Ferðin .

Fimmtudagur :lögðum af stað úr bænum um kl 9 fórum í loftið frá flugstöðinni um 12.20 ,komum til London á háannatíma og vorum ekki komin á hótelið fyrr en um kl 18 ,held að þetta sé ein lengsta ferð til London sem er möguleg hægt að fara,höfum ekki verið svona lengi á leiðinni áðurGetLost , en hvað  um það  Ingi bróðir hans Kidda hafði séð um að panta leigubíl á flugvöllinn ,bílstjórinn beið eftir okkur með spjald með nafninu sem Ingi gaf upp  ( sjá mynd ) he he , ég hélt fyrst að Kiddi hefði planað þetta því að í fyrra lét ég skrifa á spjald hjá leigubílstjóra "Kiddi krútt "Grin. Vá hótelið The Wesbury var sko í fyrsta flokki sannarlega 5 stjörnu en samt í góðu göngu færi við allt .Fyrsta kvöldið fórum við og fengum okkur ferlega góða pizzu á Ítölskum veitingastað fórum svo á eitthvað pöbbarölt .

Föstudagur : daginn byrjuðum við á morgunverðarhlaðborði á hótelinu ( vorum í morgunmat þar alla daga ,ferlega gott) og svo var farið í verslunarleiðangur og reindum að versla sem flestar jólagjafir sem gekk bara mjög vel Happymikið verslað í GAP kids og Next bæði í jólagjafir og á krakkana okkar  . kl 17, fórum við svo á Mamma Mía söngleikinn sem er allveg ferlega góður mæli með þessum söngleik við skemmtum okkur ofsalega vel ,eftir söngleikinn fórum við á Gaucho grill besta steikhús sem hægt er að hugsa sér  þar sem við fengum okkur nautasteikur, ummm namm namm rosa gott bræðurnir fengu sér báðir 600gr steikur W00tIngi kláraði sína en Kiddi gat ekki alveg klárað ,gerðum þjónin alveg forviða þegar bræðurnir spurðu hvort að þeir gætu fengið annan skammt hann sagði með undrunarsvip W00tþið hljótið að vera að djóka þetta varð tilefni að miklu hláturskasti Grin   fórum svo á barinn á hótelinu sem er ferlega flottur bar og fengum okkur smávegis að drekka 

Laugardagur: byrjað á morgunmat kl 9,30  , svo fórum við í Covent Garden og röltum þar um alltaf ferlega gaman að skoða þar ,götulistamenn og mikið að gerast ,fórum svo á Ítalskan veitingastað um í hádeginu ,ætluðum svo að fara í vinsmökkunartúr í Vinapolis en þá var uppselt ( það gerir svosem ekki mikið til við Kiddi fórum í fyrra ) skoðuðum bara smá og versluðum í búðinni sem er þar og fórum á barinn þarna til þess að fá kokteilinn sem við smökkuðum í fyrra, kokteillinn heitir "Mojito" ferlega góður hjá Vinapolis en ógeðslega vondur á barnum á hótelinu .Um kvoldið fórum við svo á Noura líbanskan veitingastað sem er ferlega góður og pöntuðum samsettan matseðil af líbönskum réttum  rosalega góður matur , eftir matinn vildum við fá líbanskt kaffi (fengum svoleiðis í fyrra) en þjónnin sagðist ekki hafa vilja láta okkur hafa kaffi en í staðin lét hann okkur hafa white coffe sem er heitt vatn með einhverjum blómadropum út í og við vorum svo hissa að við höfðum ekki rænu á að kvarta ,ferlegir aular þetta hvíta kaffi var ferlega vont í þokkabót Pinch,  svo var það bara hótelbarinn og fengið sér KAFFI og eitthvað annað gott að drekka ..

Sunnudagur : fórum ekki í morgunmat fyrr en kl 10 og svo í smá verslunarleiðangur og leiðangur í Covent Garden og um kvöldið fórum við að borða á besta Indveska stað sem ég hef farið á Char Bizarre ummm rosalega gott pöntuðum okkur nokkra Inveska rétti svona smakk af öllu því besta Smile
svo var það auðvita barin í sma stund .

Mánudagur :vöknuðum kl 4 um nóttina til þess að koma okku á flugvöllinn..pínu snemmt Undecided en svo sem í lagi eftir svona yndislega helgi .Gátum nú ekki gert allt það sem var á áætlun en þar sem við vorum með þessum yndislega góðu ferðafélögum þá er bara allt í lagi þó svo að við höfum ekki ná að gera allt  ..

Að lokum við ég segja Ingi og Lauja og auðvitað Kiddi minn takk fyrir yndislega helgi þetta var frábært ein besta helgarferð sem ég hef farið í ... 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur verið frábær ferð hjá ykkur! Ekkert smá skemmtilegar myndir líka úr ferðinni

Ella (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:47

2 identicon

Hæ dúlla. Sé að þið hafið skemmt ykkur konunglega. Ömmm ekki neitt smá sem þeir hafa náð að setja ofaní sig .....karlpeningurinn. Flottar myndir...Úff hvað manni langar í góða steik á eftir svona myndir. Knús og kram. Gott að fá góða ferðasögu í morgunsárið.

P.S. Til hamingju með Kristófer.

Og ef hann les bloggið þitt þá til lukku Kristófer með 19árin. 

Bessý.... (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 10:19

3 identicon

Greinilega mjög gama hjá ykkur .  Sjáumst öll í afmælinu hennar Maríu á morgun. See you sys

Vidar Marisson (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 21:53

4 identicon

Þessi ferð var bara snilld - en hefði í raun mátt vera aðeins lengri - þar sem London hefur upp á ansi margt að bjóða  sem enganvegin er hægt að afgreiða á 3 dögum.  En við skemmtum okkur allavega mjög vel - bara takk fyrir frábæra helgi    -  Lauja og Ingi

Lauja (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 10:44

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

frábært að ferðin hafi heppnast svona vel

Vatnsberi Margrét, 27.11.2006 kl. 11:30

6 identicon

Hæ Magga

Gaman að lesa hvað þú ertu hamigjusöm. Gott að komast út og geta verslað jólagjafirnar. :)

Kveðja Auður og co

Auður Eyberg (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband