álverið

Jæja þá er Jóhann Helgi Heartminn búin að fá vinnu í álverinu á Reyðarfirði og hann og kærastan hans ætla að flytja þangað bara strax fyrir næstu mánaðarmót. Úff manni finnst ekki gott að hafa þau svona langtíburtistan, það er þá ekkert hægt að hlaupa til mömmu og Kidda eða pabba og Perlu til þess að fá pössun eða til þess að fá lánuð verkfæri eða hvað sem vantar ... held að þetta verði kannski erfiðara hjá okkur foreldrunum að geta ekki haft hönd á bagga með þeim.. Það er ekkert stutt að keyra til þeirra þá til þessa að kíkja á þau .. Ömmubarnið (ég veit hvort kynið erGrin) kemur til með að fæðast í janúar og ská barnabarnið hún Inga Guðrún verður eins árs 16 okt.. ég hef svo miklar áhygjur af þeim en ég ætla bara að vona að þetta gangi allt upp hjá þessari litlu fjölskyldu...Nú þurfum við að leggjast á eitt með að finna handa þeim það sem vantar þau eiga ekkert eiginlega nema eldhúsdót ... vantar sófa, ísskáp, þvottavél, örbylgjuofn,rúm og margt annað við reinum að finna það nauðsynlegasta en restin verður að koma smátt og smátt sem eðlilegt er .. endilega látið mig vita ef þið eigið eitthvað af þessu sem þið þurfið að losna við ..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldeilis spennandi verkefni sem þau eru að fara að takast á við. Það þarf mikinn kjark til að gera svona hluti og þetta gengur örugglega vel hjá þeim.

Og já, sennilega hafið þið meiri áhyggjur af þessu en þau ;-) Vonandi óþarfa áhyggjur - en sjálfsagt að hafa þær :-)

MogM (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Þ Þorsteinsson

þetta er gangur lífsins

gangi þér vel að sýna

Þ Þorsteinsson, 23.9.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þeim vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.9.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Ótrúlegt hvað þetta er erfitt......ég get sagt þér að þegar minn peyji flutti með sinni fyrrverandi á Egilstaði fannst mér eins og þau væru að fara hinu meginn á hnöttinn..En krakkarnir stóðu sig vel og það munu þín pottþétt gera líka.

Við erum oftast farin að sakna þeirra og hafa áhyggjur áður en þau leggja í hann eins og sagt er.

Solla Guðjóns, 23.9.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: www.zordis.com

Austfirðir eru góður staður.  Þeim vegnar vel og það er alls ekkert svo langt að kíkja eina langa helgi fyrir flökkufólk eins og ykkur.

Good luck!

www.zordis.com, 24.9.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Fínt að vera á Austfjörðum en satt er það að það er erfitt að sleppa af þeim taumnum og leiðinlegt oft að komast ekki í smá heimsókn og öfugt.

Kristín Jóhannesdóttir, 24.9.2008 kl. 20:13

7 identicon

Það er nú alltaf gaman að fara austur. Enda ættartengslin mín þar! Þau eiga eftir að spjara sig, en jihhh hvað ég skil þig vel. Fer að kljást við þennan aldur fljótlega og vil ekki hugsa útí það. En vá ekki vissi ég að þú værir að verða amma. Er semsé frændi minn að verða AFI HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA Bið að heilsa Telma

Telma (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:09

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Skil þig vel væri sjálf ekki róleg með guttan svona langt í burtu. Þetta á eftir að ganga vel hjá litlu fjölskyldunni :)

Hellingur af kossum og knúsi

Vatnsberi Margrét, 29.9.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband