gott marr ..

við eldum á hverju kvöldi en stundum þykir mér að ég verði að deila matnum með ykkur, í gærkvöldi elduðum við okkur ekta ítalskan rétt  höfum reindar gert þennan rétt áður en núna voru hluti af börnunum að borða með okkur og kunnu þau vel að meta þetta og smjöttuðu vel og lengi á þessu hér er uppskriftin eins og hún á að vera. 

Kjúklingur og taglíatellí

Kjúklingur eftir þörfum (bestar eru bringurnar, en í blankheitum er hægt að notast við aðra kjúklingahluta)
1 krukka grænt pestó
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
1 hvítlauksrif
1 ds. fetaostur (án alls, þ.e. ekki í olíu, en það má líka nota það ef maður
vill)

Sólþurrkuðu tómatarnir eru saxaðir í matvinnsluvél (ef slík græja er ekki til þá er hægt að saxa smátt í höndum)
Þeim er síðan hrært saman við pestóið og mörðu hvítlauksrifinu blandað saman við. Tæplega helmingnum af olíunni sem er með tómötunum er hrært saman við blönduna. Þessari blöndu er svo makað utan á kjúklinginn og raðað í eldfast mót. Steikt í 200 gráðu heitum ofni þar til orðið steikt í gegn. Þegar tíu mínútur eru eftir af steikingartímanum er fetaostinum dreift yfir kjúklinginn og steikt áfram. Sjóðið taglíatelli (helst ferskt) samkv. leiðbeiningunum og berið fram með kjúllanum, góðu brauði og parmesanosti.

Eins og lög gera ráð fyrir þá breyttum við aðeins og settum meiri hvítlauk og meiri sólþurrkaða tómata og settum sveppi líka með. þetta er alveg ofsalega gott,drukkum náttla með þessu gott rauðvín og börnin fengu íslenskt vatn ......... skora á ykkur að prófa þennan rétt hann er himneskur..   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þessi réttur hljómar yndislega! Það er hægt að gera svo geðveikan mat með kjúlla og pasta.

Algjört jummý!

www.zordis.com, 7.12.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég verð að prófa þetta...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk Margrét mín

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.12.2008 kl. 01:33

4 Smámynd: Þ Þorsteinsson

vona að mér öðlist sú list að muna svo úr því verði ítaslakur einhverntíman

Þ Þorsteinsson, 8.12.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

mmm þarf að prufa þennan :)

Knús og takk fyrir spjallið

Vatnsberi Margrét, 9.12.2008 kl. 11:55

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ummmmmmm þetta er eitthvað sem mér lýst vel á.

Takk fyrir

Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 15:59

7 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Held eg vedi lika ad prufa... yammi!

Klem

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 10.12.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband