hvað má þá...

fórum hjónin til manns í Hafnarfirði sem getur hjálpað fólki sem er með ýmsa kvilla, hann er með aðstöðu í Heilsubúðinni hann fann út að Kiddi mætti ekki borða

Rúg, hveiti, hafra, bygg og spelt FootinMouth,

ok ekki gott að taka allt þetta úr fæðunni þar sem þetta finnst í svo mörgu svo sem nánast öllu brauði og kökum , pasta og í unnum kjötvörum og í einhverju fleiru.

svo fór ég aðeins seinna sama dag og það sem hann fann var ekki lítið sem hann fann hjá mér,  það var

Rúgur, hveiti, hafrar, bygg, spelt, lúða, lax,síld (og þar með öllum feitum fisk) E 102 og E104( bæði gult litarefni) E 122 ( rautt litarefni ) laukur, kartöflur ( nema sætar kartöflur) gulrætur, tómatar, bananar, paprika, gúrka, blómkál, rófur, GetLost

úff þetta er ekkert smáræði og vandasamt að ætla sér að lifa eftir þessu, annars vissi ég fyrir löngu að ég væri með óþol fyrir bönunum ég fæ allsvakalegt mygreni ef ég borða banana. Ég veit að þessi maður hefur hjálpað mörgum að lifa betra lífi, og hann getur líka snúið þessu við fyrir fólk svo að það geti borðað þær fæðutegundir sem það hefur ofnæmi fyrir en það náttúrulega kostar pening svo að það er yfirleitt fyrsta skrefið að prófa að taka þessar fæðutegundir út í smá tíma . hann snýr þess við með einhverskonar rafeina bulli .. væri gaman að vita hvort einhver sem les hefur prófað þetta, ég veit að hann hefur ekki náð góðum árangri með að laga þetta hjá fólki með mjólkuróþol en með hitt hefur náðst árangur .

ekki væri verra að losna við mygren, vefjagiktarverki, bjúgsöfnun og háan blóðþrísting ..

Maðurinn var farin að vorkenna mér með hversu mikið þetta var og var farin að segja mér hvað ég mætti borða af grænmeti .. ok ég má borða nánast allt sem er grænt nema papriku og svo má ég borða sætar kartöflur ..og er alls ekki með mjólkuróþolSmile

úff ég sem er hálfgerður grænmetisfíkill....vinnufélugunum finnst ég vera með kanínufóður í hádeginu ...

Erum ekki að nenna að byrja á að prófa að taka þetta út úr fæðunni en ætli að maður verði ekki að prófa .Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.9.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Þ Þorsteinsson

prófaðu að fara t.d. í apríl sjáðu hvað þú mátt þá setja ofaní þig,meina held að þetta sé rokkandi frá tíma til tíma.ok mín skoðun og pæling,

p.s. hvað er klukk

Þ Þorsteinsson, 13.9.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Vá ekkert smá !!! Égmundi nú samt ekki kasta stórfé i að kanski láta laga þetta án þess að vera búin að fá einhver meðmæli. Annars er svo mikið að gera hjá mér að ég má ekkert vera af því að skipta mér af öðrum eða hafa skoðanir á annara manna málum hehe

Knús og klemmur

Sigrún Friðriksdóttir, 14.9.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Ætli þú eigir ekki bara að borða nammi í staðinn.......neee segi nú bara svona.........því úrkastið hjá þér er svo meinholt......en maður veit aldrei......

Solla Guðjóns, 14.9.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég þyrfti að fara í svona því ég er með  óþægindi vegna fæðu!

Hrikalegt að vera með svona mikið óþol.  Gangi ykkur vel að pússla inn nýjum girnilegum réttum á diskana ykkar!

www.zordis.com, 14.9.2008 kl. 00:41

6 Smámynd: Margrét M

það er nú spurning hvað maður gerir við svona upplysingar..sakar ekki að prófa svosem  

Margrét M, 14.9.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Magga mín ég fór fyrir nokkrum árum og hann gat ekki fundið út hvað ég hefði raunverulega ofnæmi fyrir fyrr en ég sagði honum það og þá sagði hann Jaaaaá. Hann fór í að reyna að snúa ristlinum mínum við eða eitthvað. Ég ákvað að fara ekki eftir þessu. Þannig að ef þú ferð eftir þessu þá máttu ekki borða neitt nema sellerírót og þá verður ekkert eftir af þér.

Kristín Jóhannesdóttir, 14.9.2008 kl. 12:58

8 Smámynd: Margrét M

hef ekki ákveðið hvað ég á að gera við þetta en hann gat sagt mér hvað væri að mér án þess að ég segði honum það -- það kom mér á óvart --

Margrét M, 15.9.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband