Faxi.
18.5.2008 | 20:33
fórum með hjólhýsið okkar með okkur að tjaldsvæði Faxa í Biskupstúngum sem er við fossinn Faxa og tungnaréttir, ákaflega fallegt svæði og skemmtilegt að vera þarna er hreinlætisaðstaða ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en eins og áður sagði þá er svæðið ákafleg fallegt og þess virði að fara þarna bara þess vegna, það skiptir helur ekki máli með aðstöðu þegar maður er með hjólhýsi.
Hér er Kiddi við fossinn Faxa.
Bomba og Tívolí nutu útiverunnar
Hér kom Tívolí í ljós eftir að við tíndum henni eitt augnablik við útsýnis pall sem er við fossinn, sjáið þið þegar hún skríður undan pallinum..
Bomba dundaði við að flækja Tívolí og þetta var árangurinn ..
þær stöllur skemmtu sér vel .
Við hjónin grilluðum okkur nautasteik á laugardagskvöldið með fylltum paprikum og grilluðum kartöflum, svona rómó dinner fyrir tvo þar sem við vorum barnlaus að þessu sinni ...girnilegt ekki satt
Þetta er Kiddi minn sem rústaði mér í rommý um helgina en ég er miklu heppnari fyrir vikið í ástum , sjáið bara manninn sem ég er gift heppin ég !
Hér er svo frúin sjálf að gera sig klára í að fara úða í sig
Athugasemdir
Leyfðir þú honum ekki bara að vinna því þú vannst bæði kvöldin um síðustu helgi í viltu vinna milljón
Kristín Jóhannesdóttir, 18.5.2008 kl. 20:43
Girnilegt rómó hjá ykkur! Það eru margar perlurnar sem fólk ætti að skoða áður en það rýkur lengra! Fallegt þarna og þið eruð heppin með hvort annað, ekki spurning!
www.zordis.com, 18.5.2008 kl. 21:00
Flottar myndir :) og þið hjónin alltaf glæsileg ;)
Vatnsberi Margrét, 18.5.2008 kl. 23:03
Flottar myndir. Hef komið að Faxa og tekið mynd þar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.5.2008 kl. 23:08
Kristín þetta er óþarfi Ég var náttúrulega bara að leifa henni að vinna þá sko
Kristberg Snjólfsson, 19.5.2008 kl. 07:58
Steina á afmæli á morgun (þriðjudag) fædd 20. 05. 1960. Láttu það ganga.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:36
Flottar myndir og girnilegur matur mmmm.
kvedja!
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 20.5.2008 kl. 06:09
Rómó.......girnilegt ......vá þið eruð flott og flott á því
Solla Guðjóns, 20.5.2008 kl. 14:52
Þið eruð flott bæði tvö - Maturinn leit girnilegur út
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 17:31
Frábært að þið skemmtuð ykkur vel. Það gerðum við líka á 25 ára fermingarafmælinu. Þar var geggjað stuð. Ég set fljótlega inn myndir á síðuna mína og þá máttu til með að kíkja og skoða.
Kristín Guðbjörg Snæland, 21.5.2008 kl. 11:04
grei það er búin að skoða á heimasíðu árgangsins
Margrét M, 21.5.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.