allt í rólegheitum
20.10.2008 | 09:01
Þetta mjakast allt, meiðslin komin betur í ljós sjúkraþjálfarinn er búin að finna að þetta eru meiðsli frá hálsi og niður á læri, allt búið að vera of aumt til þess að þjálfarinn hafi getað gert mikið hingað til en þetta er allt að koma og ég stefni að því að reina að fara smá í vinnuna í þessari viku kannski tvo tíma á dag sé svo bara til hvert framhaldið verður. Kiddi þessi elska stendur sig eins og hetja og sér um heimilið frá A til Ö og ég reini að vera þolinmóð yfir því að meiga nánast ekkert gera og mér finnst persónulega að mér takist það bara með príði. Kiddi er búin að vera heima síðan slysið varð þar til í dag það var voða gott og ákaflega vel þegið þar sem að ég þurfti hjálp við nánast allt fyrstu dagana en núna get ég allavega klætt mig og farið í sturtu án hjálpar svo að þetta er orðið þokkalegt. En bara svo að þið vitið það þá er Kiddi minn besti eiginmaður í heimi.
Athugasemdir
gaman að heyra að þér líði allanvegna vel í hjarta
baráttu kveðjur
Þ Þorsteinsson, 20.10.2008 kl. 09:26
Já svei mér þá ef þú átt ekki jafn góðan karl og við Margrét okkar.
Ofgerðu þér ekki stelpurófa
Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 14:18
Gott að þetta er að koma. Gangi þér vel.
Kristín Guðbjörg Snæland, 20.10.2008 kl. 15:34
Gott að heyra að þetta mjakast. Gangi þér vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.10.2008 kl. 17:23
Frábært. Góðir hlutir gerast hægt. En ofgerðu þér nú ekki á vinnu. Frekar minna en meira.
Kristín Jóhannesdóttir, 21.10.2008 kl. 08:37
Á ekkert að blogga í hvíldinni ?
Þ Þorsteinsson, 22.10.2008 kl. 17:27
HVAÐ?! Er hann betri eiginmaður en ég? ... jú auðvitað fyrir þig.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.10.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.