bíltúr .
2.5.2008 | 10:42
Skruppum í góðu veðri (í kópavogi) í bíltúr, fórum í Krísuvík stoppuðum smá stund við Kleifar vatn og þaðan út á Reykjanes en viti menn það var hífandi ROK, borðuðum nesti á bak við hól því þar var aðeins minna rok höfðum nefnilega með okkur afgang af afmælisköku skoðuðum svo útsýnið á Reykjanestánni en okkur fannst of mikið rok til þess að nenna að fara upp með stelpurnar til að leifa þeim að sjá rústirnar að gamla vitanum ( gerum það bara næst) , stoppuðum svo seinast til að leifa stelpunum að trítla á brúnni milli Evrópu og Ameríkuflekans sem þeim þótti töluvert merkilegt. Þegar við komum aftur heim þá var auðvitað ennþá logn í Kópavogi. Auðvitað var tekið töluvert magn af fínum myndum og aldrei að vita nema nokkrum verði skellt hér inn .
Athugasemdir
Skemtilegt að skoða suðurnesin en þá er líka gott að vera í bíl því það er alltaf rok þar
Kristberg Snjólfsson, 2.5.2008 kl. 12:01
Er alltaf rok á þessum hluta landsins, úff! GAman að skoða landið og kynna það fyrir börnunum og þið eruð ótrúlega dugleg að ferðast og skoða! G-óða helgi
www.zordis.com, 2.5.2008 kl. 14:55
alltaf á suðurnesjum -- hef búið þar
Margrét M, 2.5.2008 kl. 15:12
Gaman væri að sjá myndirnar. Dæmigert íslenskt verður, rok.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2008 kl. 16:33
Rok!!!! úff......
langar að stíga fæti á þessa tengingu.
Knús
Solla Guðjóns, 2.5.2008 kl. 22:17
nei þetta er ekki hægt að sitja undir lengur ,blæs á þetta bara þvílík endemis vitleysa í ykkur .Hef reyndar ekki þurft hárblásara síðan ég fæddist.
Þ Þorsteinsson, 10.5.2008 kl. 13:32
hafið bara verið svona óheppinn með verðrið þennan dag .
Þ Þorsteinsson, 10.5.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.