeins. Vonandi er þetta bara lítið skref afturábak og svo koma mörg áfram. Gangi þér vel. Vonandi þarftu ekki að bíða lengi eftir niðurstöðum úr segulómuninni.
Kristín Jóhannesdóttir, 11.12.2008 kl. 10:13
annsi hefurðu lennt illa í þessu Magga,vona svo innilega að þú komist að því hvað er að svo hægt sé að bæta líðan þína.
Baráttukveðjur úr salthúsinu :)
Þ Þorsteinsson, 11.12.2008 kl. 10:22
Æ hvað þetta er leiðinlegt. Þú mátt ekki snerta á skúringargræjunm nærri strax. Ég óska þér alls hins besta.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.12.2008 kl. 17:03
Úpps kellan mín......mikið hlýtur þetta að vera þreytandi og leiðinlegt.En þú ert nú hörkutól og hefur Krútta...Halltu í góða skapið þitt.Æ mig langar að knúsa þig og segja þér að þetta verði betra á morgun....en vonum að tíminn vinni með þér.
Ég vissi ekki að segulómmyndun tæki svona langan tíma en veit að maður þarf að vera algerlega kyrr.Gunna er að fara í svona myndun á milli jóla og nýárs með fótinn.
Og vertu stillt þó það sé erfitt
Solla Guðjóns, 12.12.2008 kl. 00:49
Heiða Þórðar, 12.12.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.