já það var farið
13.5.2008 | 22:37
Kiddi minn er úti að slá núna og ég er bara inni að blogga og laga á mér neglurnar, eiginlega hálf asnalegt að vera ekki að hjálpa til en við þurfum svo sem ekki bæði að halda á sláttuvélina, þá er bara að blogga smá ..
Fórum í fyrstu útilegu sumarsins um síðustu helgi, fórum á laugardeginum íFossatún sem er alveg ágætur staður til að vera á aðstaðan alveg ágæt ( ekkert frábær ) við fengum hið besta veður , hittum Kristínu og Gunna þar og plöntuðum hjólhýsinu við hliðina á þeim .. Skruppum svo á sunnudaginn í bíltúr og fórum í sveitina til Diddu og Steina í Laxó, það er alltaf svo yndislegt að hitta Diddu frænku.
hér er Bjarni Freyr að alveg vakna í hjólhýsinu á mánudagsmorgunin en samt kominn fram úr ..
Athugasemdir
Flott mynd af Bjarna Frey
Solla Guðjóns, 14.5.2008 kl. 08:10
Mér finnst alveg frábær aðstaða á Fossatúni, með þeim betri á landinu!!!! Hvar hefur þú séð betri? Plís tell svo ég geti farið þangað
Kristín Guðbjörg Snæland, 14.5.2008 kl. 11:21
ein af ástæðunum fyrir því að mér finnst aðstaða þarna ekki góð er að þetta er mjög blautt svæði ef það er búið að rigna eitthvað ( blautasta svæði sem ég veit um það er svo illa ræst fram) en svo var nánast ekkert þrifið um helgina.en þetta svæði er með ágæta aðstöðu fyrir börn( mætti vera öryggisnet á trampólínunum). Mun snyrtilega svæði er á Blönduósi og víða annarstaðar .. ég hef töluvert til að setja út á t.d Husafell þó svo að þar sé gott að vera þá er mjög illa þrifið þar og klósett aðstaða ekki góð .. skipti ekki máli fyrir okkur lengur en við vörum með fellihýsi fyrir tveimur árum síðan
Margrét M, 14.5.2008 kl. 11:38
Frábær aðstaða á Apavatni líka,
Kristberg Snjólfsson, 14.5.2008 kl. 11:45
Þið eruð svo dugleg að fara í útilegu... og ég skil ykkur svo vel.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.5.2008 kl. 16:54
Dugnaður í ykkur að flytja alltaf í hjólhýsið á sumrin ;)
Knús og kossar
Vatnsberi Margrét, 15.5.2008 kl. 17:38
Strax komin í stuð .... mér líst vel á ykkur og Íslandsástina!
www.zordis.com, 16.5.2008 kl. 18:26
Frábær mynd af Bjarna Frey.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.5.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.