ömmur eru englar í dulargerfi

Við ég og minn heittelskaði gerðum okkur lítið fyrir og þrifum og bónuðum báða bílana í gær (dugleg marr) það veitti sko ekki af það er dálítið langt síðan við nenntum að bóna, erum kannski pínu löt við að þrífa bílana, skelltum okkur svo í gönguferð á eftir, förum reyndar daglega í gönguferðir með hundana.. Það er að styttast í að við förum í smá sumarfrí, mikið rosalega hlakkar mig til að vera í fríi og elta bara veðrið(þar sem það er gott) og hafa það gott með börnunum ..

Ég var nú ekki búin að segja það hér en Jóhann Helgi minn ætlar að gera mig að ömmu snemma á næsta ári svo að þá verð ég komin í ömmur eru englar í dulargerfi hópinn þannig þá má ég gera barnið óþekkt og skila því svo he he ,, nei nei svoleiðis geri maður ekki  en það sem meira er að þá verður Kiddi ská afi, ekki satt. Get ekki beint sagt að mér finnist ég vera nógu gömul til þess að verða amma en maður er ekki alltaf spurður að því hvað manni finnst LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Já ég er nú bara stoltur af því að verða ská afi  hefði samt viljað bíða í nokkur ár með þetta en maður stjórnar nú ekki alveg öllu er það nokkuð

Kristberg Snjólfsson, 9.7.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Til hamingju Amma  þetta er bara gaman

Kristín Jóhannesdóttir, 9.7.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: www.zordis.com

Elsku dúllu amma!  Til hamingju með hlutverkið og allt dekrið framundan.

www.zordis.com, 9.7.2008 kl. 17:21

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Get heldur ekki sagt að mér finnist þú nógu gömul til að vera amma en sumar eru ungar ömmur. Til hamingju. Ég veit að þú átt eftir að vera mjög ánægð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.7.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Til hamingju !!  thetta verdur gaman.

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 10.7.2008 kl. 06:52

6 identicon

Heyrðu....... jaaaaá....... þú ert svona ung....... Ansi hefurðu byrjað snemma

Einn afi hér og ein ská amma - voða gott að geta skilað og þurfa ekki að vakna á nóttunni 

MogM (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Til hamingju aftur :)

Óskaði einmitt tilvonandi pabbanum til hamingju þegar hann kom hérna um daginn og gaman hvað hann er í skýjunum :)

Vatnsberi Margrét, 15.7.2008 kl. 11:23

8 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Til hamingju með að verða amma. Ég er fjórföld skáamma og það fimmta á leiðinni núna í september svo ég skil vel manninn þinn. Þú varst nú ekki nema 12 þegar þú varst orðin fullorðnari en við hin í bekknum svo ég er svo sem ekki hissa þó þú verðir ung amma. Þú ert þó ekki fyrsta amman í árganginum því Auður og Rúnar eiga tæplega tveggja ára gamlan afa og ömmustrák og það er annað á leiðinni í nóvember!!! Njóttu þess svo bara að dekra og skila. Það er bara snilld!

Kristín Guðbjörg Snæland, 17.7.2008 kl. 09:05

9 Smámynd: Margrét M

humm....... ég hélt að ég væri löngu hætt að vera bráðþroska .. he he .. já ég hætti að vera unglingu rúmlega 12 ára og varð fullorðin og unglings árin urðu aldrei til .. tók þau samt út síðar held ég .... hef gengið afturábak í þessum málum er bara 25 ára núna

Margrét M, 17.7.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband