komnar 3 vikur ..
31.10.2008 | 16:19
það eru liðnar þrjár vikur frá slysinu í gær sko og allt að skríða samanég er bara í fríi og fer bara í sjúkraþjálfun og lítið annað, get orðið sitið í sófanum og hallað mér aftur ef ég er með púða á bakvið mig það er mikill munur að þurfa ekki að sitja alltaf eins og hæna á priki . Læknirinn segir allavega 3 vikur til viðbótar og kannski þá að fara vinna hálfan daginn ,ætli það sé ekki bara best að hlíða að mestu allavega og éta bara verkjatöflur . Kiddi minn er komin í sjúkraþjálfun líka á sama stað og ég er á, mjög góður sjúkraþjálfari sem við erum hjá hann heitir Gísli og er bara fínn stofan hans heitir Klínik ( ég mæli með honum ).. Ég er rosalega þæg sko og geri næstum ekki neitt er svo hrædd um að skemma eitthvað því að þetta er frekar viðkvæmt enþá langar rosalega að gera helling en Kiddi minn þessi elska sér um að gera það helsta ég get eldað og eitthvað svona létt, engin heimilisstörf segir sjúkraþjálfarinn við mig og ég hef ekki komið nálægt skúringafötuni allan tíman læt mér nægja að horfa á hana og bið Kidda svo um að nota hana annað slagið ásamt þveglinum, er ekkert að biðja hann um að skúra eins oft og ég myndi gera það flestum myndi finnast að aðeins of oft he he
Athugasemdir
Bíddu við skúrarðu oftar en 1 sinni á dag ?
Kristberg Snjólfsson, 31.10.2008 kl. 17:05
Þið eruð nú meiri dúllurnar! Hrikalegt að lenda í svona slysum, vonandi að þið náið ykkur sem fyrst og getið farið að lifa eðlilegu skúringarlífi !!!!
www.zordis.com, 1.11.2008 kl. 11:02
Þetta hefur nú heldur betur sett strik í reikninginn. 'Eg vona að þér fari að líða betur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.11.2008 kl. 13:37
Já þegar kemur að heilsunni þá er nú best að vera stilltur og hlíða. Því við eigum bara einn líkama og erfitt að skipta um Fyrir þig Magga að sitja og horfa bara á skúringarfötuna ekki nota er frábært en erfitt trúi ég. Þú ert bestust
Kristín Jóhannesdóttir, 2.11.2008 kl. 11:53
gott að þið eruð á batavegi
Ólafur fannberg, 2.11.2008 kl. 17:39
Gott að vel gengur.
Kristín Guðbjörg Snæland, 3.11.2008 kl. 08:27
Já vertu stillt ég nýt þess að hugsa um Krútta skúra daglega
Gangi þér vel dúlla
Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 01:32
Vonandi nærðu þér nú fljótt og vel þótt það sé alltaf gott ef einhver annar skúrar fyrir mann hahah
Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.