...

Það gengur bara ekki nógu vel að jafna sig eftir slysið Gísli sjúkraþjálfari sendi mig heim með eitthvað rafmagnstæki sem gefur straum á bakið og á að trufla verkjaboðin sem bakið sendir til heilans, þetta á ég að nota 1-2x á dag í hálftíma í senn og svo heita og kalda bakstra+ réttar hreyfingar eins og stuttar göngur, öll heimilisstörf bönnuð segir hannWoundering..  það er eiginlega full vinna að reina að koma sér í lag, mætti ég þá heldur biðja um að fá að vera í minni réttu vinnu ( sem er náttla ekki í boði , auðvitað leiðinlegast fyrir vinnufélagana mína að fá ekki að njóta samvista við mig Tounge á meðan... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já það er vinna sem borgar sig samt. Það munt þú finna þegar þú ert komin í lag. Gangi þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.11.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Góðir hlutir gerast hægt því miður. En þú átt svo góða að. Reyndu að njóta þess sem þú hefur þangað til þótt erfitt sé.

Kristín Jóhannesdóttir, 12.11.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: www.zordis.com

Haegt og sígandi og skylda ad fara mjög varlega!!! Zad er gott mál ad bidja um smá kraftaverk til ad flyta fyrir batanum. Batnadarkvedjur!

www.zordis.com, 12.11.2008 kl. 19:48

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Æjjj hvað ég skil þig.

Til hamingju með stráksann þinn í gær.

Solla Guðjóns, 13.11.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Leiðinlegt að þetta gangi svona hægt... baráttukveðjur !!

Kristín Guðbjörg Snæland, 13.11.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Góðir hlutir gerast hægt. Þú ert sterk og ég dáist að styrk þínum.

Bataknús

Vatnsberi Margrét, 14.11.2008 kl. 10:56

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er betra að fara sér hægt og ná sér í rólegheitum heldur en að eiga við þetta í mörg ár, kallinn verður bara að vera duglegur áfram  Bata knús til þín mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband