sumarfríið- og myndir

um verslunarmannahelgina vorum við í frábæru veðri  í systragili við Vaglaskógi góðra vina hópi og skelltum okkur á halló Akureyri á laugardagskvöldinu, sáum þar flottustu flugeldasýningu sem við höfum augum litið .  Fórum í Atlavík eftir verslunarmannahelgina og vorum þar í 3 nætur fórum þá aftur í Systragilið við Vaglaskóg og keyrðum þaðan á Dalvík á fiskidaginn mikla á föstudagskvöldið og aftur á laugardeginum . Ég get ekki annað sagt en að fiskidagurinn mikli er frábær og súpukvöldið er yndislegt Bjarni Freyr sagðist sko ekki borða fiskisúpu en borðaði svo manna mest því súpan var svo góð Alma Glóð var ekki viss en fannst svo súpan frábær Lilja Björt er sælkeri þegar kemur að mat svo henni fannst þetta bara frábært , vorum aðeins að veða í Ljósavatni en fengum ekkert nema titti sem var sleppt aftur út í .Skelltum okkur líka í gönguferð upp á Vaðlaheiði vorum í tvo og hálfan tíma í þeirri ferð, mikið ofsalega er fallegt útsýni þar uppi.....      Fórum á tjaldsvæðið Hlíð við Mývatn skoðuðum þar Kröflustöð, Dimmuborgir, hverasvæðið, og gömlu jarðböðin o.f.l.  mikið er fallegt þar ég hef aldrei skoðað neitt við Mývatn áður þar er bara undurfallegt Jóhann Helgi og Bára komu í heimsókn á Mývatn með Ingu Guðrúni svo gisti Ella vinkona okkar eina nótt hjá okkur  . Keyrðum loks á rétt aðeins inn að vestfjarðakjálkann og plöntuðum okkur við Bjarkarlund, tíndum 4-5 lítra af aðalbláberjum og reyndum svolitla veiði, veiðin bar ekki árangur en berin voru rosalega góð við gáfum tengdamömmu helminginn af berjunum .. Við drifum okkur heim aðeins fyrr en áætlað var og áttum góða helgi heima ég bakaði tertu og pizzasnúða sem eru mjög vinsælir hjá börnunum og mamma og pabbi komu á sunnudeginum og ég bakaði bláberjapæ svo buðum stóru strákunum í mat á sunnudeginum þannig að við vorum þá með alla krakkana hjá okkur og Báru kærasta Jóhanns Helga og Ingu Guðrúnu sem er (ská) barnabarnið okkar .. Jóhann Helgi minn átti 18 ára afmæli laugardaginn 23 ágúst -- til hamingju með það elsku drengurinn minn ...   skelli svo líklega myndum inn fljótlega en við tókum tæplega 800 myndir í ferðinni .... fleyri myndir í myndaalbúmi sumarfrí 2008 Hér eru tæplega 40 myndir ..

IMG 9445

IMG 9397

IMG 9578

IMG 9628

IMG 0116

IMG 9950


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það hefur verið mikið um að vera hjá þér. Ég hefði nú viljað fara á fiskidagana.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.8.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég var líka á fiskideginum og það var rosalega gaman. Ég á nú heima frekar stutt frá og er búin að vera á leiðinni í nokkur ár en loksins kom að því. Við ætlum pottþétt að fara aftur. BARA 800 myndir!!!!!!! he he he

Kristín Guðbjörg Snæland, 27.8.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Frábær tími greinilega. Til lukku með ská barnabarnið, þannig að þið getið æft ykkur þar til hitt kemur  Til hamingju með drenginn. Hlakka til að sjá myndirnar.

Kristín Jóhannesdóttir, 27.8.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bættir þú þessum myndum við færsluna seinn. Það er gaman að sjá þær. Ég sat stundum með strákunum mínum í helli eins og þessum við þjóðveginn einhverstaðar á Mýrunum. En kannski ætti ég ekki að kalla það helli. Opið líkist þessu á myndinni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.8.2008 kl. 12:01

5 Smámynd: Ólafur fannberg

flottar myndir

Ólafur fannberg, 31.8.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: www.zordis.com

Æðislega gaman að fá að sjá, og það fyrsta sem kemur í hugann er frábærar minningar sem börnin ykkar munu njóta!

Ég vildi vera duglegri að ferðast en það er víst bara á milli landa ....

www.zordis.com, 1.9.2008 kl. 17:17

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég byrjaði á að kíkja á myndirnar sem eru æði þú meira að segja ert flott svonarangeygð

Solla Guðjóns, 2.9.2008 kl. 19:55

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 3.9.2008 kl. 14:11

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æðislega gaman að skoða myndir, alltaf

Heiða Þórðar, 5.9.2008 kl. 22:22

10 identicon

klukk klukk kíktu á mig og svara svo kveðja Telma

Telma (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband