takk
23.10.2008 | 12:36
Takk fyrir öll faðmlögin kæru bloggvinir. Hér er allt á hægum batavegi ,það verður víst að gefa þessu tíma til að lagast, sjúkraþjálfarinn er farin að geta unnið að eins með mig og ég er farin að gera svona smá heima en ekki mikið svo sem en það sem ég get eða það sem ég má helst sem minnst segir þjálfarinn en það er bara ekkert hægt að gera ekki neitt ef maður getur gert eitthvað ..Vonast til að geta farið í stutta göngutúra með hundana fljótlega ég sakna þess að fara ekki út að labba.
það fylgdi í kjölfar á slysinu annað áfall sem gerir þetta örlítið erfiðara en þetta kemur allt saman samt sem áður og við hjónin stöndum saman og það gerir þetta allt svo miklu auðveldara.
Athugasemdir
Mikið er leiðinlegt að heyra að annað áfall fylgdi í kjölfar slyssins. Eins og það hafi ekki verið nóg. En gott að heyra hve dugleg þú ert og gangi þér vel með áframhaldandi bata.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.10.2008 kl. 18:58
Óskandi að þér líði sem best og sorglegt að þetta skyldi ekki vera nóg. Batnaðarkveðjur!
Ég kann ekki neitt á þessi bloggknús svo ég sendi þér bara eitt varlegt hér!
www.zordis.com, 23.10.2008 kl. 19:42
Eins gott að þú átt góða að (fleiri en Kidda) sem skiptir rosalega miklu máli þegar eitthvað kemur upp á. Þá kemst maður að því hverjir eru góðir vinir og hverjir ekki. Hafðu góðan dag.
Kristín Jóhannesdóttir, 24.10.2008 kl. 08:10
Æj leiðinlegt að það kom annað áfall... en svona er þetta stundum, eins og allt komi á sama tíma. Vona að þetta lagist hjá ykkur. Og mundu að það sem ekki brýtur mann gerir mann bara sterkari.
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 24.10.2008 kl. 13:49
Það er slæmt þegar hlutirnir æxlast þannig að þeir koma aftan að manni óumbeðnir á óhenntugum tíma.
þið eruð svo ljúf og góð að þið náið yfirhöndinni.
Solla Guðjóns, 24.10.2008 kl. 14:45
Hæ mín kæra vinkona!
Ég var að frétta af slysinu og mér krossbrá. Oh elsku Magga og Kiddi ég vona svo innilega að þið getið náð ykkur eins vel og hægt er. Ég veit varla hvað ég get sagt meira við ykkur. Ég er mest fegin að þið eruð á lífi og það þarf nú ekki að ræða ef verr hefði farið.
Ég sendi ykkur allar mínar orku kveðjur sem ég á!
Reynið svo að fara eins vel með ykkur og hægt er.
Magga mín ekki grunaði mig eftir símtalið okkar að svona fréttir fengi ég næst af þér. Sjáumst fljótlega, það fer að koma smá pása og þá kem ég í heimsókn. Risa faðmlag elsku Magga mín! Gefðu svo bóndanum knús frá mér.
Bessý (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:29
takk Bessý mín. þetta er allt að koma hjá okkur .. væri yndislegt að fá þig í heimsókn ...
Margrét M, 26.10.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.