Hellishólapakkið og Þórsmörk
30.6.2008 | 12:10
Við fórum með hjólhýsið á Hellishóla í fljótshlíð um helgina, þar sem við sáum um daginn að það væri líklega góður staður til þess að fara með krakkana á, við urðum heldur betur fyrir vonbrigðum þar sem þetta er ekki jafn gott og það lítur út fyrir að vera, við borguðum hæsta verð sem við höfum verið rukkuð um fyrir tjaldsvæði og sagt að það væri svo mikið innifalið, svo sem aðgangur í sturturnar og heitir pottar, við borguðum 5000kr fyrir okkur og 3 börn og svo 1000kr fyrir rafmagn í tvær nætur samtals 6000kr. Við komum húsinu fyrir og tengdum okkur í rafmagnið en ekki vorum við búin að vera lengi í paradís þegar rafmagnið sló út en kom inn og út svona restina af kvöldinu þar til það fór alveg og við höfðum ekki rafmagn restina af helgini . Ekki það að við þurfum endilega að vera í rafmagni en ef maður borgar fyrir rafmagn þá vill maður fá rafmagn eða fá endurgreitt, ekki var til í dæminu að endurgreiða rafmagnið hjá staðarhaldara kellan sagði að Kiddi væri með frekju og dónaskap þegar hann hringdi og bað um endurgreiðslu á rafmagninu kellan skellti á hann var alls ekki með dónaskap eða frekju það er bara sjálfsagt að fólk fái endurgreitt þegar það fær ekki það sem það borgar fyrir .Hvernig getur fólk rekið svona stað ef það er með svona attitude
það voru svona 2-3000 manns þarna og klósettaðstaðan sem er þarna er 3 klósett + 2 sturtur kvennamegin og 3 klósett+ 2 sturtur karlamegin, þetta annar engan vegin öllum þessum fjölda sem betur fer notum við klósettið í hjólhýsinu til þess að pissa í en ég vorkenni þeim sem ekki eru með svoleiðis aðstöðu því það var biðröð á klósettið sérstaklega á morgnana´, þá vorum mömmurnar í biðröð með börnin sín til þess að komast á klósett .
Ég hefði gjarnan viljað nýta mér sturtuna á laugardeginum en það var svo subbulegt þar og upptekið nánast allan daginn að ég gerði það ekki og hver vill fara í heitu pottana sem eru fullir af fólki allan daginn og nánast engin fer í sturtu áður oj oj oj ..Hér er sagan öll
Þarna er ekkert sagt við fólk sem er með hunda í lausagöngu sem skíta svo út um allt og svo er greinilega svoldið partýstand fram á nótt
Við komum ekki til með að fara aftur þarna og mælum alls ekki með þessum stað
Það sem var skemmtilegt við þessa helgi var að sjálfsögðu félagskapurinn Kiddi minn og krakkarnir og svo fórum við í Þórsmörk bæði í langadal og þar sem svo lítið var í Krossá þá fórum við í Húsadal líka erum vön að fara bara í langadal inn í Bása þar sem við grilluðum pylsur , verða að segja að mér finnst miklu fallegra í langadal
Athugasemdir
Fúllt að fá svona þjónustu.
Þórsmörk stendur alltaf fyrir sínu :)
Vatnsberi Margrét, 30.6.2008 kl. 12:28
Uff uff... leidinlegt ad lenda a svona stad ...
Kvedja!
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 30.6.2008 kl. 13:29
Kellingin þarf pottþétt á sálfræðiaðstoð að halda þetta voru ekki eðlileg viðbrögð
Kristberg Snjólfsson, 30.6.2008 kl. 14:06
Ohh, leiðinlegt að lenda í svona. Þetta skemmir alt fyrir manni
Kolla, 30.6.2008 kl. 21:32
Ég hefði nú ekki látið mig með endurgreiðsluna. Fyrst fólk er með svona viðhorf væri hægt að verða þessi óþolandi kúnni sem hættir ekki og halda áfram að hringja reglulega og biðja um endurgreiðsluna.... hehe he
Kristín Guðbjörg Snæland, 1.7.2008 kl. 08:27
Tek undir orð Kristínar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.7.2008 kl. 14:20
Það er náttúrulega bara leiðinlegt að fá svona þjónustu en lífið er nú of stutt til að vera standa í einhverju böggi með þetta, bara gleyma þessu og taka stefnuna fram á veginn og halda áfram að eiga góðar stundir í stað þess að láta þetta pirra sig :-)
Jói Egils (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:04
Smá saman þá missir þessi mæta dama bæði kúnna og geðheilsuna ... leiðinlegt en eins og þú segir góður félagsskapur og ævintýri sem standa uppúr!
Þið eruð nú meiri flökkuálfarnir (er með álfa á heilanum) ....
www.zordis.com, 2.7.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.