rok og rigning ...........
17.9.2008 | 08:41
Það var ekkert smáræðis rok í nótt ,, við sváfum ekkert fyrir hávaða fyrr en veðrinu slotaði, húsið stendur mjög hátt og þegar mesta hviðurnar gengu yfir ..sem betur fer tókum við trampólínið niður í gær áður en versta veðrið skall á , vorum búin að strappa það niður um daginn þegar það tókst á loft .. Því miður er ekki búið að laga hjá okkur þakið í stofunni svo að það míglak, engar skemmdir samt ... Þegar ég leit út um gluggann í morgun þá var lóðin þakin rauðum reyniberjum, fagurrautt sumstaðar, mjög fallegt ,..
Athugasemdir
Það glumdi líka vetrarlega í öllu hjá mér og ég þakkaði bara Guði fyrir að ég hafði beðið Sigga að hjálpa mér að taka trampólínið niður um helgina. Þessi rokspá hafði farið fram hjá mér og ég veit ekki hvað ég hefði annars gert ein heima í gærkvöldi......ja ein í þeim skilningi að það var enginn stór og sterkur karlmaður til að vernda mig.... he hehe he (í þessu tilviki.. taka niður draslið!!!)
Kristín Guðbjörg Snæland, 17.9.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.